Friday, January 15, 2010

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave samningin. “Getum ekki borgað, munum ekki borga”, þarf að vera svarið.

Kristofer Lundberg (CWI Svíþjóð) talaði við Skúla Jón Kristinsson úr Sósíalískt Réttlæti (CWI Iceland) um hin sósíalíska valkost.

Mikil óánægja hefur ríkt á Íslandi við upphaf nýs árs. Viðleytni þingsins til að ábyrgjast gífurlegar skuldir, sem greiða á ríkisstjórnum Bretlands og Hollands, hefur valdið nýrri öldu götumótmæla og pólitískri kreppu í landinu. Upphæðin nemur 14.000 evrum á hvern íbúa. “Látum bankamennina greiða, við kærum okkur ekki um það”, er viðkvæðið utan þingsins. Stór undirskrifarlisti með áskorun til forsetans um að samþykkja ekki lögin, leiddi m.a. til þess að hann ákvað að synja þeim staðfestingar. Hefur nú verið lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið, sem áætlað er að fari fram 20. febrúar. Verði málið fellt í atkvæðagreiðsluni, gæti það leitt til falls ríkisstjórnarinnar, sem ekki er nema árs gömul.Herferð hræðsluáróðurs og fjárkúgunar er þegar hafin hjá hinum kapítalísku veldum og fjölmiðlum. Þau vilja þvinga Íslendinga til að “hlýða reglunum”; neitun okkar myndi skapa slæmt fordæmi fyrir önnur ríki og lántakendur. Ríkisstjórnin reynir nú að fresta atkvæðagreiðsluni og hugsanlega aflýsa henni, með einhvers konar viðræðum sem leiða myndu til nýs Icesafe samkomulags. Kannanir sýna ríka andúð á að almenningur borgi fyrir “áhættufjárfestingarnar”.


Fjárhagslegt spilavíti.
Í meira en tíu ár var Ísland nýfrjálshyggjutilraun, fjárhagslegt spilavíti. Á því tímabili var það álitið skínandi fordæmi, sem ekki var gagnrýnt af stjórnmálamönnum neins staðar í Evrópu. Hin hnattræna fjármálakreppa, leiddi hins vegar til hruns á bankakerfi landsins og gjaldmiðli. Kreppan snéri efnahagslegri velgengni upp í algert hrun. Þann 5. október 2008, fór Ísland úr því að vera 6. ríkasta landi í heimi, miðað við höfðatölu, yfir í að jaðra við þjóðargjaldþroti. Bankarnir hrundu eins og spilaborgir og voru þjóðvæddir. Hlutabréf í bönkunum urðu verðlaus. Tíu prósent landsmanna, um 30.000 manns, áttu hlutabréf. Lífeyrissjóðir hafa verið hér háðir hlutabréfamörkuðumHinar alþjóðlegu afleiðingar birtust skýrast í Bretlandi, þar sem til dæmis 100 sveitastjórnir hafa fjárfest í íslenskum fyrirtækjum, utan þúsunda af sparifjárreikningum einstaklinga. Gordon Brown saka Íslendinga um “ólöglegt” athæfi, með því að bæta þeim ekki upp tjónið sem hlut eiga að máli, og beitti eins og frægt er hryðjuverkalögum til að frysta eigur Landsbankans.Á Íslandi hefur átt sér stað hruna gjaldþrota hjá fyrirtækjum, og um 40 prósent heimila geta ekki staðið í skilum skulda sinna. Lífeyrisþegar töpuðu margir öllum sínum lífeyri. Eins og við munum var þetta kveikjan að uppreisn þeirri, sem leiddi til falls hægri stjórnarinnar í upphafi árs 2009.



Icesave

Þegar netbanki Landsbankans, Icesave, hrundi töpuðu þúsundir viðskiptavina í Bretlandi og Hollandi öllum sínum peningum. Ríkisstjórnir þessara landa bættu þeim einstaklingum upp tap sitt samkvæmt ríkisábyrgðarlögum. Síðan hafa ríkisstjórnir Hollands og Bretlands krafist þess að Íslendingar greiði þeim 3,8 milljarða evra.Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar snýst um að orðið sé við þessum kröfum. Sú staðreynd að íslenska þingið, sé tilbúið að greiða þessa gríðarlegu upphæð til bresku og hollensku ríkjanna, mitt í þessari sögulegu kreppu sem hrjáir verkafólk landsins, ellilífeyrisþega, ungt fólk og fyrrum millistéttir, hefur skiljanlega leitt til nýrrar öldu fjöldamótmæla.Málið var fyrst tekið fyrir á Alþingi í ágúst, en síðan voru settir fyrirvarar við málið svo sem eins og hagvaxtarspár og tímarammi. Hlutu þeir ekki náð í London eða Hag, og var nýr samningur gerður í október. Vegna ótta við almenna vandlætingu (auk málþófs stjórnarandstöðunnar), var málið ekki tekið til atkvæðagreiðslu fyrr en í janúar. Var það samþykkt með naumum meirihluta, eða 33 atkvæðum gegn 30.Til marks um víðtæka andstöðu, skrifuðu 60.000 manns, eða fjórðungur íbúanna undir undirskriftalista gegn frumvarpinu. Skoðanakannanir sýndu 70 prósent andstöðu við málið. Milli steins og sleggju, vegna hinnar víðtæku andstöðu, fannst Ólafi Ragnari Grímssyni hann knúinn til að synja lögunum staðfestingar og vísa þeim til þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetin var ekki mótfallin því að upphæðin skyldi greidd, heldur óttaðist hann ólguna meðal almennings.



Þjóðaratkvæðagreiðlan.

Synjun forsetans þvingar þingið til að fallast á þjóðaratkvæðagreiðslu. Það felur í sér vissa stjórnmálavæðingu samfélagsins og pólaríseringu, en gefur ríkisstjórninni og valdastéttini færi á að leggja í hræðsluáróðursherferð.Hið alþjóðlega auðvald og fjölmiðlar þess óttast að málið verði fellt og berjast hart fyrir samþykki þess hjá þjóðinni, á svipaðan hátt og þeir gerðu þegar Írar greiddu atkvæði um Lisabon sáttmálan. Ráðherra banka- og fjármála í Bretlandi, Myners lávarður, varaði við því að Íslandi yrði úthýst úr hinu alþjóðlega fjármálakerfi ef það borgaði ekki. Aðrir vara við slíkri utangarðsstöðu sem afleiðingu, og segja það myndi standa því fyrir þrifum að Ísland gæti orðið aðili að Evrópusambandinu.“Ef fólkið segir nei, ef Ísland borgar ekki skuldir sínar við breska og hollenska skattgreiðendur mun það verða til þess að skrúfað verði fyrir lánagreiðslur frá AGS, og enginn lán verði í boði frá Svíþjóð”, segir sænska dagblaðið Expressen, þann 10. janúar. Ríkisstjórn Finnlands er einnig meðal þeirra sem hótar að halda að sér höndunum varðandi lán til Íslands. Sænskir fjölmiðlar tala um “áhættuna sem fylgi neitun, nýja stjórnmálakreppu og frekari tafir á björgunaráætlunum sem Ísland þurfi á að halda.” og, “án þess að koma aftur á eðlilegum alþjóðasamskiptum, mun Ísland ekki fá þá dali og evrur sem nauðsynleg eru til að flytja inn vörur og þjónustu.”



Hverjir eru valkostirnir?

Hverjir eru valkostir verkalýðs og ungs fólks á Íslandi?
“Í fyrsta lagi, þurfum við að segja nei við lögum, sem ef framfylgt munu hafa alvarlegar afleiðingar fyrir venjulegt fólk, kynslóðir fram í tíman. 3,8 milljarðar evra- sem jafngildir þriðjungi þjóðarframleiðslu, borgaðar upp fram til ársins 2024 myndu grafa harkalega undan efnahagnum. Fyrir breska ríkið eru þetta vasapeningar, en ekki fyrir Ísland”, segir Skúli Jón Kristinsson meðlimur í Sósíalísku Réttlæti (CWI á Íslandi). Heildarupphæðin jafngildir einu prósenti af lánum bresku ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2010 og 2011, samkvæmt Financial Times.Spurningin er hversu sterk andstaðan sé? Mun hræðsluáróðurinn ná eyrum fólks? Hvað mun gerast ef málið er fellt? Fólkið finnur enn til þess styrks sem það sýndi vikurnar sem leiddu til falls síðustu ríkisstjórnar. Götumótmæli hafa hafist að nýju. Flestum finnst réttilega að skattgreiðendur ættu ekki að greiða reikninga banka og braskara.Veikleikinn liggur hjá pólitískri forystu mótmælanna, sem er óviss í hverju hún vill ná fram. Hægriflokkarnir, sem nú eru í stjórnarandstöðu og mótmæla Icesavelögunum, á meðan stjórn Samfylkingar og Vinstri- Grænna ætla sér að keyra málið í gegn! Þetta sýnir að enginn af þeim stjórnmálaflokkum sem eiga fulltrúa á þingi, eru færir um að verja lífskjör og draga þá sem bera ábyrgð á kreppunni til ábyrgðar. Mótmælahreyfingin þarf að hugsa lengra og ræða valkosti verkafólks. Útgangspunkturinn er að sjálfsögðu Icesave samningurinn og þjóðaratkvæðagreiðslan. Reiði verkafólks, ungs fólks og lífeyrisþega þarf að beina í farveg fyrir fjöldafundi um valkostina, undir slagorðinu; “Getum ekki borgað, munum ekki borga!”

Sósíalískt Réttlæti (CWI á Íslandi) stendur fyrir:
-segjum “nei” við Icesave lögunum.
-Engar afborganir af skuldum. Bætur aðeins greiddar (af hluteigandi ríkisstjórnum) handa smáum fjármagnseigendum.
-Bankamenn og braskarar skulu borga fyrir kreppuna
-Niðurfelling á öllum persónulegum skuldum fólks úr vinnandi stéttum
-Víðtæka herferð gegn afborgunum á húsnæðisskuldum
-Ísland neiti að hlýða skipunum frá ESB, AGS og öðrum stofnunum heimskapítalismans.
-Allar bókhaldsbækur opnaðar svo hægt sé að skoða hvert milljarðar bankana hafa farið.
-Þjóðnýting undir lýðræðislegri stjórn og rekstrarumsjón launafólks á bönkum, stórum fyrirtækum og digrum stjóðum.
-Fjöldahreyfingu með kjörnum fulltrúum, sem setur fram sínar eigin stjórnmálakröfur og stefnuskrá. Fjöldaherferðir af fundum á vinnustöðum, skólum og stofnunum.
-Stjórnmálaflokkarnir eru ekki traustsins verðir. Byggjum í staðinn raunverulegan verkalýðsflokk.
-Fyrir lýðræðislegu sósíalísku Íslandi, fyrir sameinaðri sósíalískri Evrópu.

Kristofer Lundberg

No comments:

Post a Comment