Tuesday, March 31, 2009

Kapítalisminn í krísu – Berjumst fyrir Sósíalískum valkosti!


Efnahagskreppan sem nú ríður yfir Ísland, og hið kapítalíska kerfi á heimsvísu, er ekki náttúruhamfarir heldur mannana verk. Kreppan er aðeins rökrétt afleiðing þess að við búum við kerfi, þar sem valdastéttin krefst margfallt meiri ágóða en framleiðni hagkerfisins gefur tilefni til. Því meira svigrúm sem auðvaldið fær til að drottna yfir samfélaginu þess dýpri og harkalegri verða kreppurnar. Fullyrt var að útþennslustefna íslensku fjármálaelítunar erlendis, hin svokallaða ,,útrás”, myndi færa íslenskum almenningi ótakmarkaða velsæld. Við sjáum það hins vegar greinilega nú að þetta var innantómt orðagjálfur og lygi.

Stórir hópar samfélagsins urðu aldrei varir við hið svokallaða góðæri, nema í formi blaðafyrirsagna og sjálfumglaðra yfirlýsinga stjórnmálamanna. Nú er þessu fólki sagt að þad þurfi að taka á sig frekari kjaraskerðingar vegna óráðsíu fjármálaelítunnar. Málpípur fjármálaelítunnar reyna af veikum mætti að telja okkur trú um að við séum ,,öll á sama báti”. Í framkvæmd virkar það þannig að vinnandi fólk þarf að taka á sig birgðarnar, á meðan valdastéttin hefur það náðugt. Íhaldið, sem færdi okkur 5 milljarða dala skuld við Alþjóða gjaldeyrissjóðin, staðhæfir í hroka sínum og sjálfumgleði að stefna þess í efnahagsmálum hafi ekki brugðist heldur fólkið. Í fyrringu sinni lýta þessir erindrekar frjármálaelítunnar svo á að passi veruleikinn ekki við kenninguna sé eitthvað að veruleikanum.

Veruleikinn er hins vegar sá að kapítalisminn er efnahagskerfi sem ávallt kemur til með að bregðast vinnandi fólki og annari alþýðu. Meira en 200 ára reynsla af auðvaldskerfi og stéttabaráttu í heiminum sína það og sanna. Þótt Ísland sé fámenn eyja gilda hér sömu efnahagslögmál og í öðrum audvaldsríkjum. Kapítalisminn er alþjóðlegt kerfi og efnahagskreppur þess eru líka alþjóðlegar. Þess vegna telur Sósíalískt Réttlæti að baráttan fyrir sósíalisma á Íslandi sé nátengd stéttabaráttu og baráttunni fyrir sósíalisma í öðrum löndum.

Samsteypustjórn Samfylkingar og Vinstri grænna er vissulega skref í rétta átt frá þrálátri valdasetu íhaldsins. Þó skulum við ekki búast við miklu frá kratastjórninni. Til dæmis staðhæfði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að Áætlun AGS á íslandi væri hornsteinn efnahagsstefnu stjórnarinnar. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er ekki alþjóðleg góðgerðarstofnun eins og íslenskir fjölmiðlar virðast halda. Hlutverk sjóðsins er fyrst og fremmst að tryggja yfirráð fjölþjóðlegra stórfyrirtækja yfir efnahagslífi þjóða.

Í öllum löndum þar sem sjóðurinn hefur komið að málum hefur stefna hans eingöngu aukið á neyð og örbirgð almennings. Svokölluð vinstri stjórn mun ekki reynast þess megnug að standa upp í hárinu á alþjóðabatteríi heimsauðvaldsins, né mun hún hafa mikin áhuga á því þegar til lengdar lætur. Þegar hin nýja ríkisstjórn fer að afhjúpa getuleysi sitt fyrir almenningi er mikilvægt að til sé raunhæfur valkostur við hið sósíaldemókratíska miðjumoð. Sósíalískt réttlæti ætlar sér að skapa slíkan valkost fyrir verkafólk, stúdenta og öryrkja hér á landi.

Samtökin fyrir Alþjóðasambandi Verkafólks(CWI) eru alþjóðleg baráttusamtök sósíalista sem starfa í yfir 40 löndum. SAV eru þátttakendur í baráttunni gegn alræði stórfyrirtækja og fyrir afnámi heimskapítalismans. Við berjumst fyrir lýðræðislegu sósíalísku samfélagi á alþjóðlegum grundvelli. Taktu þátt!

socialistworld.net


Upphafsorð

Þetta blogg er málgagn Íslandsdeildar CWI. CWI eru alþjóðleg baráttusamtök sósíalista með deildir í yfir 40 löndum. Í gær (30. mars) var stofnuð Íslandsdeild CWI í Gautaborg, Svíþjóð. Samtökin heita Sósíalískt Réttlæti, á Íslandi. Markmið Þeirra er að leggja sitt að mörkum í stéttabaráttuni og baráttuni fyrir sósíalisma á Íslandi, og annars staðar í heiminum. Við teljum að Baráttan fyrir sósíalisma og gegn yfirráðum heimskapítalismans sé alþjóðleg barátta. Stéttabaráttuna og baráttuna fyrir sósíalisma þarf að heyja á alþjóðlegum grundvelli. Allar tilraunir til að reka ,,sósíalísk" eyríki innan hins hnattræna kapítalíska kerfis eru dæmdar til að mistakast, eins og hin bitra reynsla frá síðustu öld sannar. Við erum hreyfing sem tekur mið af sögulegri reynslu af stéttabaráttu og byltingarbaráttu, hvort sem er á Íslandi eða í öðrum löndum.