Thursday, June 4, 2009

20 ár frá fjöldamorðunum á Torgi hins Himneska Friðar: Baráttan heldur áfram!

-Ríkisstjórn Kína óttast fjöldabaráttu-
Tuttugu ára afmæli fjöldahreyfingarinnar sem lauk með fjöldamorðunum í Peking sýnir að arfleið baráttu þeirrar hreyfingar lifir í Kína og Hong Kong. Þrátt fyrir viðleitni kínverskra valdhafa til að eyða allri almennri umræðu um atburðina og eyða „4,6.“ úr sögunni, er ný kynslóð að vakna til vitundar um mikilvægi atburða ársins 1989. Stærsta minningarganga um fórnarlömb fjöldamorðanna sem farið hefur fram í Hong Kong í 15 ár, skapar hvetjandi fordæmi fyrir áframhaldandi baráttu fyrir lýðræðislegum réttindum í Kína.
Hin glæsilega hreyfing námsmanna og verkafólks náði til 100 borga í landinu árið 1989, færði milljónir manna út á göturnar, verkafólk skipulagði verkföll með kröfum um lýðræðisleg réttindi, og í tíu daga stóð yfir uppreisn innan hersins. Það er enginn furða að kínverskir ráðamenn neiti að viðurkenna þessa hreyfingu- sem þróaðist yfir í byltingarsinnaða hreyfingu sem var nálægt því að steypa hinni spilltu einræðisstjórn hins svokallaða „kommúnista“ flokks. Sérstaklega var stofnun sjálfstæðra verkalýðsfélaga í lok maí 1989, hvati fyrir Deng Xiaoping til að brjóta hreyfinguna á bak aftur með valdi. Deng dró með blóði línu sem verkafólk, stúdentar og jafnvel andstöðuöfl innan flokksins skyldu ekki voga sér að fara yfir. Eins og Deng lýsti sjálfur yfir, var hann tilbúinn til að myrða 200 þúsund manns ef það færði landinu 20 ár af stöðugleika.
-Enginn samhljómur, enginn jöfnuður!-
Þessi barátta- gegn flokkseinræði og ofbeldisfullu ríkisvaldi- stendur enn yfir í dag. Á valdatíma Deng, var „markaðsvæðingu“ kínversks efnahagslífs hrint í framkvæmd, sem hefur gert Kína að einu mesta ójafnaðarsamfélagi jarðar. Aðeins 1,5 milljón fjölskildna, eða 0,4% af íbúum landsins, á 70% af auðævum Kína í dag. Á sama tíma lifa 248 milljónir Kínverja við örbirgð. Kína var aldrei sú „Paradís Verkamanna“, sem hin gamla stjórn Maóista hélt fram að það væri, en í dag er landið tvímælalaust helvíti á jörðu fyrir verkafólk landsins, sérstaklega þær 100 milljónir sem starfa í „blóð og svita“ verksmiðjunum á ömurlegum kjörum og með nánast engan frítíma. En hvað með lýðræðið? Þeir sem halda að markaðurinn (auðvaldið) og lýðræði fari saman eins og hanski á hönd eiga erfitt með að útskýra hvað gerst hefur í Kína. Hvers vegna „kínverska módelið“- þar sem verkalýðsfélög og öll sjálfstæð samtök eru brotin á bak aftur með valdi- er svona vinsælt hjá fjölþjóðlegum stórfyrirtækjum. Þau taka það fram yfir lönd þar sem lýðræðisleg réttindi, réttindi vinnandi fólks og mannsæmandi launakjör, eru til staðar. Þrátt fyrir að Kína sé kapítalískara, er það ólýðræðislegra en það var á níunda áratugnum. „Kína er orðið að loftþéttum járnklefa“, samkvæmt Tiananmen mæðra baráttuhópnum, sem var gert að yfirgefa Peking fyrir 4. Júní. Engar minningarathafnir eru liðnar á meginlandinu, og jafnvel boð um að klæðast hvítu sem leið til þögulla mótmæla, hafa orðið til þess að stjórnvöld hafa hótað refsiaðgerðum. Handtökur og ofsóknir gagnvart stjórnarandstæðingum eru umfangsmeiri í dag en á meðan Ólympíuleikunum stóð. Hin þungi armur kínverska ríkisins er studdur af mörgum stærstu fjölþjóðafyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Cisco, og Yahoo, sem sjá kínversku lögreglunni fyrir fullkomnasta ritskoðunarbúnaði sem völ er á, til að kæfa skoðanaskipti á netinu. Með hjálp Wall Street hefur kínverska ríkið orðið „fágaðra“ í kúgun sinni en alveg jafn vægðarlaust. Allt tal um stöðugleika í Kína eru tálsýnir. Í landinu fara fram um 600 fjöldaóeirðir á dag. Vinnudeilur jukust um 98% á síðasta ári. Mál hinnar 21 árs gömlu Deng Yujiao, sem stakk embættismann til bana sem reyndi að nauðga henni, undirstrika hversu hötuð yfirvöld eru í Kína. Gríðarlegur stuðningur við Deng var sjáanlegur a netinu þar til yfirvöld skrúfuðu fyrir aðgang að internetinu því þau óttuðust götumótmæli. Í tilfellum sem þessum má vísi að nýrri 1989 hreyfingu. Því lengur sem stjórnvöld í Kína herða tökin, þeim mun meira aukast líkurnar á samfélagslegum mikla hvell. Allt tal um að Kínverjar þurfi „styrka stjórn“ eða séu „ekki tilbúnir fyrir lýðræði“ sýnir aðeins fyrirlitningu elítunnar á almenningi. Til að heiðra minningu þeirra sem létust fyrir 20 árum þarf að skipuleggja nýja fjöldabaráttu fyrir breyttu samfélagi. Eins og Joe Hill sagði réttilega, „Ekki syrgja, skipuleggið ykkur!“

-Um er að ræða þýðingu á hluta úr grein sem birtist á chinaworker.info, fimmtudaginn 4. júní '09.

No comments:

Post a Comment