Tuesday, March 31, 2009

Upphafsorð

Þetta blogg er málgagn Íslandsdeildar CWI. CWI eru alþjóðleg baráttusamtök sósíalista með deildir í yfir 40 löndum. Í gær (30. mars) var stofnuð Íslandsdeild CWI í Gautaborg, Svíþjóð. Samtökin heita Sósíalískt Réttlæti, á Íslandi. Markmið Þeirra er að leggja sitt að mörkum í stéttabaráttuni og baráttuni fyrir sósíalisma á Íslandi, og annars staðar í heiminum. Við teljum að Baráttan fyrir sósíalisma og gegn yfirráðum heimskapítalismans sé alþjóðleg barátta. Stéttabaráttuna og baráttuna fyrir sósíalisma þarf að heyja á alþjóðlegum grundvelli. Allar tilraunir til að reka ,,sósíalísk" eyríki innan hins hnattræna kapítalíska kerfis eru dæmdar til að mistakast, eins og hin bitra reynsla frá síðustu öld sannar. Við erum hreyfing sem tekur mið af sögulegri reynslu af stéttabaráttu og byltingarbaráttu, hvort sem er á Íslandi eða í öðrum löndum.

No comments:

Post a Comment