Friday, April 10, 2009

Félagsrými hefur verið yfirtekið við Vatnsstíg 4


"Alstaðar eru hús á hús ofan sem standa auð, hús sem átti að rífa fyrir verslunarmiðstöðvar, hús sem átti að leigja á okurverði, hús sem áttu að gera ríka ríkari og samfélagið menningarsnauðara.
Við spurðum hvorki kóng né prest hvort við mættum brúka þetta hús, við þurfum ekki leyfi þeirra sem þykjast geta ráðskast með líf og land í krafti peninga. Við tökum ekki þátt í því kerfi.
Við tökum það sem réttilega er okkar og sköpum í þessu húsi félagslegt rými þar sem fólk getur hist og notað rýmið á þá vegu sem því finnst skipta máli; t.d. halda fræðslukvöld, elda mat, koma á fót leshringjum, stunda pólitískt starf gegn auðvaldinu og til hvers konar sköpunnar auk hverra þeirra uppákoma sem fólk kærir sig um að halda.Kapítalismi gerir fólki kleift að eiga hús, en láta þau standa auð þrátt fyrir að fjölda vanti heimili og viðverustaði. Bankarnir eiga flest tómu húsana og ætlast er til þess að við fólkið borgum fyrir þá svikamyllu sem viðgekkst „fyrir hrun“. Það verður ekki liðið lengur.
Hústöku þessari er stefnt gegn yfirvaldi, auðhyggju og hverskonar valdabrölti. Húsið okkar verður laust við ríkjandi yfirvöld hér á landi og laust við alla yfirvaldsbygginu að okkar hálfu."

hér að ofan er yfirlýsing aktívistanna er standa að hústökinni að Vatnsstíg 4. Íslandsdeild CWI lýsir yfir ánægju sinni með þetta glæsilega framtak og heitir fullum stuðningi. Öll viðleytni gegn kúgun og valdboði einokunarauðvaldisns er af hinu góða, auk þess sem full þörf er á rými þar sem fólk getur stundað stjórnmála- og menningarstarfsemi án þess að vera upp á náð og miskun gróðaaflanna komið.

1 comment: