Wednesday, December 9, 2009
Loftslagsráðstefna Fólksins
-Lina Westerlund og Mattias Bernhardsson (Rattvisepartiet Socialisterna-CWI í Svíþjóð)
Komandi atburðir ráðstefnunar:
fimmtudagur 10. des.
Alþjóðleg samvinna um endurnýjanlega orku- Evrópa og suðrið. 10.00-12.00 í bláa salnum.
Fordæmi fyrir hraðri umbreytingu til viðvaranlegra orkugjafa. 10.00-12.00 í blá salnum.
föstudagur 11. des.
Kjötneysla og loftslagsbreytingar. 10.00-12.00 í brúna salnum.
Kröfur um réttindi loftslagsflótamanna. 10.00-12.00 í græna salnum.
stofnfundur Alþjóðlegrar Baráttuherferðar fyrir Réttindum Loftslagsflóttamanna. 13.00-15.00 í gula herberginu.
laugardagur 12. des.
Hnattrænn dagur aðgerða- stór mótmæli frá Christiansborg Slots- torgi, hefjast 13.00, og fara til Bella Center þar sem Sameinuðu þjóðirnar halda sína ráðstefnu.
Sunday, November 15, 2009
Skjól
Wednesday, November 4, 2009
Flokksþing RS í Stokkhólmi.
Monday, November 2, 2009
sosialisk syn a kreppu kapitalismans a islandi fra agust 2009
- Mattias Bernardsson, agust 2009.
Friday, July 24, 2009
Rauðir dagar í Reykjavík og andstaðan gegn ESB aðild.
Öflugustu áhrifavaldarnir og þrýstihóparnir á stefnu ESB eru stórfyrirtæki og evrópskt einokunarauðvald. Þar viðgengst hin versta sort jafnaðarstefnu sem hugsast getur, þ.e. jafnaðarstefna "frjálshyggjunar" og hægri jafnaðarmanna Samfylkingarinnar. Sú jafnaðarstefna er að jafna lífskjör Vestur- og Norður evrópsks verkafólks niður á við á hið sama plan og það gerist lakast í Suður- og Austur evrópu. Slíkar kjaraskerðingar eru réttlættar með frösum um samkeppnishæfni. Þannig er eining hinnar evrópsku verkalýðsstéttar klofin einokunarauðhringjum í hag, í stað þess að verkafólk evrópu stilli saman strengi sína í baráttu fyrir bættum kjörum þvert á landamæri, og verkafólk landa Suður- og Austur evrópu myndi í sameiningu með stéttabræðrum sínum vestar í álfuni berjast fyrir kjörum á við það sem gerist meðal betur settra verkamanna álfunnar.
Í kvöld verður svo fundur á vegum Rauðs Vettfangs í Friðarhúsi kl. 20: 00, í Friðarhúsi. Umræðuefnið er "Leiðin út úr kreppu auðvaldsins og uppbygging byltingarhreyfingar". Framsögumenn verða þeir Vésteinn Valgarðsson og Þorvaldur Þorvaldsson, félagar í Rauðum Vettfangi.
Á mogun (lau. 25 júlí) mun svo fara fram útifundur á Austurvelli kl. 15: 00 gegn ESB aðild og Icesafe samkomulaginu. Kl. 17:00 sama dag verður svo hugmyndasmiðja, kvöldverður og menningardagskrá á vegum Rauðs Vettfangs.
Friday, June 12, 2009
Um erindi Peter Hallward
-S.J.K.
Thursday, June 11, 2009
Flóttamenn hugsanlega sendir til Grikklands.
Í skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) frá 15. apríl 2008 er gerð grein fyrir afstöðu stofnunarinnar til endursendinga til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Í skýrslunni er lýst áhyggjum af stöðu hælismála í Grikklandi og þeim aðstæðum sem hælisleitendur þar í landi búa við. Í grófum dráttum má skipta athugasemdum stofnunarinnar í þrennt. Í fyrsta lagi er talið að aðgangur hælisleitenda að hælisumsóknarkerfinu sé ekki nægilega vel tryggður. Í öðru lagi eru gerðar athugasemdir við afgreiðslu grískra yfirvalda á umsóknum um hæli, áfrýjunarmöguleika og málsmeðferðartíma. Í þriðja lagi eru gerðar athugasemdir við aðstæður hælisleitenda í Grikklandi. Í skýrslunni er jafnframt vísað til þess að grísk yfirvöld hafi gripið til aðgerða í því skyni að efla hælisumsóknakerfi sitt í samræmi við alþjóðlegar og evrópskar kröfur og að stofnunin hafi og muni leitast við að aðstoða grísk yfirvöld í þeim efnum.
Með hliðsjón af þeim annmörkum sem stofnunin telur vera á gríska hælisumsóknakerfinu hvetur hún aðildarríkin til þess að endursenda ekki hælisleitendur til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og til að nýta sér heimild 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar til að taka til meðferðar umsókn um hæli jafnvel þótt viðkomandi ríki beri ekki ábyrgð á umsókninni.
Þar sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið þarf nú að taka afstöðu til endursendingar hælisleitenda til Grikklands var beint fyrirspurn til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um hvort sú afstaða sem fram kemur í ofangreindri skýrslu hafi tekið einhverjum breytingum. Í bréfi stofnunarinnar, dags. 3. mars 2009, kemur fram að afstaða hennar hafi ekki breyst. Hins vegar er tekið fram að grísk yfirvöld hafi stigið fjölda mikilvægra skerfa til að styrkja hælisleitendakerfi sitt þannig að það sé í samræmi við alþjóðlega og evrópska staðla og aukið samstarf sitt við stofnunina. Meðal annars hafi gríska ríkið sett reglur sem innleiði fyrrgreindar tilskipanir Evrópubandalagsins um hælismál og sett á fót vinnuhóp í samstarfi við stofnunina til að endurskoða kerfið. Þá var tekið fram að fulltrúar stofnunarinnar og gríska innanríkismálaráðuneytisins hefðu farið í vettvangsferð í september 2008 sem hafi leitt til fjölda tillagna um breytingar á hælisumsóknakerfinu. Sé vonast til þess að aðgerðaáætlun í þessu skyni verði bráðlega samþykkt. Þrátt fyrir þessi jákvæðu skref telur stofnunin að þörf sé að ýmsum breytingum, einkum hvað varðar meðferð hælisumsókna og aðstæður hælisleitenda, áður en hún geti breytt þeirri afstöðu sinni til endursendingar hælisleitenda sem fram kemur í skýrslu hennar frá 15. apríl 2008.
Mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins, Thomas Hammarberg, kannaði aðstæður hælisleitenda í Grikklandi í heimsókn sinni til landsins 8. – 10. desember 2008.
Í skýrslunni sem er frá 4. febrúar 2009 er fjallað ítarlega um aðstæður hælisleitenda þar í landi og sjö sérstakir efnisþættir teknir til skoðunar. Mannréttindafulltrúinn fagnar jákvæðri þróun löggjafar í Grikklandi á sviði hælismála og innleiðingu tilskipana Evrópubandalagsins í grískan rétt. Þá er því lýst í skýrslunni að í samtölum við mannréttindafulltrúann hafi grísk yfirvöld lýst yfir vilja til að bæta hælisumsóknakerfið og tryggja að það sé í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í samningum Evrópuráðsins.
Það er útskýrt í skýrslunni að aukning hælisumsókna sem berast grískum yfirvöldum hafi verið gífurleg síðastliðin fjögur ár og lagt þungar fjárhagslegar byrðar á Grikkland. Mannréttindafulltrúinn tekur undir margt sem fram kemur í ofangreindri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna frá 15. apríl 2008 og gerir margvíslegar athugasemdir við meðferð hælisumsókna og aðstæður hælisleitenda í Grikklandi. Þá eru grísk yfirvöld hvött til að koma á fót skilvirkri aðgerðaáætlun í því skyni að ná fram úrbótum á þessu sviði og ýmsar sértækar tillögur settar fram.
Rétt er að taka fram að Grikkland skilaði athugasemdum vegna skýrslunnar þar sem sjónarmið ríkisins eru sett fram. Þar er meðal annars vísað til þeirra breytinga sem urðu á grískri löggjöf á sviði hælismála árin 2007 og 2008 og þess markmiðs laganna að tryggja ótakmarkaðan aðgang að hælisumsóknakerfinu. Jafnframt er vísað til þess að tilskipanir Evrópubandalagsins nr. 2005/85/EB og 2003/9/EB sem ætlað er að tryggja lágmarkskröfur til afgreiðslu hælisumsókna og aðstæðna hælisleitenda hafi verið innleiddar í grískan rétt. Þá eru sértækar úrbætur sem grísk yfirvöld hafa gripið til á þessu sviði taldar upp í átta öðrum liðum.
Því hefur verið fleygt fram hér á landi að vegna þeirrar efnahagskreppu sem fjármálaauðvaldið kom landinu í geti íslendingar ekki tekið við flóttafólki. Þetta er fyrirsláttur af verstu sort því á gróðæristímanum fengu ekki fleiri flóttamenn hæli hér heldur en nú. Margir þeirra flóttamanna sem hér eru staddir hafa dvalið í flóttamannabúðurm á Grikklandi og er sú reynsla allt annað en góð. Eins og segir í skýrslunni hefur gríska stjórnkerfið ekki burði til að standa straum af hinni gífurlegu aukningu hælisumsókna, sem rekja má til þess að norður- og vestur evrópuríki mörg hver misnota Dyflinnarsamkomulagið til að koma vandanum yfir á aðra, þ.e. Grikki. Staðsetningar sinnar vegna er Grikkland oft fyrsta ríki Evrópu sem flóttamenn koma til. Íslensk stjórnvöld eiga að sjá sóma sinn í að leggja sitt að mörkum til að hjálpa fólki í neyð, í stað þeirrar eigingirni sem fellst í því að ætla að velta vandanum yfir á aðra. Vonbrigðin með ríkisstjórn svokallaðra vinstri flokka eru sár í þessum efnum. Ætli stjórn sem þykist standa fyrir jöfnuð og félagslegt réttlæti að sýna það í verki, væri gott fyrir hana að breyta stefnunni í málefnum hælisleitenda.
skýrsluna má lesa í heild sinni á: http://this.is/refugees/
Thursday, June 4, 2009
20 ár frá fjöldamorðunum á Torgi hins Himneska Friðar: Baráttan heldur áfram!
Tuttugu ára afmæli fjöldahreyfingarinnar sem lauk með fjöldamorðunum í Peking sýnir að arfleið baráttu þeirrar hreyfingar lifir í Kína og Hong Kong. Þrátt fyrir viðleitni kínverskra valdhafa til að eyða allri almennri umræðu um atburðina og eyða „4,6.“ úr sögunni, er ný kynslóð að vakna til vitundar um mikilvægi atburða ársins 1989. Stærsta minningarganga um fórnarlömb fjöldamorðanna sem farið hefur fram í Hong Kong í 15 ár, skapar hvetjandi fordæmi fyrir áframhaldandi baráttu fyrir lýðræðislegum réttindum í Kína. Hin glæsilega hreyfing námsmanna og verkafólks náði til 100 borga í landinu árið 1989, færði milljónir manna út á göturnar, verkafólk skipulagði verkföll með kröfum um lýðræðisleg réttindi, og í tíu daga stóð yfir uppreisn innan hersins. Það er enginn furða að kínverskir ráðamenn neiti að viðurkenna þessa hreyfingu- sem þróaðist yfir í byltingarsinnaða hreyfingu sem var nálægt því að steypa hinni spilltu einræðisstjórn hins svokallaða „kommúnista“ flokks. Sérstaklega var stofnun sjálfstæðra verkalýðsfélaga í lok maí 1989, hvati fyrir Deng Xiaoping til að brjóta hreyfinguna á bak aftur með valdi. Deng dró með blóði línu sem verkafólk, stúdentar og jafnvel andstöðuöfl innan flokksins skyldu ekki voga sér að fara yfir. Eins og Deng lýsti sjálfur yfir, var hann tilbúinn til að myrða 200 þúsund manns ef það færði landinu 20 ár af stöðugleika.
-Enginn samhljómur, enginn jöfnuður!-
Þessi barátta- gegn flokkseinræði og ofbeldisfullu ríkisvaldi- stendur enn yfir í dag. Á valdatíma Deng, var „markaðsvæðingu“ kínversks efnahagslífs hrint í framkvæmd, sem hefur gert Kína að einu mesta ójafnaðarsamfélagi jarðar. Aðeins 1,5 milljón fjölskildna, eða 0,4% af íbúum landsins, á 70% af auðævum Kína í dag. Á sama tíma lifa 248 milljónir Kínverja við örbirgð. Kína var aldrei sú „Paradís Verkamanna“, sem hin gamla stjórn Maóista hélt fram að það væri, en í dag er landið tvímælalaust helvíti á jörðu fyrir verkafólk landsins, sérstaklega þær 100 milljónir sem starfa í „blóð og svita“ verksmiðjunum á ömurlegum kjörum og með nánast engan frítíma. En hvað með lýðræðið? Þeir sem halda að markaðurinn (auðvaldið) og lýðræði fari saman eins og hanski á hönd eiga erfitt með að útskýra hvað gerst hefur í Kína. Hvers vegna „kínverska módelið“- þar sem verkalýðsfélög og öll sjálfstæð samtök eru brotin á bak aftur með valdi- er svona vinsælt hjá fjölþjóðlegum stórfyrirtækjum. Þau taka það fram yfir lönd þar sem lýðræðisleg réttindi, réttindi vinnandi fólks og mannsæmandi launakjör, eru til staðar. Þrátt fyrir að Kína sé kapítalískara, er það ólýðræðislegra en það var á níunda áratugnum. „Kína er orðið að loftþéttum járnklefa“, samkvæmt Tiananmen mæðra baráttuhópnum, sem var gert að yfirgefa Peking fyrir 4. Júní. Engar minningarathafnir eru liðnar á meginlandinu, og jafnvel boð um að klæðast hvítu sem leið til þögulla mótmæla, hafa orðið til þess að stjórnvöld hafa hótað refsiaðgerðum. Handtökur og ofsóknir gagnvart stjórnarandstæðingum eru umfangsmeiri í dag en á meðan Ólympíuleikunum stóð. Hin þungi armur kínverska ríkisins er studdur af mörgum stærstu fjölþjóðafyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Cisco, og Yahoo, sem sjá kínversku lögreglunni fyrir fullkomnasta ritskoðunarbúnaði sem völ er á, til að kæfa skoðanaskipti á netinu. Með hjálp Wall Street hefur kínverska ríkið orðið „fágaðra“ í kúgun sinni en alveg jafn vægðarlaust. Allt tal um stöðugleika í Kína eru tálsýnir. Í landinu fara fram um 600 fjöldaóeirðir á dag. Vinnudeilur jukust um 98% á síðasta ári. Mál hinnar 21 árs gömlu Deng Yujiao, sem stakk embættismann til bana sem reyndi að nauðga henni, undirstrika hversu hötuð yfirvöld eru í Kína. Gríðarlegur stuðningur við Deng var sjáanlegur a netinu þar til yfirvöld skrúfuðu fyrir aðgang að internetinu því þau óttuðust götumótmæli. Í tilfellum sem þessum má vísi að nýrri 1989 hreyfingu. Því lengur sem stjórnvöld í Kína herða tökin, þeim mun meira aukast líkurnar á samfélagslegum mikla hvell. Allt tal um að Kínverjar þurfi „styrka stjórn“ eða séu „ekki tilbúnir fyrir lýðræði“ sýnir aðeins fyrirlitningu elítunnar á almenningi. Til að heiðra minningu þeirra sem létust fyrir 20 árum þarf að skipuleggja nýja fjöldabaráttu fyrir breyttu samfélagi. Eins og Joe Hill sagði réttilega, „Ekki syrgja, skipuleggið ykkur!“
-Um er að ræða þýðingu á hluta úr grein sem birtist á chinaworker.info, fimmtudaginn 4. júní '09.
Thursday, May 28, 2009
ríkissjónvarpið kannski ekki lengur bláskjár.
Wednesday, May 27, 2009
Hardt og Negri
-SJK
Thursday, May 7, 2009
Nokkur orð um stöðu hælisleitenda á íslandi
M.B & S.J.K.
Tuesday, April 21, 2009
Um stöðu mála
Mörg sveitarfélög ramba á barmi gjaldþrots. Á Akureyri hefur bæjarstjórnin innleitt launalaust leyfi í einn dag handa starfsmönnum sveitarfélagsins. Að sögn Sigrúnar Bjargar Jakobsdóttur, bæjarstjóra á Akureyri hefur verið skorið inn að beini, og er þar vísað til umfangsmikils niðurskurðar í skólakerfi og annari samfélagsþjónustu. Enn er fjárlagahallin þó mikill. Sífellt fleiri sveitarfélög hafa gripið til ráðstafana eins og að taka frekari lán til að geta staðið skil á launagreiðslum ofl.
Ólafur Hr. Sigurðsson bæjarstjóri á Seiðisfyrði hefur gagnrýnt nýju ríkisstjórnina fyrir sambærilega vanrækslu gagnvart sveitarfélögum landsbyggðarinnar, og hjá þeirri síðustu. Enginn frekari fjárframlög hafa skilað sér til hinna illa stöddu sveitarfélaga, en hin nýja ríkisstjórn virðist samt átta sig á að nýjar fjöldauppreisnir eins og sú sem átti sér stað í Janúar gætu orðið að veruleika. Til dæmis var stór hluti niðurskurðaráætlana síðustu ríkisstjórnar í heilbrigðiskerfinu dregnar til baka af sitjandi ríkisstjórn. Setuverkfall stúdenta við Háskóla Íslands snemma í apríl, bar þann árangur að ríkisstjórnin gaf eftir, og ákvað að leggja 6oo milljóna króna aukafjárveitingu svo hægt væri að bjóða upp á sumarnámskeið (og meðfylgjandi námslán) við háskólann.
Tortryggni í garð auðmanna og auðmagns er víðtæk í samfélaginu um þessar mundir. Meira að segja hefur Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra kallað íslensku bankanna ,,hin nýju Enron“. Ein af mörgum staðreyndum sem enn ekki hafa verið rannsakaðar, er hvernig enginn hefur gefið því gaum að helmingur af lánum bankanna er til þeirra eigin dótturfélaga. Einnig vekur furðu að enginn setji spurningamerki við það að Kaupþing hafi borgað fjárfestum frá Katar úr eigin vasa til að fjármagna kaup þeirra á stórum hlut í bankanum.
Þær nefndir sem settar hafa verið á fót til að rannsaka bankahrunið og aðdraganda þess hafa þann eina tilgang að sannfæra okkur um að orsök hrunsins sé að finna hjá fáum gráðugum kapítalistum, vandamálið séu nokkur skemmd epli, en ekki auðvaldskerfið sjálft. Þess vegna verða sósíalistar að krefjast þess verkamönnunum sjálfum, stéttarfélögunum og öðrum grasrótarhópum verði opnaður aðgangur að bókhaldi og gögnum bankanna, og annara stórfyrirtækja til rannsóknar, auk opinberra gagna stjórnvalda. Niðurstaða slíkrar rannsóknar, sem væri sjálfstæð gagnvart ríkisstjórninni, stórfyrirtækjum og annara ríkisstjórna, hlýtur að leiða til þeirrar niðurstöðu að verkamenn, vinnandi alþýða, þurfi sjálfir að taka yfir stjórn alls samfélagsins.
Hannes H. Gissurarson, þekktur sérvitringur í íslensku samfélagi og hávær talsmaður svokallaðrar ,,nýfrjálshyggju“, rataði í fjölmiðla er hann kom með sínar skíringar á hvað hefði farið úrskeiðis og hvernig hefði mátt koma í veg fyrir það. Samkvæmt honum hafði verið skapað ákveðið andrúmsloft þar sem ,,athafnamönnum“ , stórfyrirtækjum og fólki sem tók yfir fyrirtæki til að rýja þau eignum, hefði verið gert hátt undir höfði. Óbeint tók hann á sig hluta af sökinni, en aðallega væri hún hjá vinstrisinnuðum menntamönnum sem hefðu ekki brugðist við til að stöðva þessa þróun í tæka tíð. Hann hélt því fram að áróðurinn fyrir ,,frjálsu“ markaðskerfi hefði borið of mikin árangur. ,,En þetta var heljarinnar þeysireið“ endaði kappinn á að segja. Margir hafa eflaust brosað af ummælum Hannesar, en hann hefur þó rétt fyrir sér þar sem andstaða svokallaðra vinstri manna við ríkjandi stefnu á þessum tíma var afar veikburða og hugmyndasnauð. Kannski er hún það enn. Kosningabaráttan sem nú stendur yfir virðist að mestu vera einræður stjórnmálamanna til kjósenda í formi sjónvarpsauglýsinga og litskrúðugra plakata. Það er eins og stjórnmálamenn vilji ekki lengur ræða við fólk á vitsmunalegum grundvelli.
Samfylkingin notar aðallega frasa og klisjur um ,,vinnu og velferð“. Einu raunverulegu aðgerðirnar sem þau leggja til eru skattahækkanir, innganga í Evrópusambandið og upptaka Evru. Með öðrum orðum er um að ræða uppskriftir að því hvernig skuli láta verkafólk og miðstéttina borga fyrir kreppu auðvaldsins. Hér höfum við enn eitt dæmið um hvernig kratar færast alltaf sí lengra til hægri. Því miður virðist sama þróun eiga sér stað hjá Vinstri Grænum. Þau virðast tilbúinn til eins mikilla málamiðlanna og seta í næstu ríkisstjórn kostar. Sé það raunin er þörf á nýju stjórnmálaafli sem á rætur sínar að rekja til stéttabaráttunar og grasrótarinnar. Það sem þarf er nýr verkalýðsflokkur sem hefur virkan stuðning verkafólks og ungs fólks. Hefur Rauður vettfangur, samfylking íslenskra sósíalista barist fyrir slíkum samtökum. Slíkur flokkur þarf , í ljósi fyrri reynslu svika og útvötnunar, að setja sér þær reglur að stjórnmálafólk innan sinna raða muni ekki þiggja hærri tekjur en sem nema venjulegum varkamannalaunum. Hinir almennu félagsmenn þurfa að stýra flokknum og þeim þarf að vera kleyft að skipta út fulltrúum sem stunda eiginhagsmunapot, fyrir aðra sem munu standa vörð um hagsmuni verkalýðsins. Aðeins með sósíalísku prógrammi er hægt að vinna bug á kreppunni; niðurfelling skulda almennings og heimila á einn eða annan hátt, yfirtaka eigna og auðs sköpuðum af arðráni auðvaldsins, þjóðnýting alls iðnaðar og náttúruauðlinda, sex stunda vinnudagur verði innleiddur án kaupskerðingar, komið verði á fót nefndum verkamanna í öllum fyrirtækjum og öllum sviðum samfélagsins. Leyfum hinum raunverulegu sérfræðingum (ekki óreyndum verðbréfabröskurum) að taka yfir stjórn samfélagsins, þ.e. hinni vinnandi alþýðu. Aðeins þannig getur framleiðsla hagkerfisins tekið mið af hagsmunum samfélagsins, einstaklinganna og umhverfisins, í stað fárra auðmanna.
Friday, April 10, 2009
Félagsrými hefur verið yfirtekið við Vatnsstíg 4
"Alstaðar eru hús á hús ofan sem standa auð, hús sem átti að rífa fyrir verslunarmiðstöðvar, hús sem átti að leigja á okurverði, hús sem áttu að gera ríka ríkari og samfélagið menningarsnauðara.
Við spurðum hvorki kóng né prest hvort við mættum brúka þetta hús, við þurfum ekki leyfi þeirra sem þykjast geta ráðskast með líf og land í krafti peninga. Við tökum ekki þátt í því kerfi.
Við tökum það sem réttilega er okkar og sköpum í þessu húsi félagslegt rými þar sem fólk getur hist og notað rýmið á þá vegu sem því finnst skipta máli; t.d. halda fræðslukvöld, elda mat, koma á fót leshringjum, stunda pólitískt starf gegn auðvaldinu og til hvers konar sköpunnar auk hverra þeirra uppákoma sem fólk kærir sig um að halda.Kapítalismi gerir fólki kleift að eiga hús, en láta þau standa auð þrátt fyrir að fjölda vanti heimili og viðverustaði. Bankarnir eiga flest tómu húsana og ætlast er til þess að við fólkið borgum fyrir þá svikamyllu sem viðgekkst „fyrir hrun“. Það verður ekki liðið lengur.
Hústöku þessari er stefnt gegn yfirvaldi, auðhyggju og hverskonar valdabrölti. Húsið okkar verður laust við ríkjandi yfirvöld hér á landi og laust við alla yfirvaldsbygginu að okkar hálfu."
hér að ofan er yfirlýsing aktívistanna er standa að hústökinni að Vatnsstíg 4. Íslandsdeild CWI lýsir yfir ánægju sinni með þetta glæsilega framtak og heitir fullum stuðningi. Öll viðleytni gegn kúgun og valdboði einokunarauðvaldisns er af hinu góða, auk þess sem full þörf er á rými þar sem fólk getur stundað stjórnmála- og menningarstarfsemi án þess að vera upp á náð og miskun gróðaaflanna komið.
Wednesday, April 1, 2009
Marx2009 Stokkhólmi

Tuesday, March 31, 2009
Kapítalisminn í krísu – Berjumst fyrir Sósíalískum valkosti!

Stórir hópar samfélagsins urðu aldrei varir við hið svokallaða góðæri, nema í formi blaðafyrirsagna og sjálfumglaðra yfirlýsinga stjórnmálamanna. Nú er þessu fólki sagt að þad þurfi að taka á sig frekari kjaraskerðingar vegna óráðsíu fjármálaelítunnar. Málpípur fjármálaelítunnar reyna af veikum mætti að telja okkur trú um að við séum ,,öll á sama báti”. Í framkvæmd virkar það þannig að vinnandi fólk þarf að taka á sig birgðarnar, á meðan valdastéttin hefur það náðugt. Íhaldið, sem færdi okkur 5 milljarða dala skuld við Alþjóða gjaldeyrissjóðin, staðhæfir í hroka sínum og sjálfumgleði að stefna þess í efnahagsmálum hafi ekki brugðist heldur fólkið. Í fyrringu sinni lýta þessir erindrekar frjármálaelítunnar svo á að passi veruleikinn ekki við kenninguna sé eitthvað að veruleikanum.
Í öllum löndum þar sem sjóðurinn hefur komið að málum hefur stefna hans eingöngu aukið á neyð og örbirgð almennings. Svokölluð vinstri stjórn mun ekki reynast þess megnug að standa upp í hárinu á alþjóðabatteríi heimsauðvaldsins, né mun hún hafa mikin áhuga á því þegar til lengdar lætur. Þegar hin nýja ríkisstjórn fer að afhjúpa getuleysi sitt fyrir almenningi er mikilvægt að til sé raunhæfur valkostur við hið sósíaldemókratíska miðjumoð. Sósíalískt réttlæti ætlar sér að skapa slíkan valkost fyrir verkafólk, stúdenta og öryrkja hér á landi.