Wednesday, December 9, 2009

Loftslagsráðstefna Fólksins

Mánudaginn 7. desember hófst “Loftslagsráðstefna Fólksins” í Kaupmannahöfn. Meðlimir Sósíalíska Réttlætisflokksins (Svíþjóðardeild CWI) komu til kaupmannahafnar s.l. föstudag með dreyfibréf á dönsku, sænsku og ensku þar sem sett er fram sósíalísk stefnuskrá til lausnar á loftslagsvandanum. Loftslagsráðstefna Fólksins er skipulöggð af 95 samtökum á alþjóðavettfangi, sem andsvar við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðana, sem aðeins endurómar falskar loftslagslausnir stórfyrirtækja. Á fimmtudaginn, mun CWI halda opinn fund undir yfirskriftinni, ,,Björgum jörðinni- berjumst gegn kapítalisma” kl. 4. í InfoPoint Rad.huset, Onkel Dannys Plads. Fundurinn mun ræða þær sósíalísku lausnir sem þörf er á; miklar opinberar fjárfestingar í endurnýtanlegri orku, samræmdar almenningssamgöngur í almannaeigu, húsnæði og landbúnaður; nauðsyn umbreytingar á iðnaði undir stjórn verkafólks, þjóðnýting stærri fyrirtækja og þörfina á efnahagslegri áætlanagerð. Þessa vikuna munu meðlimir CWI frá Svíþjóð einnig skipuleggja umræður um loftslagsbreytingarnar í kaupmannahöfn. 5. og 6. desember fór einnig fram alþjóðleg ráðstefna ungs fólks, COY, þar sem hundruðir manns tóku þátt. Kröfur okkar um réttlátar loftslagslausnir- að stórfyrirtæki, en ekki hin alþjóðlega verkalýðsstétt og hinir fátæku, skuli bera kostnaðinn af loftslagskreppunni- fengu almennan hljómgrunn, sérstaklega krafan um opinbera yfirtöku á fjölþjóðafyrirtækjum. Fyrstu þrjá daganna seldum við 77 eintök af sænska vikublaðinu okkar og 101 eintak af enskri þýðingu á skjalinu okkar um loftslagsbreytingarnar. Við erum einnig í sambandi við nýtt fólk sem hefur áhuga á frekari umræðu um alþjóðasambandið okkar (CWI).
-Lina Westerlund og Mattias Bernhardsson (Rattvisepartiet Socialisterna-CWI í Svíþjóð)

Komandi atburðir ráðstefnunar:
fimmtudagur 10. des.
Alþjóðleg samvinna um endurnýjanlega orku- Evrópa og suðrið. 10.00-12.00 í bláa salnum.
Fordæmi fyrir hraðri umbreytingu til viðvaranlegra orkugjafa. 10.00-12.00 í blá salnum.
föstudagur 11. des.
Kjötneysla og loftslagsbreytingar. 10.00-12.00 í brúna salnum.
Kröfur um réttindi loftslagsflótamanna. 10.00-12.00 í græna salnum.
stofnfundur Alþjóðlegrar Baráttuherferðar fyrir Réttindum Loftslagsflóttamanna. 13.00-15.00 í gula herberginu.
laugardagur 12. des.
Hnattrænn dagur aðgerða- stór mótmæli frá Christiansborg Slots- torgi, hefjast 13.00, og fara til Bella Center þar sem Sameinuðu þjóðirnar halda sína ráðstefnu.