Friday, April 23, 2010

Öskufall úr Eyjafjöllum hylur vaxandi samfélagsólgu.

Talsmaður Icelandair; Guðjón Arngrímsson lét hafa eftir sér við blaðamenn að; “Ef haldið sé rétt á spilunum, gæti hin fordæmalausa athygli sem nú er á Íslandi skapað mikil tækifæri fyrir ferðamannaiðnaðinn.” Hann segist ekki muna eftir að Íslandi hafi verið sýnd önnur eins athygli utan landssteinanna eins og vegna eldgosins. Eldgosið í Eyjafjöllum og öskufallið vegna þess; hefur valdið truflunum á flugumferð um alla Evrópu og hundruðir þúsunda hafa verið strandaglópar í Evrópu vegna þess. Vandræðin sem hlotist hafa af öskufallinu hafa hins vegar verið afar hentug fyrir íslensku fjármálaelítuna; þar sem þau hafa dregið athyglina að miklu leyti frá innihaldi rannsóknarskýrslunnar sem Rannsóknarnefn Alþingis skilaði frá sér nú á dögunum; skýrslunnar sem fer í orsakirnar á hruni hins ofvaxna fjármálageira landsins. Segja má að náttúruöflin hafi hér gripið inn í til hagsbóta fyrir íslensku valdastéttina.

-Pólitískt mikilvægi skýrslunnar.

Samkvæmt lögum sem Alþingi setti til að mynda rannsóknarnefndina; var verkefni hennar að leita “sannleikans” um um orskakirnar fyrir hruni fjármálakerfis landsins. Það er ekki algengt á Íslandi; að nefnd skipuð af Alþingi sé bókstaflega skuldbundin þess samkvæmt lagabókstafnum að komast að sannleikanum um viðfangsefni sitt. Mikilvægi skýrslunnar er gríðarlegt í íslensku samhengi. Eftirvænting eftir skýrslunni var mikil og útgáfu hennar var frestað a.m.k. þrisvar. Henni var upphaflega ætlað að birtast í seinni hluta febrúar. Nú er mikilvægt að útgáfa skýrslunnar og inntak hennar verði notað til að gera upp við þá atburði og þau ferli sem leiddu til hrunsins hér á landi; en einnig til að lyfta stjórnmálaumræðu í landinu á hærra plan. Ríkisstjórn sú er var við völd þegar bankakerfið hrundi er í skýrslunni sökuð um vítavert kæruleysi með því að hunsa aðvaranir sem gefnar voru vegna ofvaxtar bankakerfisins. Hinum þremur stóru bönkum; sem voru drifkraftur “íslenska efnahagsundursins” var gefið ótakmarkað olbogarými til að vaxa; og viðvaranir um að íslenska ríkið gæti ekki tryggt bankakerfi landsins ef hlutirnir færu á verri veg voru að mestu hunsaðar. Bankakerfi landsins tuttugufaldaðist að stærð á aðeins 7 árum.
Það sem einkennir megnið af þeim lánum sem veitt voru af hinum þremur stóru bönkum; Landsbanka, Glitni og Kaupþing, var að stærstur hluti þeirra var til hlutafélaga eða fjárfestingarsjóða sem áttu hlutabréf í bönkunum (eða á hin veginn). Mörg þessara fyrirtækja voru skráð utan Íslands. Í skýrslunni er staðhæft að stjórnarmenn Landsbankans hafi verið hikandi við að samþykkja skilyrði breska Fjármálaeftirlitsins fyrir því að færa Icesave reikninga sína til dótturfélags með aðsetur í Bretlandi. Í júlí 2008; fékk Landsbankinn bréf frá breska Fjármálaeftirlitinu; þar sem þeim var ráðlagt að flytja Icesave reikninganna til bresks dótturfélags, til dæmis Heritable bankans, svo reikningarnir yrðu tryggðir af Tryggingasjóðum innistæðueigenda í Bretlandi.Í skýrslunni segir að hér hafi íslensk stjórnvöld; sérstaklega Seðlabankinn misst af mikilvægu tækifæri til að lágmarka skaðann sem hrunið hefur valdið efnahag þjóðarinnar.
Stjórn Seðlabankans er gagnrýnd fyrir sinnuleysi að þessu leyti. Geir H. Haarde; sitjandi forsætisráðherra þegar bankakerfið hrundi, segir bönkunum sjálfum um að kenna hvernig fór. Hann segir að þegar árið 2006 hafi það verið ljóst að bönkunum væri ekki við bjargandi. Þetta er mjög athyglisverð yfirlýsing frá Geir, sem allt þar til Glitnir var “þjóðnýttur” lagði mikið á sig til að sannfæra íslenskan almenning um að allt væri í himnalagi hjá bönkunum og staða þeirra gæti ekki verið betri! Skýrslan afhjúpar rækilega allar mýtur nýfrjálshyggjunar; til dæmis að aukinn hagvöxtur og efnahagsleg verðmæti gætu orðið til einfalldlega með því að rýmka til fyrir hreyfanleika fjármagns og gefa fjármálamörkuðum leiðandi hlutverk í efnahagnum. Við sjáum í dag að það eina sem það skildi eftir handa okkur var ofgnótt skulda í stað ofgnótt fjármagns.
Stjórnarmenn í bönkunum og eigendur bankanna eru taldir bera ábyrgð á að hafa ráðskaðst með verðgildi hlutabréfa og hafa ýkt verðgildi eigna sinna. Þetta var gert með bæði bókhaldsbrellum og með því að nota krosseignatengsl til að ýkja verðmæti fyrirtækja. Fjárfestingarhópurinn FL- group er nú til rannsóknar hjá fjármálaeftirlitinu vegna 3. milljarða isk millifærslu af reikningum félagsins inn á reikninga Kaupþings í Lúxemburg.

-Krísa íslensku valdastéttarinnar.

Það rýkir ólga innan Sjálfstæðisflokksins, hinum hefðbundna flokki íslenskrar borgarastéttar, þessa daganna vegna innihalds skýrslunnar. Stefnuskrá flokksins hefur verið breytt; málsgrein sem hefur verið í stefnuskránni síðan flokkurinn var stofnaður árið 1929; sagði áður að flokkurinn “starfaði á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis”. Einstaklinsfrelsið hefur nú verið tekið út; svo nú segist flokkurinn starfa á “grundvelli jafnréttis og atvinnufrelsis”. Einnig sagðist flokkurinn vinna að “víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu”; en nú hefur orðið “þjóðlegri” verið tekið út. Sennilega hefur “einstaklingsfrelsið” verið tekið út vegna þess hve augljóst það er nú flestum að um var að ræða frelsi fjármálafáveldisins til að nota efnahaginn sem sitt einkaspilavíti. Ástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki lengur fyrir “þjóðlega umbótastefnu” er aftur á móti að stór hluti íslenskrar borgarastéttar; og þar af leiðandi ráðandi hópar innan Sjálfstæðisflokksins, er nú tilbúinn til að gefa sitt áður lofaða “sjálfstæði” upp á bátinn fyrir inngöngu í Evrópusambandið.
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins; Þorgerður Kartín Gunnarstóttir, fyrrum menntamálaráðherra, hefur sagt af sér sem varaformaður vegna umdeildra lána á nafna eiginmanns hennar sem nema 1,7 milljárði íslenskra króna. Hún ber því fyrir sig að þetta séu ekki hennar lán; heldur eiginmanns hennar. Þorgerður Katrín sagði nýlega í viðtali að henni þætti undarlegt að stjórnmálamenn og stjórnsýsla gætu ekki hafa hindrað ofvöxt bankanna. Hún deilir líklega skoðun danska heimspeksingsins Søren Kierkegaard; sem hélt því fram að aðeins væri hægt að átta sig á lífinu eftirá. Umdeildar lántökur ásækja einnig formann flokksins; Bjarna Benediktson, sem þáði lán frá bönkunum að andvirði 170 milljóna króna á árunum 2005- 2008.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú ákveðið að flýta landsfundi sínum; vegna upplýsinga í skýrslunni um afglöp ráðherra út þeirra röðum og “óvenjuleg” tengsl margra þeirra við stórfyrirtæki sem talin eru hafa valdið hruninu. Illugi Gunnarson, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna hefur tímabundið vikið úr sæti sínu á þingi meðan peningamarkaðssjóðir bankana sæta frekari rannsókna; hann sat í stjórn eins af peningamarkaðssjóðum Glitnis.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson er gagnrýndur í skýrslunni fyrir að hafa gengið of langt í skjalli sínu og stuðningi við íslenska fjármálafáveldið og útþennslu þess utan landssteinanna. Forsetinn er ekki talinn lengur það “sameiningartákn”; hugtak dulgervingar og óskhyggju, sem honum er ætlað að vera. Forsetinn er umdeildur og er fyrst og fremmst séður sem talsmaður stórfyrirtækja.
Tveir helstu fjármálafurstar Íslands; Björgólfur Thor Björgólfsson og Jón Ásgeir Jóhannesson hafa gefið opinberar afsökunarbeiðnir síðan skýrslan kom út vegna þáttar síns í hruni íslensks efnahags og “mistaka” sem þeir kunnu að hafa gert við rekstur fjármálavelda sinna. Framtak þeirra hafa ekki borið þann árangur sem þeir hafa vonast eftir; þar sem flestir sjá útskýringar þeirra og afsakanir sem neyðarleg og fölsk sjónarspil. Íslenska borgarastéttin virðist vera að glata sínu hrokafulla sjálfstrausti; en reynir að klóra í bakkan með því að kenna öðrum um um afglöp sín. Hinu undirmannaða og óreynda Fjármálaeftirliti Íslands er m.a. kennt um hrunið. Þetta er mjög hræsnisfull afgreiðsla þar sem staða Fjármálaeftirlitsins hér á landi þótti ekki vera vandamál þar til borgarastéttinni vantaði blóraböggul.

-Nauðsyn skipulaggðarar baráttu.

“Einkabankarnir brugðust, eftirlitsaðilarnir brugðust, stjórnmálamennirnir brugðust, sjórnvöld brugðust, fjölmiðlarnir brugðust, og hugmyndafræði hins óhefta frjálsa markaðar brást.” Þannig dregur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, saman þá lærdóma sem draga má af skýrslunni. Fjármálaráðherran Steingrímur J. Sigfússon er gefinn fyrir það að kenna fyrri ríkisstjórn um erfiðleikanna sem steðja að íslenskum efnahag, og heldur því stöðugt fram að hlutverk sitjandi ríkisstjórnar sé að hreinsa til eftir ríkisstjórnina sem var áður við völd. En það er ekki nóg að kenna bara fyrri ríkisstjórn og bönkunum um stöðuna sem nú er. Menn þurfa líka að geta bætt ástandið.
Sérstaklega er þetta tal fjármálaráðherrans vandræðalegt þar sem svo augljóst er hverjum sitjandi ríksstjórn þjónar; þrátt fyrir frómar óskir stjórnarliða um að “láta þyngstu byrðarnar falla á breiðustu bökin”. Ríkisstjórnin vinnur að því að endurreisa hið sama kapítalíska kerfi sem olli kreppunni. Afleiðingarnar af stefnu hennar eru þær að vinnandi stéttir og ungt fólk á Íslandi mun bera þungann af kreppu kapítalismanns, meðan fjármálafáveldið fær milljarða skuldir sínar afskrifaðar á kostnað vinnandi fólks og miðstétta. Enginn hinna opinberu stjórnmálaflokka stendur fyrir hagsmuni verkafólks. Þess vegna þurfum við að skipuleggja baráttu okkar til að verja lífskjör og almannaþjónustu sjálf, með það að markmiði að skapa nýja stjórnmálahreyfingu sem er fær um að berjast fyrir hagsmunum vinnandi fólks og ungs fólks. Við þurfum að koma í veg fyrir að við þurfum að borga skuldir fjármálafurstanna erlendis. Binda þarf enda á niðurskurðinn í heilbrigðisþjónustu, menntakerfinu og almannatryggingum. Atvinnuleysi ungs fólks er orðið vandamál á Íslandi í fyrsta skipti í áratugi.Til að koma í veg fyrir að stór hluti ungs fólks af vinnandi stéttum sé ýtt út á jaðar samfélagsins; sem og koma í veg fyrir það samfélagsmein sem atvinnuleysi er; þurfum við að stytta vinnuvikunna niður í 20- 30 stundir og skipuleggja atvinnulífið þannig að sem flestir hafi vinnu, án þess að kaup skerðist.
Til að draga út áhrifum verðbólgu á kjör fólks þarf að tryggja að laun og aðrar tekjur hækki sjálfkrafa með verðbólgunni. Til að draga úr hækkunum á húsaleigu er nauðsynlegt að annaðhvort þjóðnýta húseignir í eigu verktaka- og byggingarfyrirtækja, og gera þær upp undir stjórn og eftirliti launafólks, eða standa fyrir byggingu félagslegs húsnæðis til að gefa tekjulágum færi á ódýru en góðu húsnæði. Allar skuldir á heimilum fólks af vinnandi stéttum, námsmanna og fólks sem þiggur bætur úr almannatryggingum ættu að vera afskrifaðar. Hlutfallsleg niðurfelling skulda ætti líka að standa milli- og hátekjuheimilum í vanda til boða.
Bankarnir ættu að vera endurþjóðnýttir undir lýðræðislegri stjórn og eftirliti launafólks; og allt þeirra bókhald ætti að vera opnað sem fyrst svo við getum séð hvert milljarðarnir fóru. Fiskiðnaðurinn, álverinn og olíufélögin ættu að vera þjóðnýtt undir lýðræðislegri stjórn og eftirliti launafólks. Við þurfum auðævinn sem skapast í þessum atvinnugreinum til að verja lífskjör og almannaþjónustu. Bókhald þessara fyrirtækja; sem og annara stórra og efnahagslegra mikilvægra, ætti líka að vera opnað sem fyrst svo við getum séð veltu þeirra; með það fyrir augunum að geta undirbúið okkur undir að skipuleggja efnahaginn þannig að hann mæti þörfum allra.
Þau vikulegu mótmæli sem nú eru haldin undir yfirskriftinni “Alþingi Götunnar”, eru skref í rétta átt, en vikuleg mótmæli duga skammt til að verja lífskjör og almannaþjónustu gegn árásum valdastéttarinnar og stjórnmálamanna hennar á lífskjör og almannaþjónustu. Við þurfum að skipuleggja baráttu okkar; setja okkur skýr markmið og hafa sjónarmið um það hverju við viljum ná fram með baráttu okkar.
Öfugt við það sem margir stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn halda fram; þá er enginn “Íslensk” leið til út út kreppu kapítalismanns. Fjármálafáveldið á Íslandi var virkur og kappsamur þátttakandi í alþjóðakapítalismanum; auk þess sem umfang og dýpt kreppunnar hér á landi sýnir m.a. hve viðkvæmur efnahagur þjóðarinnar er fyrir sveiflum á alþjóðamörkuðum. Efnahagur Íslands hefur alltaf verð háður umheiminum. Þegar ríkisstjórn landsins hóf að bjóða fjölþjóðafyrirtækjum að setja hér upp álver á 8. áratugnum; var það gert fyrst og fremmst til að efnahagur landsins væri ekki eins viðkvæmur fyrir sveiflum á fiskverði á alþjóðlegum mörkuðum.
Við þurfum að sjá stöðu okkar og baráttu í alþjóðlegu samhengi. Við þurfum að tengja baráttu okkar við að verja lífskjör og almannaþjónustu við sambærilega baráttu launafólks í öðrum Evrópulöndum; svo við getum betur varið okkur og sótt fram. Við þurfum að læra af þeirri baráttu sem háð er í öðrum löndum. Hin “siðvæddi” og þjóðlegi kapítalismi sem viss hluti íslenskrar borgarastéttar reynir nú að setja fram sem valkost við “siðleysi” og efnahagsstjórnleysi nýfrjálshyggjunar er afturhaldssöm gervilausn sem aðeins mun grafa frekar undan stöðu launþega og ungs fólks hér á landi. Við þurfum sósíalískar og alþjóðlegar lausnir við kreppu kapítalismann; bæði á Íslandi og annars staðar í heiminum.