Wednesday, March 10, 2010

93% segja "Nei" við því að borga fyrir "áhættufjárfestingar"

Viðtal við Skúla Jón Kristinsson CWI 'Islandi.

-Við höfum séð nýlega vaxandi götumótmæli í Reykjavík. Hvað er þetta "Alþingi Götunnar"?

Almenningur á 'Islandi er mjög reiður yfir því að þurfa að borga skuldir fjármálaelítu landsins erlendis. Það er einnig mikil andúð meðal fólks vegna Þess hvernig alþjóðastofnanir auðmagnsins þjarma að landinu. Stuðningur við Evrópusambandsaðild hefur dvínað mikið meðal 'Islendinga vegna þess hvernig staðið hefur verið að málum í "Icesave" deilunni hjá ráðandi öflum í ESB. Andrúmsloft heiftar og tortryggni hefur myndast meðal slendinga gagvart stofnunum eins og AGS og ESB.Annað mikilvægt mál fyrir stóran hluta verkafólks og miðstétta er sú gríðarlega skuldabyrði sem mörg heimili standa nú frammi fyrir. þar sem húsnæðislán mikils hluta almennings hafa rokið upp úr öllu valdi. Fólk á í miklum erfiðleikum með að borga af lánum og láta enda ná saman.

Þess vegna er margt fólk bæði örvæntingarfullt og finnst það hjálparlaust. Ríkisstjórnin hefur nánast ekkert gert til að koma til móts við þetta fólk. Hún hefur ekki tekið nein raunveruleg skref í að takast á við vandamál venjulegs fólk en á sama tíma eytt milljörð króna til að bjarga bönkunum. Svo það er mjög hávær krafa í samfélaginu um raunverulegar aðgerðir, s.s. leiðréttingu lána. 'I miðbæ Reykjavikur hafa verið mótmælafundir síðan í desember, þar sem krafist hefur verið leiðréttingu á húsnæðislánum og þvi mótmælt að almenningur þurfi að borga fyrir "áhættufjárfestingar". þessi mótmæli hafa orðið reglulegri síðan í janúar. Ný mótmælahreyfing virðist vera að verða til og stigmagnast. Hið svokallaða "Alþingi Götunnar" eru nýstofnuð regnhlífarsamtök grasrótarhópa sem sameinast hafa um að halda vikulega mótmælafundi á Austurvelli.Þær hreyfingar sem að þessu koma eru Íslandsdeild Attac, Hagsmunasamtök heimilanna, Rauður Vettvangur, Húmanistafélagið, hópur öryrka ofl. Kröfurnar sem hreyfingarnar sameinast um eru:Leiðrétting höfuðstóls lána, afnám verðtryggingar, fyrningu lána við þrot,
jöfnun ábyrgðar og að fjárglæframenn Íslands séu hvorki stikkfrí né
endureistir, AGS úr landi, manngildið ofar fjármagni, aukin völd til
almennings, bættur neytendaréttur. Fyrsta aðgerð samstarfsins var skipulaggning útifundar s.l. laugardag, til að mótmæla "Icesave" samkomulaginu sem sama dag var kosið um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meira en 600 manns mættu til að sýna andstöðu við samninginn. Mikil reiði og óánægja var meðal fólks með valdnýðsluna sem Ísland er beytt í málinu.

-Um hvað snérist "Icesave" þjóðaratkvæðagreiðslan- Laugardaginn 6. mars 2010?

Við vorum að kjósa um lög sem samþykkt voru á Alþingi sem fela það í sér að skattgreiðendur ábyrgist endurgreiðslu hinna gríðarlegu skulda, sem Íslenskir bankamenn komu sér í, til Bresku og Hollensku ríkisstjórnanna. Icesave var heitið á netbönkum sem Landsbankinn stofnaði til í Bretlandi.Þegar Íslenska bankakerfið hrundi í oktober 2008, setti ríkisstjórnin neyðarlög til að bjarga innistæðum í Íslenskum bönkum.Starfsemi bankana erlendis var hér ekki innifalinn. Bresku og Hollensku ríkisstjórnirnar gripu svo inn í og greiddu 3,8 milljarða evra handa innistæðueigendum í Íslenskum bönkum starfandi í þeim löndum. Síðan gerðu þessar ríkisstjórn kröfu um að Íslenska ríkið greiddi þeim upphæðina.þingmeirihluti Samfylkingar og Vinsti-Grænna samþykkti það og lögfesti "Icesave" samningin. stjórnarandstaðan, hægriflokkarnir, eru ekki andsnúnir því að borga, heldur telja bara að hægt sé að ná betri samningum um afborganir.Síðan neitaði Ólafur Ragnar Grimsson forseti Íslands að staðfesta lögin. Leiddi það síðan til fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í sögu Íslenska lýðveldisins. "Icesave" málið er mjög umdeilt og óvinsælt. Þess vegna synjaði forsetin lögunum og þóttist þannig vera sannur fulltrúi lýðræðis, þrátt fyrir að hafa eingöngu verið fulltrúi bankaauðmagnsins hingað til.

-Hver voru úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar?

Níutíu og þrjú prósent sögðu "Nei" við lögunum og þátttakan var 62%, mun hærra en búist var við. þetta er mikill ósigur fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar. Fólkið sem sagði "Nei" gerði það af mismunandi ástæðum. Margir eru algerlega andsnúnir því að borga upphæðina meðan aðrir vonast eftir betri samningi við Bresk og Hollensk stjórnvöld. Forsætisráðherran og fjármálaráðherran sögðu niðurstöðuna ekki koma sér á óvart, þau vissu að málið var óvinsælt.þau sögðu einnig þjóðaratkvæðagreiðslu merkingarlausa þar sem nýjar samningaviðræður við Bresk og Hollensk stjórnvöld voru Þegar hafnar áður en þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram. Ríkisstjórnin stefnir að því að kynna nýjan samning við Bresk og Hollensk stjórnvöld fljótlega.

-5. Oktober 2008 fór Ísland frá því að vera eitt ríkasta land í heimi, yfir í að ramba á barmi gjaldþrots. Hvernig brást ríkisstjórnin við?

Hún setti þessi neyðarlög og kallaði AGS til landsins. AGS krefst þess að Ísland "virði skuldbindingar sínar erlendis", í því felst að greiða hina svokölluðu skuld við Bresk og Hollensk stjórnvöld. þetta eru skuldir sem fjármálaelíta Íslands stofnaði til og verkafólk og millistéttir landsins ættu ekki að þurfa að borga. AGS hefur krafist lækkun stýrivaxta og afnám gjaldeyrishafta, ásamt öðrum tæknilegum efnahagsaðgerðum. Seðlabanki Íslands er í vandræðum með gjaldeyrissjóði sína. Ef Ísland greiðir skuld sína við Bresk og Hollensk stjórnvöld - eins og AGS krefst- jafngildir það 48.000 evrum á hvern íbúa. Til að geta greitt upphæðina, hefur ríkisstjórnin hafið árásir á lífskjör fólks, m.a. með niðurskurði í heilbrigðis- og menntakerfinu.

-Moody's hefur hótað að færa ríkissjóð Íslands í ruslflokk. Hverjar væru afleiðingarnar?

Margir óttast það. Margir óttast að Ísland lendi í utangarðsstöðu í alþjóðasamfélaginu ef við borgum ekki alla upphæðina? Hins vegar óttast fólk einnig afleiðingar þess fyrir efnahaginn lífskjör ef við borgum skuldina. Það er of snemmt að segja til hvað mun nákvæmlega gerast. Hins vegar er Það ljóst að ef við greiðum hina svokölluðu skuld mun Það hafa mun alvarlegri afleiðingar fyrir vinnandi fólk og ungt fólk á Íslandi heldur ef við neitum að láta kúga okkur af alþjóðastofnunum auðmagnsins. Við skulum ekki hafa neinar tálsýnir í garð ríkisstjórnarinnar eða nýrra samningaviðræðna. Best væri að virkja fólk til baráttu fyrir breiðri fjöldahreyfingu gegn greiðslu þessara skulda og gegn valdi stofnanna eins og Moody's. Stéttarfélögin eru mjög passív. Hinir opinberu vinstiflokkar, Samfylkingin og Vinsti-Grænir, eru engir verkalýðsflokkar. Svo við verðum að vinna stéttarfélögin aftur sem baráttutæki fyrir hagsmunum vinnandi fólks og byggja nýjan verkalýðsflokk. það mun kosta mikla vinnu og tíma, en þetta er eini möguleikin sem við höfum.

-Ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands hafa gefið í skyn að þær muni hætta fjárhagsaðstoð sinni til Íslands ef niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar yrði "Nei". Hvaða afleiðingar hefði það?

Ríkisstjórnir Svíþjóðar og Finnlands lána Íslendingum pening gegn um AGS. því miður geta slíkar hótanir virkað til að hindra fólk í að hefja baráttu fyrir hagsmunum sínum. Hafa þarf í huga að AGS er ekki góðgerðarstofnun sem ætlar að hjálpa Íslendingum að verja lífskjör sín og heilbrigðiskefi o.s.frv. Lán frá AGS eru bara til að auka gjaldeyrissjóði Seðlabanki Íslands og koma krónunni á flot. AGS er hér stærsta vandamálið: sjóðurinn ráðskast með stefnu landsins.

-Eftir kraftmikil götumótmæli var gamla ríkisstjórnin hrakin frá völdum í januar 2009. Eftir kosningar í apríl sama ár tók við ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinsti-Grænna. Hvað breyttist?

Ekki mikið. Miklar vonir voru bundnar við nýju ríkisstjórnina hjá mörgum til að byrja með. Ríkisstjórnin nýja hefur haldið áfram árásum á lífskjör og almannaþjónustu, en sett þær fram á mildari hátt. Til dæmis í heilbrigðiskefinu, þar sem stjórnin ætlar sér "aðeins" að taka niðurskurðin í smærri skrefum en fyrri stjórn, fresta sumum skrefum aðeins en taka þau engu að síður. Ríkisstjórnarstefnan hefur lítið breyst í raun. Hin "vinsti-græni" fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hefur nú endur- einkavætt bankana, sem þýðir að hann er ábyrgur fyrir stærstu einkavæðingu Íslandssögunnar!

Þegar fólkið fór út göturnar í fyrra, krafðist það nýrra kosninga, afsagnar sitjandi ríkisstjórn auk afsagnar stjórnar Selabankans. Nú eru stórir hópar vonsviknir því lítið breyttist raunverulega eftir að þessum markmiðum var náð. Vandamálið var við þá mótmælahreyfingu var hve "spontant" hún var. Hún átti sér enginn langtímamarkmið. Stéttarfélögin voru mjög passív, reyndar komu hvergi nærri mótmælahreyfingunni. Hreyfingunni tókst að koma ríkisstjórninni frá, en engar samfélagsbreytingar fylgdu í kjölfarið. Við ættum að spyrja okkur, á Íslandi og annars staðar, hvaða samfélagsbreytingar viljum við sjá? Umræðan ætti ekki að snúast um hvort við styðjum ríkisstjórnina eða ekki, því ríkisstjórnin styður augljóslega ekki vinnandi fólk og ungt fólk á Íslandi.

-Hvaða breytingar viljum við sjá?

Mér finnst að laun og bætur úr almannatrygginum ættu að hækka sjálfkrafa með verðbólgunni. Niðurfelling húsnæðis- og annara skulda hjá vinnandi fólki og öðrum almenningi er nauðsynleg. Ísland ætti að hætta að borga skuldir sem stofnað var til af fjármálaelítu landsins og verja heilbrigðis- og menntakefi sitt. Bókhald fjármálastofnanna ætti að vera opnað almenningi strax. Við þurfum að sjá hvert milljarðarnir fóru. Þjóðnýting fiskiðnaðarins og álveranna er nauðsynleg, undir eftirliti og stjórn verkafólksins, til að nota megi auðsköpun samfélagsins til hagsbóta fyrir verkafólk og ungt fólk. Bankarnir ættu að vera endur- Þjóðnýttir undir undir eftirliti og stjórn verkafólks og annara launþega.

-Hvernig er hægt að hrinda þessum stefnumálum í framkvæmd?

Valkosturinn sem við höfum er að beita stjórnvöld og atvinnurekendur þrýstingi með götumótmælum, verkföllum og andhófstækjum. Við þurfum að koma í veg fyrir niðurskurðin og koma AGS úr landi.

Það mikilvægasta í málinu, varðandi "Icesave" deiluna a.m.k., að ef Ísland neitar að greiða skuldir bankanna, gæti það virkað sem fyrirmynd fyrir andhóf hjá öðrum Þjóðum, meðal , "Þróunarlandanna", annara Evrópulanda eins og Grikklands, sem eiga við sambærileg vandamál að etja auk þess að vera beitt þvingunum. Við þurfum að sjá hlutina í alþjóðlegu samhengi og tengja okkar baráttu okkar við baráttu sem á sér stað í öðrum löndum.

Verkafólk og ungt fólk ætti ekki að þurfa að borga fyrir kreppu hins kapítalíska kerfis. Ef við berjumst í sameiningu, í Evrópu og á alþjóðlegum grundvelli, getum við varið lífskjör okkar gegn árásum kapítalistanna.