Sunday, November 15, 2009

Skjól

Í gærkvöldi fóru fram vel heppnaðir og skemmtilegir styrktar- og baráttutónleikar fyrir flóttamenn á Íslandi. Fór viðburðurinn fram á Grand Rokk undir yfirskriftinni "Skjól", en það er einnig heitið á lögfræðisjóð sem verið er að koma upp hér til aðstoðar þeim flóttamönnum sem hingað leita. Dagskráin hófst á ljóðaupplestraröð frá félaginu Nýhil. Meðal skálda sem lásu þarna upp voru Arngrímur Vídalín Stefánsson, Hildur Lilliendal, Jón Bjarki Magnússon, Ingólfur Gíslason, Kári Páll Óskarsson, Jón Örn Loðmfjörð og Haukur Hilmarsson (þar sem ég skrifa þetta eftir minni, tiltölulega lítið sofinn, er hætta á að ég sé að gleyma einhverjum, ef svo er biðst ég fyrirfram afsökunar fyrir hönd sósíalistahreyfingarinnar). Elyas Sultani frá Afganistan lauk svo þessum fyrsta dagskrárlið viðburðarins með því að lesa frumsamið ljóð á móðurmáli sínu. Þau Haukur Hilmarsson og Kitty Anderson, aktívistar í flóttamannahreyfinguni, stigu stöku sinnum á svið milli atriða og héldu barátturæður. Meðal tónlistarmanna sem fram komu um kvöldið voru þeir bræður Blaz Roca og Sesar A, Thugs on Parole, DJ Kocoon, Pedro Pílatus, Retro Stefsson, Skelkur í Bringu og Bárujárn. Eins og áður sagði heppnuðust þessir tónleikar með miklum ágætum. Um er að ræða gott framtak í þágu málefnis sem nauðsynlegt er fyrir okkur að taka föstum tökum. Flóttamannahreyfingin er ung hreyfing hér á Íslandi en þróun hennar hefur verið hröð á hennar stutta líftíma. Hana þurfum við að efla og er sú vísa ekki of oft kveðin að fleira fólk þarf að ná inn í baráttuna fyrir mannréttindum flóttafólks. Við í Sósíalísku Réttlæti teljum a.m.k. að sem flesta krafta þurfi að virkja í þessari baráttu. Það er sorgleg staðreynd að litlar sem engar áþreyfanlegar stefnubreytingar hafa orðið hjá ríkisstjórninni sem nú situr, frá þeirri stefnu sem hér hefur alltaf verið rekin í málefnum flóttafólks. Mannréttinda- og mannúðarsjónarmið ráða hér ekki för heldur er allt kapp lagt á að senda fólk sem hingað leitar úr landi sem fyrst, þess vegna út í opinn dauðan. Á meðan svo er skiptir litlu hvort ríkisstjórn kennir sig við "vinstri" eða "félagshyggju", eða eitthvað annað. Eins og við vitum þó vinnast engir sigrar án markvissrar baráttu. Í samfélagi þar sem réttur auðmagnsins til ávöxtunar hefur forgang umfram allt annað, kosta einfölldustu og sjálfsögðustu mannréttindi þrotlausa baráttu.
- S.J.K.

Wednesday, November 4, 2009

Flokksþing RS í Stokkhólmi.

Síðastliðinna helgi sótti greinarhöfundur flokksþing Rattvisepartiet-Socialisterna (nafnið mætti þýða sem Sósíalíski Réttlætisflokkurinn) í Stokkhólmi. Var það bæði hressandi og fróðlegt. Það er mjög lærdómsríkt að fá innsýn í hvernig skipulaggður, alvöru sósíalistaflokkur starfar, sérstaklega fyrir ungan mann sem hefur enga reynslu af starfi Marxískrar hreyfingar nema í mýflugumynd. Þingið stóð yfir í þrjá daga, frá föstudegi til sunnudags. Var fundað frá kl. 9 á morgnanna og fram á kvöld, nema á sunnudaginn þegar þinginu var slitið um hádegisbilið á viðeigandi hátt, þ.e. sungu Internationalinn. Í fyrstu málstofunni var rætt um hina alþjóðlegu fjármálakreppu, mismunandi birtingarmyndir hennar í ólíkum löndum, allt frá Svíþjóð og Bretlandi til Suður Afríku og Nígeríu. Hélt greinarhöfundur stutt innslag um kreppuna og pólitíska landslagið á Íslandi í þeirri málstofu. Mikil umræða fór fram um hvernig verkafólk af erlendum uppruna fer sérstaklega illa út úr kreppunni í V- Evrópu. Það hefur unnið lægst launuðu störfin, er jafnvel fyrst til að missa vinnuna og er yfirleitt mismunað eða hundsað af stéttarfélögum. Síðar fór fram lífleg umræða um málefni samkynhneygðra. RS í Svíþjóð hefur látið sig þau mál mikið varða og innan flokksins starfar hópur samkynhneygðra sósíalista. Fyrir þinginu lá ályktun um stefnu og sjónarmið í þessum málaflokki. Meðal þess sem löggð var áhersla á í þeim umræðum var nauðsyn baráttu gegn hatursglæpum og hvernig jafnréttissinnuð lagasetning ein og sér sé ekki nægileg. Staðan er sú á vesturlöndum í dag að eini hópurinn sem getur "komið út úr skápnum" er fólk úr efri millistéttum, fjölmiðlafólk, tónlistarmenn (þ.e. frægir og vel stæðir) o.s.frv. Mun erfiðara er fyrir fólk úr launþegastéttum að opinbera kynhneygð sína, það verður frekar fyrir fordómum og aðkasti, jafnvel frá fulltrúum stéttarfélaga. Veldur þetta oft einangrun þessara einstaklinga, þau upplifa sig jafnvel ein og yfirgefin. Um er að ræða grafalvarlega brotalöm samfélagsins, sem sýnir sig m.a. í því hversu há sjálfsvígstíðni er meðal ungra samkynhneygðra. Skoðanaskiptin um þessa tillögu voru lífleg. Nokkrir félagar voru ósammála, töldu tillöguna einkennast af "hugsjónamennsku" (ídealisma) og hana skorta stéttabaráttusjónarmið. Fannst þeim sem hér ritar sjónarmið þessara félaga oft einkennast af hálfgerðum dólga- marxisma. Hvað sem því lýður var ánægjulegt að sjá að pláss er fyrir skoðanaágreining innan flokksins. Síðasta málstofa föstudagsins var um umhverfis- og loftslagsmál. Þar voru Þrír framsögumenn. Var fyrst um að ræða kynningu á loftslagsmálaráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember, og þeim helstu grasrótaraðgerðum sem þar verða skipulaggðar. RS kemur til með að senda fólk á þá ráðstefnu. Félagi Arne Johansson flutti innlegg um þá vá sem vofir yfir lífríki okkar verði ekkert að gert, innihélt það erindi stóran skammt af ógnvænlegum upplýsingum og tölfræði. Claire Doyle frá Sósíalistaflokki Englands og Wales (Bretlandsdeild CWI) flutti flotta ræðu þess efnis að lífríki okkar þoldi ekki til lengri tíma sóun og rányrkju kapítalismans á auðlinum jarðar, eða þá mengun sem henni fylgja. Lýðræðislegur sósíalismi þyrfti að leysa kapítalismann af hólmi. Sá skrifræðislegi áætlunarbúskapur sem stundaður var í Austur Evrópu, Kína o.s.frv. hefði ekki síður reynst lífríkinu skaðlegur og kapítalisminn. Eru ástæður þess að finna í þeim skorti á lýðræði sem þar ríkti auk þess sem efnahag þeirra landa var stjórnað af skrifræðisklíku sem þurfti ekki að bera neina ábyrgð gagnvart almenningi. Laugardagurinn hófst á málstofu um efnahagsmál og málefni launafólks í Svíþjóð. Um þessar mundir vex atvinnuleysir hratt þar í landi. Í Svíþjóð er auðvelldara að reka fólk en í flestum löndum V- Evrópu. Talað er jafnvel um að atvinnuöryggi sé minna aðeins í Bretlandi og Danmörku sé horft til V- Evrópu. Bitnar það sérstaklega á ungu launafólki, sem nýtur takmarkaðri réttinda á vinnumarkaði. Atvinnuleysisbætur höfðu sömuleiðis verið lækkaðar áður en kreppan skall á auk þess sem reglur um úthlutun atvinnuleysisbóta hafa verið þrengdar.Svíþjóð hefur undanfarið verið að þróast meira í áttina að láglaunamarkaði. Þróun kreppan hefur hraðað talsvert. Fólk sem missir ágætlega borguð störf t.d. í bílaiðnaði stendur oft eingöngu til boða illa borguð störf hjá skyndibitakeðjum. Verkamönnum af erlendum uppruna er bæði mismunað á vinnumarkaðnum og í velferðarkerfinu. Þeir fá almennt takmarkaðri og lakari aðstoð en aðrir sem þurfa að leyta á náðir velferðarkerfisins sökum atvinnumissis eða veikinda. Einnig hefur verið þrengt meira að hælisleytendum í Svíþjóð eftir að kreppan skall á. Ekki veit ég hvort þetta er það norræna velferðarsamfélag sem Steingrímur J. Sigfússon og forysta VG, telur sig ætla að koma hér á undir stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Allavega sýnir stefna þeirra í ríkisstjórninni að svo sé. Að þeirri málstofu lokinni voru málefni flokksins rædd, bæði innra skipulag og starfsemi þeirra útávið. Var þar farið yfir starf flokksins í kjarabaráttu, baráttu gegn rasisma, fyrir réttindum flóttamanna og réttindum samkynhneygðra svo eitthvað sé nefnt. Sat ég málstofu um hvernig sé best að ná til ungs fólks. Var þar löggð áhersla á reglulega virkni, vera sýnileg og mikilvægi þess að leggja áherslu á sjálfstæði og virkni félaga. Sósíalískur flokkur þarf á öflugri og virkri grasrót að halda þar sem hin almenni meðlimur tekur frumkvæði. Meðal baráttumála sem aðvellt hefur verið að ná til ungs fólks í gegn um er barátta gegn rasisma, fyrir réttindum flóttamanna, femínismi/kynjapólitík og réttindi samkynhneygðra. Einnig er mikilvægt að vera virk og sýnileg í skólum og á vinnustöðum. Útbreiða þarf skilning meðal fólks að í gegn um baráttuna geta allir haft áhrif. Samræmi þarf líka að vera milli þess sem við segjum og þess sem við gerum. Eftir kvöldmatarhlé fór fram umræða um reynsluna af framboði til Evrópuþingsins, sem RS stóð fyrir ásamt Sósíalistaflokknum (deild 4. alþjóðasambandsins í Svíþjóð) og nokkrum forystumönnum úr stéttarfélagi námuverkamanna. Voru um málið skiptar skoðanir. Sumir vildu meina að þetta framtak hefði haft lítið að segja, meðan aðrir vildu meina að með þessu framboði hefði flokkurinn náð til fólks með sína pólitík á breiðari grundvelli. Lauk svo þinginu á laugardeginum með yfirferð yfir fjármál flokksins. Á sunnudeginum fór fram umræða um alþjóðamál og þá sérstaklega starfsemi CWI í hinum ýmsu löndum. Var þar fjallað um baráttu stúdenta í Austurríki, Frakklandi og Belgíu fyrir breytingum á skólakerfinu, verkfallsbaráttu í ýmsum löndum og baráttuna í löndum rómönsku ameríku, svo eitthvað sé nefnt. Eins og áður sagði var þetta þing mikil vítamínsprauta fyrir þann sem hér ritar. Verkefni okkar hér á Íslandi er núna að byggja upp virka og baráttuglaða sósíalistahreyfingu sem hefur skýra sýn og er í alþjóðlegum tengslum.

Monday, November 2, 2009

sosialisk syn a kreppu kapitalismans a islandi fra agust 2009

Eins og allir vita rikir mikil reidi og oanaegja medal flestra islendinga vegna krofu breskra og hollenskra yfirvalda, um ad islenskir skattgreidendur thurfi ad borga milljarda fyrir fjarmalasukk islenskra banka og audmanna i evropu. Icesafe malid svokallada er med theim umdeildari a Islandi i dag. Samsteypustjorn Samfylkingar og Vinstri graenna hefur latid naer algerlega undan krofum theirra og samthykkt rikisabyrgd a skuldum bankanna i Evropu. Vid eigum ad borga skuldir oreidumanna moglunarlaust. Erfidlega hefur samt gengid ad mobilisera andstodu vid malid. Thann 13. agust motmaeltu 3000 reidir Islendingar fyrir utan Althingi gegn akvordun stjornarinnar um ad samthykkja rikisabyrgd a skuldunum. Skuldum sem islenskt verkafolk og millistettarfolk stofnudu ekki til heldur famennur hopur fjarfesta. Motmaelum sem thessum hefur tho thvi midur ekki verid haldid afram ad radi, thratt fyrir ad um 70% islendinga seu a moti rikisabyrgd. Gylfi Magnusson let thad ut ur ser ad eins vitlaut framtak og Icesafe reikningarnir voru, hafi their verid framtak islendinga og thvi thurfi islendingar ad borga brusan. Thetta er rangt hja honum. Islenskt verkafolk stofnadi ekki til thessara skulda heldur litill hopur kapitalista. Eftir hrun bankanna thriggja i oktober 2008, lenntu skuldir a islenska rikid upp a 600 milljarda isl. krona, a innan vid viku. Rikisstjorn Samfylkingar og Vinstri Graenna var fljot, eftir ad hun tok vid voldum, ad lata AGS og Evropusambandid sannfaera sig um ad thad vaeri i verkahring islenskra skattgreidenda a borga thessar skuldir. Skuldir upp a utb. 60 milljarda. Stor lan voru tekinn til ad borga brusan og sett i gang svokollud adgerda/vidreisnaraaetlun, sem m.a. felur i ser mikinn nidurskurd i velfedarkerfinu og tap a storfum. Krafa fulltrua AGS og ESB er thjodnyting thessara skulda, med tilheyrandi skattahaekkunum og nidurskurdi. Morg heimili hafa thurft ad bregdast vid stodunni med thvi ad ganga a sparife sitt og lifeyri. Um mitt sumar hafdi Johanna Sigurdardottir forsaetisradherra tilkynnt nidurskurd upp a 30% af opinberum utgjoldum. Radherralidi Samfylkingarinnar vard ad sinni heitustu osk, thegar samthykkt var i stjorninni ad saekja um adild ad ESB. Hefur thad ordid til ad auka enn frekar a thristinginn a ad thessar skuldir seu borgadar. Hollensk stjornvold hafa hotad ad hindra umsoknarferlid a vettfangi ESB verdi ekki gengid ad krofum theirra. AGS hefur somuleidis haldid lanautborgun sinni til islands i gislingu verdi ekki gengid ad krofunum. Thessi svokallada vinstristjorn var fljot ad afhjupa getuleysi sitt og politiskan gunguskap, og eins thversagnakennt og thad hljomar, hefur taekifaerissinnadri stjornarandsstodu Sjalfstaedismanna tekist ad nyta ser oanaegju almennings med undirlaegjuhatt stjornarinnar. Stjornin hefur lika latid thad vera sitt forgangsverkefni ad afletta hoftum a fjarmagnsflutningum. Hoftum sem sedlabankinn throadi i kjolfar neydarlaganna. Fyrst var hoftum a verslun med islenskar eignir aflett. Sidan voru fjarmagnsflutningar fra landinu leyfdir. Verid er ad skapa umhverfi fyrir brunautsolur. I juli var samthykkt ad veita 270 milljordum krona til ad "endurreysa" bankanna. Thegar frettastofa Ruv birti frettir um vafasamar lanveitingar i Kaupthingi fyrir hrun var talad um "upplysingaleka", og frekari umfjollun um malid bonnud. Morg thessara fyrirtaekja og audmanna sem fengu thessi lan eru enn vidskiptavinir bankans, hefur thetta aukid medal annars reidi folks i gard thessara fjarfesta og bankamanna. Thaer and-kapitalisku tilhneygingar og vidhorf sem einkenndu busahaldauppreisnina eru sannarlega enn til stadar. Thaer beinast i dag gegn stofnunum altjodakapitalismans eins og AGS og ESB. Thessi reidi beinist lika gegn adgerdum rikisstjorna eins og theirri bresku i kjolfar beitingu theirra a hrydjuverkalogunum gagnvart Islandi. Su hreyfing hefur verid svikin allharkalega af baedi Vinstri graenum og Borgarahreyfingunni, sem hefur afhjupad getuleysi sitt og hringlandahatt i stjornarandstodu. Thad er grafalvarlegt mal, thvi su haetta skapast ad oanaegjan leiti i farveg thjodernishyggju og afturhalds ef vinstrihreyfingin bregst. Financial Times hefur meira ad segja borid tha horku sem stofnanir althjodakapitalismans hafa synt gagnvart islandi, saman vid adgerdirnar gagnvart Thyskalandi a 3. aratugnum. Thvi er naudsynlegt ad halda byggja sosialiska hreyfingu og setja fram sosialiska stefnuskra. Borgaralegar tulkanir a kreppuni a Islandi eru tvenns konar. Thegar hin svokolludu "Tigra hagkerfi" hrundu i Sudaustur Asiu, var malid einfalldad sem spurning um spillta stjornmalamenn og misheppnada peningamalastefnu. Eins skrifast kreppan a Islandi a spillta og graduga bankamenn. Stadreyndin er samt su ad fra thvi a 9. aratugnum hafa rikisstjornir og fjarmalafyrirtaeki farid i einu og ollu eftir kreddum nyfrjalshyggjunar. Island er enginn undantekning. Innherjavidskipti, spilling og graedgi eru bara hluti af gagnverki kapitalismans og stefnu nyfrjalshyggjunar. Vid sosialistar fordaemum allar tilraunir til ad lata vinnandi folk og adra hopa almennings borga fyrir kreppu kapitalismans. Kapitalistar og smair fjarfestar hafa thegar fengid sitt tap borgad fra rikisstjornum Bretlands og Hollands. Thessar rikisstjornir sem islendingum er aetlad ad borga bera lika abyrgd a nyfrjalshyggjustefnunni sem leiddi til kreppunnar. Mikill meirihluti Islendinga vill ad Icesave "samkomulaginu" verdi hafnad. Thad vaeri ekki i fyrsta skipti sem thjodir hafa farid gegn krofum AGS og neitad ad borga. Fyrir utan diplomatiskar adgerdir vaeru afleidingarnar adeins thaer ad Island fengi ekki er erlend lan. Til ad bjarga efnahag landsins, binda enda a lifskjaraskerdingar og atvinnuleysi, og afskrifa skuldir vinnandi folks er thorf a sosialiskri stefnu, eins og thjodnytingu a storydju, fiskidnadi og orkufyrirtaekjum. Bankarnir aettu ad vera afram i eigu rikisins, en undir lydraedislegri stjorn starfsfolks, ofugt vid thad hvernig theim er stjornad i dag.
- Mattias Bernardsson, agust 2009.