Friday, April 23, 2010

Öskufall úr Eyjafjöllum hylur vaxandi samfélagsólgu.

Talsmaður Icelandair; Guðjón Arngrímsson lét hafa eftir sér við blaðamenn að; “Ef haldið sé rétt á spilunum, gæti hin fordæmalausa athygli sem nú er á Íslandi skapað mikil tækifæri fyrir ferðamannaiðnaðinn.” Hann segist ekki muna eftir að Íslandi hafi verið sýnd önnur eins athygli utan landssteinanna eins og vegna eldgosins. Eldgosið í Eyjafjöllum og öskufallið vegna þess; hefur valdið truflunum á flugumferð um alla Evrópu og hundruðir þúsunda hafa verið strandaglópar í Evrópu vegna þess. Vandræðin sem hlotist hafa af öskufallinu hafa hins vegar verið afar hentug fyrir íslensku fjármálaelítuna; þar sem þau hafa dregið athyglina að miklu leyti frá innihaldi rannsóknarskýrslunnar sem Rannsóknarnefn Alþingis skilaði frá sér nú á dögunum; skýrslunnar sem fer í orsakirnar á hruni hins ofvaxna fjármálageira landsins. Segja má að náttúruöflin hafi hér gripið inn í til hagsbóta fyrir íslensku valdastéttina.

-Pólitískt mikilvægi skýrslunnar.

Samkvæmt lögum sem Alþingi setti til að mynda rannsóknarnefndina; var verkefni hennar að leita “sannleikans” um um orskakirnar fyrir hruni fjármálakerfis landsins. Það er ekki algengt á Íslandi; að nefnd skipuð af Alþingi sé bókstaflega skuldbundin þess samkvæmt lagabókstafnum að komast að sannleikanum um viðfangsefni sitt. Mikilvægi skýrslunnar er gríðarlegt í íslensku samhengi. Eftirvænting eftir skýrslunni var mikil og útgáfu hennar var frestað a.m.k. þrisvar. Henni var upphaflega ætlað að birtast í seinni hluta febrúar. Nú er mikilvægt að útgáfa skýrslunnar og inntak hennar verði notað til að gera upp við þá atburði og þau ferli sem leiddu til hrunsins hér á landi; en einnig til að lyfta stjórnmálaumræðu í landinu á hærra plan. Ríkisstjórn sú er var við völd þegar bankakerfið hrundi er í skýrslunni sökuð um vítavert kæruleysi með því að hunsa aðvaranir sem gefnar voru vegna ofvaxtar bankakerfisins. Hinum þremur stóru bönkum; sem voru drifkraftur “íslenska efnahagsundursins” var gefið ótakmarkað olbogarými til að vaxa; og viðvaranir um að íslenska ríkið gæti ekki tryggt bankakerfi landsins ef hlutirnir færu á verri veg voru að mestu hunsaðar. Bankakerfi landsins tuttugufaldaðist að stærð á aðeins 7 árum.
Það sem einkennir megnið af þeim lánum sem veitt voru af hinum þremur stóru bönkum; Landsbanka, Glitni og Kaupþing, var að stærstur hluti þeirra var til hlutafélaga eða fjárfestingarsjóða sem áttu hlutabréf í bönkunum (eða á hin veginn). Mörg þessara fyrirtækja voru skráð utan Íslands. Í skýrslunni er staðhæft að stjórnarmenn Landsbankans hafi verið hikandi við að samþykkja skilyrði breska Fjármálaeftirlitsins fyrir því að færa Icesave reikninga sína til dótturfélags með aðsetur í Bretlandi. Í júlí 2008; fékk Landsbankinn bréf frá breska Fjármálaeftirlitinu; þar sem þeim var ráðlagt að flytja Icesave reikninganna til bresks dótturfélags, til dæmis Heritable bankans, svo reikningarnir yrðu tryggðir af Tryggingasjóðum innistæðueigenda í Bretlandi.Í skýrslunni segir að hér hafi íslensk stjórnvöld; sérstaklega Seðlabankinn misst af mikilvægu tækifæri til að lágmarka skaðann sem hrunið hefur valdið efnahag þjóðarinnar.
Stjórn Seðlabankans er gagnrýnd fyrir sinnuleysi að þessu leyti. Geir H. Haarde; sitjandi forsætisráðherra þegar bankakerfið hrundi, segir bönkunum sjálfum um að kenna hvernig fór. Hann segir að þegar árið 2006 hafi það verið ljóst að bönkunum væri ekki við bjargandi. Þetta er mjög athyglisverð yfirlýsing frá Geir, sem allt þar til Glitnir var “þjóðnýttur” lagði mikið á sig til að sannfæra íslenskan almenning um að allt væri í himnalagi hjá bönkunum og staða þeirra gæti ekki verið betri! Skýrslan afhjúpar rækilega allar mýtur nýfrjálshyggjunar; til dæmis að aukinn hagvöxtur og efnahagsleg verðmæti gætu orðið til einfalldlega með því að rýmka til fyrir hreyfanleika fjármagns og gefa fjármálamörkuðum leiðandi hlutverk í efnahagnum. Við sjáum í dag að það eina sem það skildi eftir handa okkur var ofgnótt skulda í stað ofgnótt fjármagns.
Stjórnarmenn í bönkunum og eigendur bankanna eru taldir bera ábyrgð á að hafa ráðskaðst með verðgildi hlutabréfa og hafa ýkt verðgildi eigna sinna. Þetta var gert með bæði bókhaldsbrellum og með því að nota krosseignatengsl til að ýkja verðmæti fyrirtækja. Fjárfestingarhópurinn FL- group er nú til rannsóknar hjá fjármálaeftirlitinu vegna 3. milljarða isk millifærslu af reikningum félagsins inn á reikninga Kaupþings í Lúxemburg.

-Krísa íslensku valdastéttarinnar.

Það rýkir ólga innan Sjálfstæðisflokksins, hinum hefðbundna flokki íslenskrar borgarastéttar, þessa daganna vegna innihalds skýrslunnar. Stefnuskrá flokksins hefur verið breytt; málsgrein sem hefur verið í stefnuskránni síðan flokkurinn var stofnaður árið 1929; sagði áður að flokkurinn “starfaði á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis”. Einstaklinsfrelsið hefur nú verið tekið út; svo nú segist flokkurinn starfa á “grundvelli jafnréttis og atvinnufrelsis”. Einnig sagðist flokkurinn vinna að “víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu”; en nú hefur orðið “þjóðlegri” verið tekið út. Sennilega hefur “einstaklingsfrelsið” verið tekið út vegna þess hve augljóst það er nú flestum að um var að ræða frelsi fjármálafáveldisins til að nota efnahaginn sem sitt einkaspilavíti. Ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki lengur fyrir “þjóðlega umbótastefnu” er aftur á móti að stór hluti íslenskrar borgarastéttar; og þar af leiðandi ráðandi hópar innan Sjálfstæðisflokksins, er nú tilbúinn til að gefa sitt áður lofaða “sjálfstæði” upp á bátinn fyrir inngöngu í Evrópusambandið.
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins; Þorgerður Kartín Gunnarstóttir, fyrrum menntamálaráðherra, hefur sagt af sér sem varaformaður vegna umdeildra lána á nafna eiginmanns hennar sem nema 1,7 milljárði íslenskra króna. Hún ber því fyrir sig að þetta séu ekki hennar lán; heldur eiginmanns hennar. Þorgerður Katrín sagði nýlega í viðtali að henni þætti undarlegt að stjórnmálamenn og stjórnsýsla gætu ekki hafa hindrað ofvöxt bankanna. Hún deilir líklega skoðun danska heimspeksingsins Søren Kierkegaard; sem hélt því fram að aðeins væri hægt að átta sig á lífinu eftirá. Umdeildar lántökur ásækja einnig formann flokksins; Bjarna Benediktson, sem þáði lán frá bönkunum að andvirði 170 milljóna króna á árunum 2005- 2008.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú ákveðið að flýta landsfundi sínum; vegna upplýsinga í skýrslunni um afglöp ráðherra út þeirra röðum og “óvenjuleg” tengsl margra þeirra við stórfyrirtæki sem talin eru hafa valdið hruninu. Illugi Gunnarson, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna hefur tímabundið vikið úr sæti sínu á þingi meðan peningamarkaðssjóðir bankana sæta frekari rannsókna; hann sat í stjórn eins af peningamarkaðssjóðum Glitnis.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson er gagnrýndur í skýrslunni fyrir að hafa gengið of langt í skjalli sínu og stuðningi við íslenska fjármálafáveldið og útþennslu þess utan landssteinanna. Forsetinn er ekki talinn lengur það “sameiningartákn”; hugtak dulgervingar og óskhyggju, sem honum er ætlað að vera. Forsetinn er umdeildur og er fyrst og fremmst séður sem talsmaður stórfyrirtækja.
Tveir helstu fjármálafurstar Íslands; Björgólfur Thor Björgólfsson og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa gefið opinberar afsökunarbeiðnir síðan skýrslan kom út vegna þáttar síns í hruni íslensks efnahags og “mistaka” sem þeir kunnu að hafa gert við rekstur fjármálavelda sinna. Framtak þeirra hafa ekki borið þann árangur sem þeir hafa vonast eftir; þar sem flestir sjá útskýringar þeirra og afsakanir sem neyðarleg og fölsk sjónarspil. Íslenska borgarastéttin virðist vera að glata sínu hrokafulla sjálfstrausti; en reynir að klóra í bakkan með því að kenna öðrum um um afglöp sín. Hinu undirmannaða og óreynda Fjármálaeftirliti Íslands er m.a. kennt um hrunið. Þetta er mjög hræsnisfull afgreiðsla þar sem staða Fjármálaeftirlitsins hér á landi þótti ekki vera vandamál þar til borgarastéttinni vantaði blóraböggul.

-Nauðsyn skipulaggðarar baráttu.

“Einkabankarnir brugðust, eftirlitsaðilarnir brugðust, stjórnmálamennirnir brugðust, sjórnvöld brugðust, fjölmiðlarnir brugðust, og hugmyndafræði hins óhefta frjálsa markaðar brást.” Þannig dregur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, saman þá lærdóma sem draga má af skýrslunni. Fjármálaráðherran Steingrímur J. Sigfússon er gefinn fyrir það að kenna fyrri ríkisstjórn um erfiðleikanna sem steðja að íslenskum efnahag, og heldur því stöðugt fram að hlutverk sitjandi ríkisstjórnar sé að hreinsa til eftir ríkisstjórnina sem var áður við völd. En það er ekki nóg að kenna bara fyrri ríkisstjórn og bönkunum um stöðuna sem nú er. Menn þurfa líka að geta bætt ástandið.
Sérstaklega er þetta tal fjármálaráðherrans vandræðalegt þar sem svo augljóst er hverjum sitjandi ríksstjórn þjónar; þrátt fyrir frómar óskir stjórnarliða um að “láta þyngstu byrðarnar falla á breiðustu bökin”. Ríkisstjórnin vinnur að því að endurreisa hið sama kapítalíska kerfi sem olli kreppunni. Afleiðingarnar af stefnu hennar eru þær að vinnandi stéttir og ungt fólk á Íslandi mun bera þungann af kreppu kapítalismanns, meðan fjármálafáveldið fær milljarða skuldir sínar afskrifaðar á kostnað vinnandi fólks og miðstétta. Enginn hinna opinberu stjórnmálaflokka stendur fyrir hagsmuni verkafólks. Þess vegna þurfum við að skipuleggja baráttu okkar til að verja lífskjör og almannaþjónustu sjálf, með það að markmiði að skapa nýja stjórnmálahreyfingu sem er fær um að berjast fyrir hagsmunum vinnandi fólks og ungs fólks. Við þurfum að koma í veg fyrir að við þurfum að borga skuldir fjármálafurstanna erlendis. Binda þarf enda á niðurskurðinn í heilbrigðisþjónustu, menntakerfinu og almannatryggingum. Atvinnuleysi ungs fólks er orðið vandamál á Íslandi í fyrsta skipti í áratugi.Til að koma í veg fyrir að stór hluti ungs fólks af vinnandi stéttum sé ýtt út á jaðar samfélagsins; sem og koma í veg fyrir það samfélagsmein sem atvinnuleysi er; þurfum við að stytta vinnuvikunna niður í 20- 30 stundir og skipuleggja atvinnulífið þannig að sem flestir hafi vinnu, án þess að kaup skerðist.
Til að draga út áhrifum verðbólgu á kjör fólks þarf að tryggja að laun og aðrar tekjur hækki sjálfkrafa með verðbólgunni. Til að draga úr hækkunum á húsaleigu er nauðsynlegt að annaðhvort þjóðnýta húseignir í eigu verktaka- og byggingarfyrirtækja, og gera þær upp undir stjórn og eftirliti launafólks, eða standa fyrir byggingu félagslegs húsnæðis til að gefa tekjulágum færi á ódýru en góðu húsnæði. Allar skuldir á heimilum fólks af vinnandi stéttum, námsmanna og fólks sem þiggur bætur úr almannatryggingum ættu að vera afskrifaðar. Hlutfallsleg niðurfelling skulda ætti líka að standa milli- og hátekjuheimilum í vanda til boða.
Bankarnir ættu að vera endurþjóðnýttir undir lýðræðislegri stjórn og eftirliti launafólks; og allt þeirra bókhald ætti að vera opnað sem fyrst svo við getum séð hvert milljarðarnir fóru. Fiskiðnaðurinn, álverinn og olíufélögin ættu að vera þjóðnýtt undir lýðræðislegri stjórn og eftirliti launafólks. Við þurfum auðævinn sem skapast í þessum atvinnugreinum til að verja lífskjör og almannaþjónustu. Bókhald þessara fyrirtækja; sem og annara stórra og efnahagslegra mikilvægra, ætti líka að vera opnað sem fyrst svo við getum séð veltu þeirra; með það fyrir augunum að geta undirbúið okkur undir að skipuleggja efnahaginn þannig að hann mæti þörfum allra.
Þau vikulegu mótmæli sem nú eru haldin undir yfirskriftinni “Alþingi Götunnar”, eru skref í rétta átt, en vikuleg mótmæli duga skammt til að verja lífskjör og almannaþjónustu gegn árásum valdastéttarinnar og stjórnmálamanna hennar á lífskjör og almannaþjónustu. Við þurfum að skipuleggja baráttu okkar; setja okkur skýr markmið og hafa sjónarmið um það hverju við viljum ná fram með baráttu okkar.
Öfugt við það sem margir stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn halda fram; þá er enginn “Íslensk” leið til út út kreppu kapítalismanns. Fjármálafáveldið á Íslandi var virkur og kappsamur þátttakandi í alþjóðakapítalismanum; auk þess sem umfang og dýpt kreppunnar hér á landi sýnir m.a. hve viðkvæmur efnahagur þjóðarinnar er fyrir sveiflum á alþjóðamörkuðum. Efnahagur Íslands hefur alltaf verð háður umheiminum. Þegar ríkisstjórn landsins hóf að bjóða fjölþjóðafyrirtækjum að setja hér upp álver á 8. áratugnum; var það gert fyrst og fremmst til að efnahagur landsins væri ekki eins viðkvæmur fyrir sveiflum á fiskverði á alþjóðlegum mörkuðum.
Við þurfum að sjá stöðu okkar og baráttu í alþjóðlegu samhengi. Við þurfum að tengja baráttu okkar við að verja lífskjör og almannaþjónustu við sambærilega baráttu launafólks í öðrum Evrópulöndum; svo við getum betur varið okkur og sótt fram. Við þurfum að læra af þeirri baráttu sem háð er í öðrum löndum. Hin “siðvæddi” og þjóðlegi kapítalismi sem viss hluti íslenskrar borgarastéttar reynir nú að setja fram sem valkost við “siðleysi” og efnahagsstjórnleysi nýfrjálshyggjunar er afturhaldssöm gervilausn sem aðeins mun grafa frekar undan stöðu launþega og ungs fólks hér á landi. Við þurfum sósíalískar og alþjóðlegar lausnir við kreppu kapítalismann; bæði á Íslandi og annars staðar í heiminum.

Wednesday, March 10, 2010

93% segja "Nei" við því að borga fyrir "áhættufjárfestingar"

Viðtal við Skúla Jón Kristinsson CWI 'Islandi.

-Við höfum séð nýlega vaxandi götumótmæli í Reykjavík. Hvað er þetta "Alþingi Götunnar"?

Almenningur á 'Islandi er mjög reiður yfir því að þurfa að borga skuldir fjármálaelítu landsins erlendis. Það er einnig mikil andúð meðal fólks vegna Þess hvernig alþjóðastofnanir auðmagnsins þjarma að landinu. Stuðningur við Evrópusambandsaðild hefur dvínað mikið meðal 'Islendinga vegna þess hvernig staðið hefur verið að málum í "Icesave" deilunni hjá ráðandi öflum í ESB. Andrúmsloft heiftar og tortryggni hefur myndast meðal slendinga gagvart stofnunum eins og AGS og ESB.Annað mikilvægt mál fyrir stóran hluta verkafólks og miðstétta er sú gríðarlega skuldabyrði sem mörg heimili standa nú frammi fyrir. þar sem húsnæðislán mikils hluta almennings hafa rokið upp úr öllu valdi. Fólk á í miklum erfiðleikum með að borga af lánum og láta enda ná saman.

Þess vegna er margt fólk bæði örvæntingarfullt og finnst það hjálparlaust. Ríkisstjórnin hefur nánast ekkert gert til að koma til móts við þetta fólk. Hún hefur ekki tekið nein raunveruleg skref í að takast á við vandamál venjulegs fólk en á sama tíma eytt milljörð króna til að bjarga bönkunum. Svo það er mjög hávær krafa í samfélaginu um raunverulegar aðgerðir, s.s. leiðréttingu lána. 'I miðbæ Reykjavikur hafa verið mótmælafundir síðan í desember, þar sem krafist hefur verið leiðréttingu á húsnæðislánum og þvi mótmælt að almenningur þurfi að borga fyrir "áhættufjárfestingar". þessi mótmæli hafa orðið reglulegri síðan í janúar. Ný mótmælahreyfing virðist vera að verða til og stigmagnast. Hið svokallaða "Alþingi Götunnar" eru nýstofnuð regnhlífarsamtök grasrótarhópa sem sameinast hafa um að halda vikulega mótmælafundi á Austurvelli.Þær hreyfingar sem að þessu koma eru Íslandsdeild Attac, Hagsmunasamtök heimilanna, Rauður Vettvangur, Húmanistafélagið, hópur öryrka ofl. Kröfurnar sem hreyfingarnar sameinast um eru:Leiðrétting höfuðstóls lána, afnám verðtryggingar, fyrningu lána við þrot,
jöfnun ábyrgðar og að fjárglæframenn Íslands séu hvorki stikkfrí né
endureistir, AGS úr landi, manngildið ofar fjármagni, aukin völd til
almennings, bættur neytendaréttur. Fyrsta aðgerð samstarfsins var skipulaggning útifundar s.l. laugardag, til að mótmæla "Icesave" samkomulaginu sem sama dag var kosið um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meira en 600 manns mættu til að sýna andstöðu við samninginn. Mikil reiði og óánægja var meðal fólks með valdnýðsluna sem Ísland er beytt í málinu.

-Um hvað snérist "Icesave" þjóðaratkvæðagreiðslan- Laugardaginn 6. mars 2010?

Við vorum að kjósa um lög sem samþykkt voru á Alþingi sem fela það í sér að skattgreiðendur ábyrgist endurgreiðslu hinna gríðarlegu skulda, sem Íslenskir bankamenn komu sér í, til Bresku og Hollensku ríkisstjórnanna. Icesave var heitið á netbönkum sem Landsbankinn stofnaði til í Bretlandi.Þegar Íslenska bankakerfið hrundi í oktober 2008, setti ríkisstjórnin neyðarlög til að bjarga innistæðum í Íslenskum bönkum.Starfsemi bankana erlendis var hér ekki innifalinn. Bresku og Hollensku ríkisstjórnirnar gripu svo inn í og greiddu 3,8 milljarða evra handa innistæðueigendum í Íslenskum bönkum starfandi í þeim löndum. Síðan gerðu þessar ríkisstjórn kröfu um að Íslenska ríkið greiddi þeim upphæðina.þingmeirihluti Samfylkingar og Vinsti-Grænna samþykkti það og lögfesti "Icesave" samningin. stjórnarandstaðan, hægriflokkarnir, eru ekki andsnúnir því að borga, heldur telja bara að hægt sé að ná betri samningum um afborganir.Síðan neitaði Ólafur Ragnar Grimsson forseti Íslands að staðfesta lögin. Leiddi það síðan til fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í sögu Íslenska lýðveldisins. "Icesave" málið er mjög umdeilt og óvinsælt. Þess vegna synjaði forsetin lögunum og þóttist þannig vera sannur fulltrúi lýðræðis, þrátt fyrir að hafa eingöngu verið fulltrúi bankaauðmagnsins hingað til.

-Hver voru úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar?

Níutíu og þrjú prósent sögðu "Nei" við lögunum og þátttakan var 62%, mun hærra en búist var við. þetta er mikill ósigur fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar. Fólkið sem sagði "Nei" gerði það af mismunandi ástæðum. Margir eru algerlega andsnúnir því að borga upphæðina meðan aðrir vonast eftir betri samningi við Bresk og Hollensk stjórnvöld. Forsætisráðherran og fjármálaráðherran sögðu niðurstöðuna ekki koma sér á óvart, þau vissu að málið var óvinsælt.þau sögðu einnig þjóðaratkvæðagreiðslu merkingarlausa þar sem nýjar samningaviðræður við Bresk og Hollensk stjórnvöld voru Þegar hafnar áður en þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram. Ríkisstjórnin stefnir að því að kynna nýjan samning við Bresk og Hollensk stjórnvöld fljótlega.

-5. Oktober 2008 fór Ísland frá því að vera eitt ríkasta land í heimi, yfir í að ramba á barmi gjaldþrots. Hvernig brást ríkisstjórnin við?

Hún setti þessi neyðarlög og kallaði AGS til landsins. AGS krefst þess að Ísland "virði skuldbindingar sínar erlendis", í því felst að greiða hina svokölluðu skuld við Bresk og Hollensk stjórnvöld. þetta eru skuldir sem fjármálaelíta Íslands stofnaði til og verkafólk og millistéttir landsins ættu ekki að þurfa að borga. AGS hefur krafist lækkun stýrivaxta og afnám gjaldeyrishafta, ásamt öðrum tæknilegum efnahagsaðgerðum. Seðlabanki Íslands er í vandræðum með gjaldeyrissjóði sína. Ef Ísland greiðir skuld sína við Bresk og Hollensk stjórnvöld - eins og AGS krefst- jafngildir það 48.000 evrum á hvern íbúa. Til að geta greitt upphæðina, hefur ríkisstjórnin hafið árásir á lífskjör fólks, m.a. með niðurskurði í heilbrigðis- og menntakerfinu.

-Moody's hefur hótað að færa ríkissjóð Íslands í ruslflokk. Hverjar væru afleiðingarnar?

Margir óttast það. Margir óttast að Ísland lendi í utangarðsstöðu í alþjóðasamfélaginu ef við borgum ekki alla upphæðina? Hins vegar óttast fólk einnig afleiðingar þess fyrir efnahaginn lífskjör ef við borgum skuldina. Það er of snemmt að segja til hvað mun nákvæmlega gerast. Hins vegar er Það ljóst að ef við greiðum hina svokölluðu skuld mun Það hafa mun alvarlegri afleiðingar fyrir vinnandi fólk og ungt fólk á Íslandi heldur ef við neitum að láta kúga okkur af alþjóðastofnunum auðmagnsins. Við skulum ekki hafa neinar tálsýnir í garð ríkisstjórnarinnar eða nýrra samningaviðræðna. Best væri að virkja fólk til baráttu fyrir breiðri fjöldahreyfingu gegn greiðslu þessara skulda og gegn valdi stofnanna eins og Moody's. Stéttarfélögin eru mjög passív. Hinir opinberu vinstiflokkar, Samfylkingin og Vinsti-Grænir, eru engir verkalýðsflokkar. Svo við verðum að vinna stéttarfélögin aftur sem baráttutæki fyrir hagsmunum vinnandi fólks og byggja nýjan verkalýðsflokk. það mun kosta mikla vinnu og tíma, en þetta er eini möguleikin sem við höfum.

-Ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands hafa gefið í skyn að þær muni hætta fjárhagsaðstoð sinni til Íslands ef niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar yrði "Nei". Hvaða afleiðingar hefði það?

Ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands lána Íslendingum pening gegn um AGS. því miður geta slíkar hótanir virkað til að hindra fólk í að hefja baráttu fyrir hagsmunum sínum. Hafa þarf í huga að AGS er ekki góðgerðarstofnun sem ætlar að hjálpa Íslendingum að verja lífskjör sín og heilbrigðiskefi o.s.frv. Lán frá AGS eru bara til að auka gjaldeyrissjóði Seðlabanki Íslands og koma krónunni á flot. AGS er hér stærsta vandamálið: sjóðurinn ráðskast með stefnu landsins.

-Eftir kraftmikil götumótmæli var gamla ríkisstjórnin hrakin frá völdum í januar 2009. Eftir kosningar í apríl sama ár tók við ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinsti-Grænna. Hvað breyttist?

Ekki mikið. Miklar vonir voru bundnar við nýju ríkisstjórnina hjá mörgum til að byrja með. Ríkisstjórnin nýja hefur haldið áfram árásum á lífskjör og almannaþjónustu, en sett þær fram á mildari hátt. Til dæmis í heilbrigðiskefinu, þar sem stjórnin ætlar sér "aðeins" að taka niðurskurðin í smærri skrefum en fyrri stjórn, fresta sumum skrefum aðeins en taka þau engu að síður. Ríkisstjórnarstefnan hefur lítið breyst í raun. Hin "vinsti-græni" fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hefur nú endur- einkavætt bankana, sem þýðir að hann er ábyrgur fyrir stærstu einkavæðingu Íslandssögunnar!

Þegar fólkið fór út göturnar í fyrra, krafðist það nýrra kosninga, afsagnar sitjandi ríkisstjórn auk afsagnar stjórnar Selabankans. Nú eru stórir hópar vonsviknir því lítið breyttist raunverulega eftir að þessum markmiðum var náð. Vandamálið var við þá mótmælahreyfingu var hve "spontant" hún var. Hún átti sér enginn langtímamarkmið. Stéttarfélögin voru mjög passív, reyndar komu hvergi nærri mótmælahreyfingunni. Hreyfingunni tókst að koma ríkisstjórninni frá, en engar samfélagsbreytingar fylgdu í kjölfarið. Við ættum að spyrja okkur, á Íslandi og annars staðar, hvaða samfélagsbreytingar viljum við sjá? Umræðan ætti ekki að snúast um hvort við styðjum ríkisstjórnina eða ekki, því ríkisstjórnin styður augljóslega ekki vinnandi fólk og ungt fólk á Íslandi.

-Hvaða breytingar viljum við sjá?

Mér finnst að laun og bætur úr almannatrygginum ættu að hækka sjálfkrafa með verðbólgunni. Niðurfelling húsnæðis- og annara skulda hjá vinnandi fólki og öðrum almenningi er nauðsynleg. Ísland ætti að hætta að borga skuldir sem stofnað var til af fjármálaelítu landsins og verja heilbrigðis- og menntakefi sitt. Bókhald fjármálastofnanna ætti að vera opnað almenningi strax. Við þurfum að sjá hvert milljarðarnir fóru. Þjóðnýting fiskiðnaðarins og álveranna er nauðsynleg, undir eftirliti og stjórn verkafólksins, til að nota megi auðsköpun samfélagsins til hagsbóta fyrir verkafólk og ungt fólk. Bankarnir ættu að vera endur- Þjóðnýttir undir undir eftirliti og stjórn verkafólks og annara launþega.

-Hvernig er hægt að hrinda þessum stefnumálum í framkvæmd?

Valkosturinn sem við höfum er að beita stjórnvöld og atvinnurekendur þrýstingi með götumótmælum, verkföllum og andhófstækjum. Við þurfum að koma í veg fyrir niðurskurðin og koma AGS úr landi.

Það mikilvægasta í málinu, varðandi "Icesave" deiluna a.m.k., að ef Ísland neitar að greiða skuldir bankanna, gæti það virkað sem fyrirmynd fyrir andhóf hjá öðrum Þjóðum, meðal , "Þróunarlandanna", annara Evrópulanda eins og Grikklands, sem eiga við sambærileg vandamál að etja auk þess að vera beitt þvingunum. Við þurfum að sjá hlutina í alþjóðlegu samhengi og tengja okkar baráttu okkar við baráttu sem á sér stað í öðrum löndum.

Verkafólk og ungt fólk ætti ekki að þurfa að borga fyrir kreppu hins kapítalíska kerfis. Ef við berjumst í sameiningu, í Evrópu og á alþjóðlegum grundvelli, getum við varið lífskjör okkar gegn árásum kapítalistanna.

Friday, January 15, 2010

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave samningin. “Getum ekki borgað, munum ekki borga”, þarf að vera svarið.

Kristofer Lundberg (CWI Svíþjóð) talaði við Skúla Jón Kristinsson úr Sósíalískt Réttlæti (CWI Iceland) um hin sósíalíska valkost.

Mikil óánægja hefur ríkt á Íslandi við upphaf nýs árs. Viðleytni þingsins til að ábyrgjast gífurlegar skuldir, sem greiða á ríkisstjórnum Bretlands og Hollands, hefur valdið nýrri öldu götumótmæla og pólitískri kreppu í landinu. Upphæðin nemur 14.000 evrum á hvern íbúa. “Látum bankamennina greiða, við kærum okkur ekki um það”, er viðkvæðið utan þingsins. Stór undirskrifarlisti með áskorun til forsetans um að samþykkja ekki lögin, leiddi m.a. til þess að hann ákvað að synja þeim staðfestingar. Hefur nú verið lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, sem áætlað er að fari fram 20. febrúar. Verði málið fellt í atkvæðagreiðsluni, gæti það leitt til falls ríkisstjórnarinnar, sem ekki er nema árs gömul.Herferð hræðsluáróðurs og fjárkúgunar er þegar hafin hjá hinum kapítalísku veldum og fjölmiðlum. Þau vilja þvinga Íslendinga til að “hlýða reglunum”; neitun okkar myndi skapa slæmt fordæmi fyrir önnur ríki og lántakendur. Ríkisstjórnin reynir nú að fresta atkvæðagreiðsluni og hugsanlega aflýsa henni, með einhvers konar viðræðum sem leiða myndu til nýs Icesafe samkomulags. Kannanir sýna ríka andúð á að almenningur borgi fyrir “áhættufjárfestingarnar”.


Fjárhagslegt spilavíti.
Í meira en tíu ár var Ísland nýfrjálshyggjutilraun, fjárhagslegt spilavíti. Á því tímabili var það álitið skínandi fordæmi, sem ekki var gagnrýnt af stjórnmálamönnum neins staðar í Evrópu. Hin hnattræna fjármálakreppa, leiddi hins vegar til hruns á bankakerfi landsins og gjaldmiðli. Kreppan snéri efnahagslegri velgengni upp í algert hrun. Þann 5. október 2008, fór Ísland úr því að vera 6. ríkasta landi í heimi, miðað við höfðatölu, yfir í að jaðra við þjóðargjaldþroti. Bankarnir hrundu eins og spilaborgir og voru þjóðvæddir. Hlutabréf í bönkunum urðu verðlaus. Tíu prósent landsmanna, um 30.000 manns, áttu hlutabréf. Lífeyrissjóðir hafa verið hér háðir hlutabréfamörkuðumHinar alþjóðlegu afleiðingar birtust skýrast í Bretlandi, þar sem til dæmis 100 sveitastjórnir hafa fjárfest í íslenskum fyrirtækjum, utan þúsunda af sparifjárreikningum einstaklinga. Gordon Brown saka Íslendinga um “ólöglegt” athæfi, með því að bæta þeim ekki upp tjónið sem hlut eiga að máli, og beitti eins og frægt er hryðjuverkalögum til að frysta eigur Landsbankans.Á Íslandi hefur átt sér stað hruna gjaldþrota hjá fyrirtækjum, og um 40 prósent heimila geta ekki staðið í skilum skulda sinna. Lífeyrisþegar töpuðu margir öllum sínum lífeyri. Eins og við munum var þetta kveikjan að uppreisn þeirri, sem leiddi til falls hægri stjórnarinnar í upphafi árs 2009.Icesave

Þegar netbanki Landsbankans, Icesave, hrundi töpuðu þúsundir viðskiptavina í Bretlandi og Hollandi öllum sínum peningum. Ríkisstjórnir þessara landa bættu þeim einstaklingum upp tap sitt samkvæmt ríkisábyrgðarlögum. Síðan hafa ríkisstjórnir Hollands og Bretlands krafist þess að Íslendingar greiði þeim 3,8 milljarða evra.Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar snýst um að orðið sé við þessum kröfum. Sú staðreynd að íslenska þingið, sé tilbúið að greiða þessa gríðarlegu upphæð til bresku og hollensku ríkjanna, mitt í þessari sögulegu kreppu sem hrjáir verkafólk landsins, ellilífeyrisþega, ungt fólk og fyrrum millistéttir, hefur skiljanlega leitt til nýrrar öldu fjöldamótmæla.Málið var fyrst tekið fyrir á Alþingi í ágúst, en síðan voru settir fyrirvarar við málið svo sem eins og hagvaxtarspár og tímarammi. Hlutu þeir ekki náð í London eða Hag, og var nýr samningur gerður í október. Vegna ótta við almenna vandlætingu (auk málþófs stjórnarandstöðunnar), var málið ekki tekið til atkvæðagreiðslu fyrr en í janúar. Var það samþykkt með naumum meirihluta, eða 33 atkvæðum gegn 30.Til marks um víðtæka andstöðu, skrifuðu 60.000 manns, eða fjórðungur íbúanna undir undirskriftalista gegn frumvarpinu. Skoðanakannanir sýndu 70 prósent andstöðu við málið. Milli steins og sleggju, vegna hinnar víðtæku andstöðu, fannst Ólafi Ragnari Grímssyni hann knúinn til að synja lögunum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetin var ekki mótfallin því að upphæðin skyldi greidd, heldur óttaðist hann ólguna meðal almennings.Þjóðaratkvæðagreiðlan.

Synjun forsetans þvingar þingið til að fallast á þjóðaratkvæðagreiðslu. Það felur í sér vissa stjórnmálavæðingu samfélagsins og pólaríseringu, en gefur ríkisstjórninni og valdastéttini færi á að leggja í hræðsluáróðursherferð.Hið alþjóðlega auðvald og fjölmiðlar þess óttast að málið verði fellt og berjast hart fyrir samþykki þess hjá þjóðinni, á svipaðan hátt og þeir gerðu þegar Írar greiddu atkvæði um Lisabon sáttmálan. Ráðherra banka- og fjármála í Bretlandi, Myners lávarður, varaði við því að Íslandi yrði úthýst úr hinu alþjóðlega fjármálakerfi ef það borgaði ekki. Aðrir vara við slíkri utangarðsstöðu sem afleiðingu, og segja það myndi standa því fyrir þrifum að Ísland gæti orðið aðili að Evrópusambandinu.“Ef fólkið segir nei, ef Ísland borgar ekki skuldir sínar við breska og hollenska skattgreiðendur mun það verða til þess að skrúfað verði fyrir lánagreiðslur frá AGS, og enginn lán verði í boði frá Svíþjóð”, segir sænska dagblaðið Expressen, þann 10. janúar. Ríkisstjórn Finnlands er einnig meðal þeirra sem hótar að halda að sér höndunum varðandi lán til Íslands. Sænskir fjölmiðlar tala um “áhættuna sem fylgi neitun, nýja stjórnmálakreppu og frekari tafir á björgunaráætlunum sem Ísland þurfi á að halda.” og, “án þess að koma aftur á eðlilegum alþjóðasamskiptum, mun Ísland ekki fá þá dali og evrur sem nauðsynleg eru til að flytja inn vörur og þjónustu.”Hverjir eru valkostirnir?

Hverjir eru valkostir verkalýðs og ungs fólks á Íslandi?
“Í fyrsta lagi, þurfum við að segja nei við lögum, sem ef framfylgt munu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir venjulegt fólk, kynslóðir fram í tíman. 3,8 milljarðar evra- sem jafngildir þriðjungi þjóðarframleiðslu, borgaðar upp fram til ársins 2024 myndu grafa harkalega undan efnahagnum. Fyrir breska ríkið eru þetta vasapeningar, en ekki fyrir Ísland”, segir Skúli Jón Kristinsson meðlimur í Sósíalísku Réttlæti (CWI á Íslandi). Heildarupphæðin jafngildir einu prósenti af lánum bresku ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2010 og 2011, samkvæmt Financial Times.Spurningin er hversu sterk andstaðan sé? Mun hræðsluáróðurinn ná eyrum fólks? Hvað mun gerast ef málið er fellt? Fólkið finnur enn til þess styrks sem það sýndi vikurnar sem leiddu til falls síðustu ríkisstjórnar. Götumótmæli hafa hafist að nýju. Flestum finnst réttilega að skattgreiðendur ættu ekki að greiða reikninga banka og braskara.Veikleikinn liggur hjá pólitískri forystu mótmælanna, sem er óviss í hverju hún vill ná fram. Hægriflokkarnir, sem nú eru í stjórnarandstöðu og mótmæla Icesavelögunum, á meðan stjórn Samfylkingar og Vinstri- Grænna ætla sér að keyra málið í gegn! Þetta sýnir að enginn af þeim stjórnmálaflokkum sem eiga fulltrúa á þingi, eru færir um að verja lífskjör og draga þá sem bera ábyrgð á kreppunni til ábyrgðar. Mótmælahreyfingin þarf að hugsa lengra og ræða valkosti verkafólks. Útgangspunkturinn er að sjálfsögðu Icesave samningurinn og þjóðaratkvæðagreiðslan. Reiði verkafólks, ungs fólks og lífeyrisþega þarf að beina í farveg fyrir fjöldafundi um valkostina, undir slagorðinu; “Getum ekki borgað, munum ekki borga!”

Sósíalískt Réttlæti (CWI á Íslandi) stendur fyrir:
-segjum “nei” við Icesave lögunum.
-Engar afborganir af skuldum. Bætur aðeins greiddar (af hluteigandi ríkisstjórnum) handa smáum fjármagnseigendum.
-Bankamenn og braskarar skulu borga fyrir kreppuna
-Niðurfelling á öllum persónulegum skuldum fólks úr vinnandi stéttum
-Víðtæka herferð gegn afborgunum á húsnæðisskuldum
-Ísland neiti að hlýða skipunum frá ESB, AGS og öðrum stofnunum heimskapítalismans.
-Allar bókhaldsbækur opnaðar svo hægt sé að skoða hvert milljarðar bankana hafa farið.
-Þjóðnýting undir lýðræðislegri stjórn og rekstrarumsjón launafólks á bönkum, stórum fyrirtækum og digrum stjóðum.
-Fjöldahreyfingu með kjörnum fulltrúum, sem setur fram sínar eigin stjórnmálakröfur og stefnuskrá. Fjöldaherferðir af fundum á vinnustöðum, skólum og stofnunum.
-Stjórnmálaflokkarnir eru ekki traustsins verðir. Byggjum í staðinn raunverulegan verkalýðsflokk.
-Fyrir lýðræðislegu sósíalísku Íslandi, fyrir sameinaðri sósíalískri Evrópu.

Kristofer Lundberg

Wednesday, December 9, 2009

Loftslagsráðstefna Fólksins

Mánudaginn 7. desember hófst “Loftslagsráðstefna Fólksins” í Kaupmannahöfn. Meðlimir Sósíalíska Réttlætisflokksins (Svíþjóðardeild CWI) komu til kaupmannahafnar s.l. föstudag með dreyfibréf á dönsku, sænsku og ensku þar sem sett er fram sósíalísk stefnuskrá til lausnar á loftslagsvandanum. Loftslagsráðstefna Fólksins er skipulöggð af 95 samtökum á alþjóðavettfangi, sem andsvar við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðana, sem aðeins endurómar falskar loftslagslausnir stórfyrirtækja. Á fimmtudaginn, mun CWI halda opinn fund undir yfirskriftinni, ,,Björgum jörðinni- berjumst gegn kapítalisma” kl. 4. í InfoPoint Rad.huset, Onkel Dannys Plads. Fundurinn mun ræða þær sósíalísku lausnir sem þörf er á; miklar opinberar fjárfestingar í endurnýtanlegri orku, samræmdar almenningssamgöngur í almannaeigu, húsnæði og landbúnaður; nauðsyn umbreytingar á iðnaði undir stjórn verkafólks, þjóðnýting stærri fyrirtækja og þörfina á efnahagslegri áætlanagerð. Þessa vikuna munu meðlimir CWI frá Svíþjóð einnig skipuleggja umræður um loftslagsbreytingarnar í kaupmannahöfn. 5. og 6. desember fór einnig fram alþjóðleg ráðstefna ungs fólks, COY, þar sem hundruðir manns tóku þátt. Kröfur okkar um réttlátar loftslagslausnir- að stórfyrirtæki, en ekki hin alþjóðlega verkalýðsstétt og hinir fátæku, skuli bera kostnaðinn af loftslagskreppunni- fengu almennan hljómgrunn, sérstaklega krafan um opinbera yfirtöku á fjölþjóðafyrirtækjum. Fyrstu þrjá daganna seldum við 77 eintök af sænska vikublaðinu okkar og 101 eintak af enskri þýðingu á skjalinu okkar um loftslagsbreytingarnar. Við erum einnig í sambandi við nýtt fólk sem hefur áhuga á frekari umræðu um alþjóðasambandið okkar (CWI).
-Lina Westerlund og Mattias Bernhardsson (Rattvisepartiet Socialisterna-CWI í Svíþjóð)

Komandi atburðir ráðstefnunar:
fimmtudagur 10. des.
Alþjóðleg samvinna um endurnýjanlega orku- Evrópa og suðrið. 10.00-12.00 í bláa salnum.
Fordæmi fyrir hraðri umbreytingu til viðvaranlegra orkugjafa. 10.00-12.00 í blá salnum.
föstudagur 11. des.
Kjötneysla og loftslagsbreytingar. 10.00-12.00 í brúna salnum.
Kröfur um réttindi loftslagsflótamanna. 10.00-12.00 í græna salnum.
stofnfundur Alþjóðlegrar Baráttuherferðar fyrir Réttindum Loftslagsflóttamanna. 13.00-15.00 í gula herberginu.
laugardagur 12. des.
Hnattrænn dagur aðgerða- stór mótmæli frá Christiansborg Slots- torgi, hefjast 13.00, og fara til Bella Center þar sem Sameinuðu þjóðirnar halda sína ráðstefnu.

Sunday, November 15, 2009

Skjól

Í gærkvöldi fóru fram vel heppnaðir og skemmtilegir styrktar- og baráttutónleikar fyrir flóttamenn á Íslandi. Fór viðburðurinn fram á Grand Rokk undir yfirskriftinni "Skjól", en það er einnig heitið á lögfræðisjóð sem verið er að koma upp hér til aðstoðar þeim flóttamönnum sem hingað leita. Dagskráin hófst á ljóðaupplestraröð frá félaginu Nýhil. Meðal skálda sem lásu þarna upp voru Arngrímur Vídalín Stefánsson, Hildur Lilliendal, Jón Bjarki Magnússon, Ingólfur Gíslason, Kári Páll Óskarsson, Jón Örn Loðmfjörð og Haukur Hilmarsson (þar sem ég skrifa þetta eftir minni, tiltölulega lítið sofinn, er hætta á að ég sé að gleyma einhverjum, ef svo er biðst ég fyrirfram afsökunar fyrir hönd sósíalistahreyfingarinnar). Elyas Sultani frá Afganistan lauk svo þessum fyrsta dagskrárlið viðburðarins með því að lesa frumsamið ljóð á móðurmáli sínu. Þau Haukur Hilmarsson og Kitty Anderson, aktívistar í flóttamannahreyfinguni, stigu stöku sinnum á svið milli atriða og héldu barátturæður. Meðal tónlistarmanna sem fram komu um kvöldið voru þeir bræður Blaz Roca og Sesar A, Thugs on Parole, DJ Kocoon, Pedro Pílatus, Retro Stefsson, Skelkur í Bringu og Bárujárn. Eins og áður sagði heppnuðust þessir tónleikar með miklum ágætum. Um er að ræða gott framtak í þágu málefnis sem nauðsynlegt er fyrir okkur að taka föstum tökum. Flóttamannahreyfingin er ung hreyfing hér á Íslandi en þróun hennar hefur verið hröð á hennar stutta líftíma. Hana þurfum við að efla og er sú vísa ekki of oft kveðin að fleira fólk þarf að ná inn í baráttuna fyrir mannréttindum flóttafólks. Við í Sósíalísku Réttlæti teljum a.m.k. að sem flesta krafta þurfi að virkja í þessari baráttu. Það er sorgleg staðreynd að litlar sem engar áþreyfanlegar stefnubreytingar hafa orðið hjá ríkisstjórninni sem nú situr, frá þeirri stefnu sem hér hefur alltaf verið rekin í málefnum flóttafólks. Mannréttinda- og mannúðarsjónarmið ráða hér ekki för heldur er allt kapp lagt á að senda fólk sem hingað leitar úr landi sem fyrst, þess vegna út í opinn dauðan. Á meðan svo er skiptir litlu hvort ríkisstjórn kennir sig við "vinstri" eða "félagshyggju", eða eitthvað annað. Eins og við vitum þó vinnast engir sigrar án markvissrar baráttu. Í samfélagi þar sem réttur auðmagnsins til ávöxtunar hefur forgang umfram allt annað, kosta einfölldustu og sjálfsögðustu mannréttindi þrotlausa baráttu.
- S.J.K.

Wednesday, November 4, 2009

Flokksþing RS í Stokkhólmi.

Síðastliðinna helgi sótti greinarhöfundur flokksþing Rattvisepartiet-Socialisterna (nafnið mætti þýða sem Sósíalíski Réttlætisflokkurinn) í Stokkhólmi. Var það bæði hressandi og fróðlegt. Það er mjög lærdómsríkt að fá innsýn í hvernig skipulaggður, alvöru sósíalistaflokkur starfar, sérstaklega fyrir ungan mann sem hefur enga reynslu af starfi Marxískrar hreyfingar nema í mýflugumynd. Þingið stóð yfir í þrjá daga, frá föstudegi til sunnudags. Var fundað frá kl. 9 á morgnanna og fram á kvöld, nema á sunnudaginn þegar þinginu var slitið um hádegisbilið á viðeigandi hátt, þ.e. sungu Internationalinn. Í fyrstu málstofunni var rætt um hina alþjóðlegu fjármálakreppu, mismunandi birtingarmyndir hennar í ólíkum löndum, allt frá Svíþjóð og Bretlandi til Suður Afríku og Nígeríu. Hélt greinarhöfundur stutt innslag um kreppuna og pólitíska landslagið á Íslandi í þeirri málstofu. Mikil umræða fór fram um hvernig verkafólk af erlendum uppruna fer sérstaklega illa út úr kreppunni í V- Evrópu. Það hefur unnið lægst launuðu störfin, er jafnvel fyrst til að missa vinnuna og er yfirleitt mismunað eða hundsað af stéttarfélögum. Síðar fór fram lífleg umræða um málefni samkynhneygðra. RS í Svíþjóð hefur látið sig þau mál mikið varða og innan flokksins starfar hópur samkynhneygðra sósíalista. Fyrir þinginu lá ályktun um stefnu og sjónarmið í þessum málaflokki. Meðal þess sem löggð var áhersla á í þeim umræðum var nauðsyn baráttu gegn hatursglæpum og hvernig jafnréttissinnuð lagasetning ein og sér sé ekki nægileg. Staðan er sú á vesturlöndum í dag að eini hópurinn sem getur "komið út úr skápnum" er fólk úr efri millistéttum, fjölmiðlafólk, tónlistarmenn (þ.e. frægir og vel stæðir) o.s.frv. Mun erfiðara er fyrir fólk úr launþegastéttum að opinbera kynhneygð sína, það verður frekar fyrir fordómum og aðkasti, jafnvel frá fulltrúum stéttarfélaga. Veldur þetta oft einangrun þessara einstaklinga, þau upplifa sig jafnvel ein og yfirgefin. Um er að ræða grafalvarlega brotalöm samfélagsins, sem sýnir sig m.a. í því hversu há sjálfsvígstíðni er meðal ungra samkynhneygðra. Skoðanaskiptin um þessa tillögu voru lífleg. Nokkrir félagar voru ósammála, töldu tillöguna einkennast af "hugsjónamennsku" (ídealisma) og hana skorta stéttabaráttusjónarmið. Fannst þeim sem hér ritar sjónarmið þessara félaga oft einkennast af hálfgerðum dólga- marxisma. Hvað sem því lýður var ánægjulegt að sjá að pláss er fyrir skoðanaágreining innan flokksins. Síðasta málstofa föstudagsins var um umhverfis- og loftslagsmál. Þar voru Þrír framsögumenn. Var fyrst um að ræða kynningu á loftslagsmálaráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember, og þeim helstu grasrótaraðgerðum sem þar verða skipulaggðar. RS kemur til með að senda fólk á þá ráðstefnu. Félagi Arne Johansson flutti innlegg um þá vá sem vofir yfir lífríki okkar verði ekkert að gert, innihélt það erindi stóran skammt af ógnvænlegum upplýsingum og tölfræði. Claire Doyle frá Sósíalistaflokki Englands og Wales (Bretlandsdeild CWI) flutti flotta ræðu þess efnis að lífríki okkar þoldi ekki til lengri tíma sóun og rányrkju kapítalismans á auðlinum jarðar, eða þá mengun sem henni fylgja. Lýðræðislegur sósíalismi þyrfti að leysa kapítalismann af hólmi. Sá skrifræðislegi áætlunarbúskapur sem stundaður var í Austur Evrópu, Kína o.s.frv. hefði ekki síður reynst lífríkinu skaðlegur og kapítalisminn. Eru ástæður þess að finna í þeim skorti á lýðræði sem þar ríkti auk þess sem efnahag þeirra landa var stjórnað af skrifræðisklíku sem þurfti ekki að bera neina ábyrgð gagnvart almenningi. Laugardagurinn hófst á málstofu um efnahagsmál og málefni launafólks í Svíþjóð. Um þessar mundir vex atvinnuleysir hratt þar í landi. Í Svíþjóð er auðvelldara að reka fólk en í flestum löndum V- Evrópu. Talað er jafnvel um að atvinnuöryggi sé minna aðeins í Bretlandi og Danmörku sé horft til V- Evrópu. Bitnar það sérstaklega á ungu launafólki, sem nýtur takmarkaðri réttinda á vinnumarkaði. Atvinnuleysisbætur höfðu sömuleiðis verið lækkaðar áður en kreppan skall á auk þess sem reglur um úthlutun atvinnuleysisbóta hafa verið þrengdar.Svíþjóð hefur undanfarið verið að þróast meira í áttina að láglaunamarkaði. Þróun kreppan hefur hraðað talsvert. Fólk sem missir ágætlega borguð störf t.d. í bílaiðnaði stendur oft eingöngu til boða illa borguð störf hjá skyndibitakeðjum. Verkamönnum af erlendum uppruna er bæði mismunað á vinnumarkaðnum og í velferðarkerfinu. Þeir fá almennt takmarkaðri og lakari aðstoð en aðrir sem þurfa að leyta á náðir velferðarkerfisins sökum atvinnumissis eða veikinda. Einnig hefur verið þrengt meira að hælisleytendum í Svíþjóð eftir að kreppan skall á. Ekki veit ég hvort þetta er það norræna velferðarsamfélag sem Steingrímur J. Sigfússon og forysta VG, telur sig ætla að koma hér á undir stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Allavega sýnir stefna þeirra í ríkisstjórninni að svo sé. Að þeirri málstofu lokinni voru málefni flokksins rædd, bæði innra skipulag og starfsemi þeirra útávið. Var þar farið yfir starf flokksins í kjarabaráttu, baráttu gegn rasisma, fyrir réttindum flóttamanna og réttindum samkynhneygðra svo eitthvað sé nefnt. Sat ég málstofu um hvernig sé best að ná til ungs fólks. Var þar löggð áhersla á reglulega virkni, vera sýnileg og mikilvægi þess að leggja áherslu á sjálfstæði og virkni félaga. Sósíalískur flokkur þarf á öflugri og virkri grasrót að halda þar sem hin almenni meðlimur tekur frumkvæði. Meðal baráttumála sem aðvellt hefur verið að ná til ungs fólks í gegn um er barátta gegn rasisma, fyrir réttindum flóttamanna, femínismi/kynjapólitík og réttindi samkynhneygðra. Einnig er mikilvægt að vera virk og sýnileg í skólum og á vinnustöðum. Útbreiða þarf skilning meðal fólks að í gegn um baráttuna geta allir haft áhrif. Samræmi þarf líka að vera milli þess sem við segjum og þess sem við gerum. Eftir kvöldmatarhlé fór fram umræða um reynsluna af framboði til Evrópuþingsins, sem RS stóð fyrir ásamt Sósíalistaflokknum (deild 4. alþjóðasambandsins í Svíþjóð) og nokkrum forystumönnum úr stéttarfélagi námuverkamanna. Voru um málið skiptar skoðanir. Sumir vildu meina að þetta framtak hefði haft lítið að segja, meðan aðrir vildu meina að með þessu framboði hefði flokkurinn náð til fólks með sína pólitík á breiðari grundvelli. Lauk svo þinginu á laugardeginum með yfirferð yfir fjármál flokksins. Á sunnudeginum fór fram umræða um alþjóðamál og þá sérstaklega starfsemi CWI í hinum ýmsu löndum. Var þar fjallað um baráttu stúdenta í Austurríki, Frakklandi og Belgíu fyrir breytingum á skólakerfinu, verkfallsbaráttu í ýmsum löndum og baráttuna í löndum rómönsku ameríku, svo eitthvað sé nefnt. Eins og áður sagði var þetta þing mikil vítamínsprauta fyrir þann sem hér ritar. Verkefni okkar hér á Íslandi er núna að byggja upp virka og baráttuglaða sósíalistahreyfingu sem hefur skýra sýn og er í alþjóðlegum tengslum.

Monday, November 2, 2009

sosialisk syn a kreppu kapitalismans a islandi fra agust 2009

Eins og allir vita rikir mikil reidi og oanaegja medal flestra islendinga vegna krofu breskra og hollenskra yfirvalda, um ad islenskir skattgreidendur thurfi ad borga milljarda fyrir fjarmalasukk islenskra banka og audmanna i evropu. Icesafe malid svokallada er med theim umdeildari a Islandi i dag. Samsteypustjorn Samfylkingar og Vinstri graenna hefur latid naer algerlega undan krofum theirra og samthykkt rikisabyrgd a skuldum bankanna i Evropu. Vid eigum ad borga skuldir oreidumanna moglunarlaust. Erfidlega hefur samt gengid ad mobilisera andstodu vid malid. Thann 13. agust motmaeltu 3000 reidir Islendingar fyrir utan Althingi gegn akvordun stjornarinnar um ad samthykkja rikisabyrgd a skuldunum. Skuldum sem islenskt verkafolk og millistettarfolk stofnudu ekki til heldur famennur hopur fjarfesta. Motmaelum sem thessum hefur tho thvi midur ekki verid haldid afram ad radi, thratt fyrir ad um 70% islendinga seu a moti rikisabyrgd. Gylfi Magnusson let thad ut ur ser ad eins vitlaut framtak og Icesafe reikningarnir voru, hafi their verid framtak islendinga og thvi thurfi islendingar ad borga brusan. Thetta er rangt hja honum. Islenskt verkafolk stofnadi ekki til thessara skulda heldur litill hopur kapitalista. Eftir hrun bankanna thriggja i oktober 2008, lenntu skuldir a islenska rikid upp a 600 milljarda isl. krona, a innan vid viku. Rikisstjorn Samfylkingar og Vinstri Graenna var fljot, eftir ad hun tok vid voldum, ad lata AGS og Evropusambandid sannfaera sig um ad thad vaeri i verkahring islenskra skattgreidenda a borga thessar skuldir. Skuldir upp a utb. 60 milljarda. Stor lan voru tekinn til ad borga brusan og sett i gang svokollud adgerda/vidreisnaraaetlun, sem m.a. felur i ser mikinn nidurskurd i velfedarkerfinu og tap a storfum. Krafa fulltrua AGS og ESB er thjodnyting thessara skulda, med tilheyrandi skattahaekkunum og nidurskurdi. Morg heimili hafa thurft ad bregdast vid stodunni med thvi ad ganga a sparife sitt og lifeyri. Um mitt sumar hafdi Johanna Sigurdardottir forsaetisradherra tilkynnt nidurskurd upp a 30% af opinberum utgjoldum. Radherralidi Samfylkingarinnar vard ad sinni heitustu osk, thegar samthykkt var i stjorninni ad saekja um adild ad ESB. Hefur thad ordid til ad auka enn frekar a thristinginn a ad thessar skuldir seu borgadar. Hollensk stjornvold hafa hotad ad hindra umsoknarferlid a vettfangi ESB verdi ekki gengid ad krofum theirra. AGS hefur somuleidis haldid lanautborgun sinni til islands i gislingu verdi ekki gengid ad krofunum. Thessi svokallada vinstristjorn var fljot ad afhjupa getuleysi sitt og politiskan gunguskap, og eins thversagnakennt og thad hljomar, hefur taekifaerissinnadri stjornarandsstodu Sjalfstaedismanna tekist ad nyta ser oanaegju almennings med undirlaegjuhatt stjornarinnar. Stjornin hefur lika latid thad vera sitt forgangsverkefni ad afletta hoftum a fjarmagnsflutningum. Hoftum sem sedlabankinn throadi i kjolfar neydarlaganna. Fyrst var hoftum a verslun med islenskar eignir aflett. Sidan voru fjarmagnsflutningar fra landinu leyfdir. Verid er ad skapa umhverfi fyrir brunautsolur. I juli var samthykkt ad veita 270 milljordum krona til ad "endurreysa" bankanna. Thegar frettastofa Ruv birti frettir um vafasamar lanveitingar i Kaupthingi fyrir hrun var talad um "upplysingaleka", og frekari umfjollun um malid bonnud. Morg thessara fyrirtaekja og audmanna sem fengu thessi lan eru enn vidskiptavinir bankans, hefur thetta aukid medal annars reidi folks i gard thessara fjarfesta og bankamanna. Thaer and-kapitalisku tilhneygingar og vidhorf sem einkenndu busahaldauppreisnina eru sannarlega enn til stadar. Thaer beinast i dag gegn stofnunum altjodakapitalismans eins og AGS og ESB. Thessi reidi beinist lika gegn adgerdum rikisstjorna eins og theirri bresku i kjolfar beitingu theirra a hrydjuverkalogunum gagnvart Islandi. Su hreyfing hefur verid svikin allharkalega af baedi Vinstri graenum og Borgarahreyfingunni, sem hefur afhjupad getuleysi sitt og hringlandahatt i stjornarandstodu. Thad er grafalvarlegt mal, thvi su haetta skapast ad oanaegjan leiti i farveg thjodernishyggju og afturhalds ef vinstrihreyfingin bregst. Financial Times hefur meira ad segja borid tha horku sem stofnanir althjodakapitalismans hafa synt gagnvart islandi, saman vid adgerdirnar gagnvart Thyskalandi a 3. aratugnum. Thvi er naudsynlegt ad halda byggja sosialiska hreyfingu og setja fram sosialiska stefnuskra. Borgaralegar tulkanir a kreppuni a Islandi eru tvenns konar. Thegar hin svokolludu "Tigra hagkerfi" hrundu i Sudaustur Asiu, var malid einfalldad sem spurning um spillta stjornmalamenn og misheppnada peningamalastefnu. Eins skrifast kreppan a Islandi a spillta og graduga bankamenn. Stadreyndin er samt su ad fra thvi a 9. aratugnum hafa rikisstjornir og fjarmalafyrirtaeki farid i einu og ollu eftir kreddum nyfrjalshyggjunar. Island er enginn undantekning. Innherjavidskipti, spilling og graedgi eru bara hluti af gagnverki kapitalismans og stefnu nyfrjalshyggjunar. Vid sosialistar fordaemum allar tilraunir til ad lata vinnandi folk og adra hopa almennings borga fyrir kreppu kapitalismans. Kapitalistar og smair fjarfestar hafa thegar fengid sitt tap borgad fra rikisstjornum Bretlands og Hollands. Thessar rikisstjornir sem islendingum er aetlad ad borga bera lika abyrgd a nyfrjalshyggjustefnunni sem leiddi til kreppunnar. Mikill meirihluti Islendinga vill ad Icesave "samkomulaginu" verdi hafnad. Thad vaeri ekki i fyrsta skipti sem thjodir hafa farid gegn krofum AGS og neitad ad borga. Fyrir utan diplomatiskar adgerdir vaeru afleidingarnar adeins thaer ad Island fengi ekki er erlend lan. Til ad bjarga efnahag landsins, binda enda a lifskjaraskerdingar og atvinnuleysi, og afskrifa skuldir vinnandi folks er thorf a sosialiskri stefnu, eins og thjodnytingu a storydju, fiskidnadi og orkufyrirtaekjum. Bankarnir aettu ad vera afram i eigu rikisins, en undir lydraedislegri stjorn starfsfolks, ofugt vid thad hvernig theim er stjornad i dag.
- Mattias Bernardsson, agust 2009.