Wednesday, December 9, 2009

Loftslagsráðstefna Fólksins

Mánudaginn 7. desember hófst “Loftslagsráðstefna Fólksins” í Kaupmannahöfn. Meðlimir Sósíalíska Réttlætisflokksins (Svíþjóðardeild CWI) komu til kaupmannahafnar s.l. föstudag með dreyfibréf á dönsku, sænsku og ensku þar sem sett er fram sósíalísk stefnuskrá til lausnar á loftslagsvandanum. Loftslagsráðstefna Fólksins er skipulöggð af 95 samtökum á alþjóðavettfangi, sem andsvar við loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðana, sem aðeins endurómar falskar loftslagslausnir stórfyrirtækja. Á fimmtudaginn, mun CWI halda opinn fund undir yfirskriftinni, ,,Björgum jörðinni- berjumst gegn kapítalisma” kl. 4. í InfoPoint Rad.huset, Onkel Dannys Plads. Fundurinn mun ræða þær sósíalísku lausnir sem þörf er á; miklar opinberar fjárfestingar í endurnýtanlegri orku, samræmdar almenningssamgöngur í almannaeigu, húsnæði og landbúnaður; nauðsyn umbreytingar á iðnaði undir stjórn verkafólks, þjóðnýting stærri fyrirtækja og þörfina á efnahagslegri áætlanagerð. Þessa vikuna munu meðlimir CWI frá Svíþjóð einnig skipuleggja umræður um loftslagsbreytingarnar í kaupmannahöfn. 5. og 6. desember fór einnig fram alþjóðleg ráðstefna ungs fólks, COY, þar sem hundruðir manns tóku þátt. Kröfur okkar um réttlátar loftslagslausnir- að stórfyrirtæki, en ekki hin alþjóðlega verkalýðsstétt og hinir fátæku, skuli bera kostnaðinn af loftslagskreppunni- fengu almennan hljómgrunn, sérstaklega krafan um opinbera yfirtöku á fjölþjóðafyrirtækjum. Fyrstu þrjá daganna seldum við 77 eintök af sænska vikublaðinu okkar og 101 eintak af enskri þýðingu á skjalinu okkar um loftslagsbreytingarnar. Við erum einnig í sambandi við nýtt fólk sem hefur áhuga á frekari umræðu um alþjóðasambandið okkar (CWI).
-Lina Westerlund og Mattias Bernhardsson (Rattvisepartiet Socialisterna-CWI í Svíþjóð)

Komandi atburðir ráðstefnunar:
fimmtudagur 10. des.
Alþjóðleg samvinna um endurnýjanlega orku- Evrópa og suðrið. 10.00-12.00 í bláa salnum.
Fordæmi fyrir hraðri umbreytingu til viðvaranlegra orkugjafa. 10.00-12.00 í blá salnum.
föstudagur 11. des.
Kjötneysla og loftslagsbreytingar. 10.00-12.00 í brúna salnum.
Kröfur um réttindi loftslagsflótamanna. 10.00-12.00 í græna salnum.
stofnfundur Alþjóðlegrar Baráttuherferðar fyrir Réttindum Loftslagsflóttamanna. 13.00-15.00 í gula herberginu.
laugardagur 12. des.
Hnattrænn dagur aðgerða- stór mótmæli frá Christiansborg Slots- torgi, hefjast 13.00, og fara til Bella Center þar sem Sameinuðu þjóðirnar halda sína ráðstefnu.

Sunday, November 15, 2009

Skjól

Í gærkvöldi fóru fram vel heppnaðir og skemmtilegir styrktar- og baráttutónleikar fyrir flóttamenn á Íslandi. Fór viðburðurinn fram á Grand Rokk undir yfirskriftinni "Skjól", en það er einnig heitið á lögfræðisjóð sem verið er að koma upp hér til aðstoðar þeim flóttamönnum sem hingað leita. Dagskráin hófst á ljóðaupplestraröð frá félaginu Nýhil. Meðal skálda sem lásu þarna upp voru Arngrímur Vídalín Stefánsson, Hildur Lilliendal, Jón Bjarki Magnússon, Ingólfur Gíslason, Kári Páll Óskarsson, Jón Örn Loðmfjörð og Haukur Hilmarsson (þar sem ég skrifa þetta eftir minni, tiltölulega lítið sofinn, er hætta á að ég sé að gleyma einhverjum, ef svo er biðst ég fyrirfram afsökunar fyrir hönd sósíalistahreyfingarinnar). Elyas Sultani frá Afganistan lauk svo þessum fyrsta dagskrárlið viðburðarins með því að lesa frumsamið ljóð á móðurmáli sínu. Þau Haukur Hilmarsson og Kitty Anderson, aktívistar í flóttamannahreyfinguni, stigu stöku sinnum á svið milli atriða og héldu barátturæður. Meðal tónlistarmanna sem fram komu um kvöldið voru þeir bræður Blaz Roca og Sesar A, Thugs on Parole, DJ Kocoon, Pedro Pílatus, Retro Stefsson, Skelkur í Bringu og Bárujárn. Eins og áður sagði heppnuðust þessir tónleikar með miklum ágætum. Um er að ræða gott framtak í þágu málefnis sem nauðsynlegt er fyrir okkur að taka föstum tökum. Flóttamannahreyfingin er ung hreyfing hér á Íslandi en þróun hennar hefur verið hröð á hennar stutta líftíma. Hana þurfum við að efla og er sú vísa ekki of oft kveðin að fleira fólk þarf að ná inn í baráttuna fyrir mannréttindum flóttafólks. Við í Sósíalísku Réttlæti teljum a.m.k. að sem flesta krafta þurfi að virkja í þessari baráttu. Það er sorgleg staðreynd að litlar sem engar áþreyfanlegar stefnubreytingar hafa orðið hjá ríkisstjórninni sem nú situr, frá þeirri stefnu sem hér hefur alltaf verið rekin í málefnum flóttafólks. Mannréttinda- og mannúðarsjónarmið ráða hér ekki för heldur er allt kapp lagt á að senda fólk sem hingað leitar úr landi sem fyrst, þess vegna út í opinn dauðan. Á meðan svo er skiptir litlu hvort ríkisstjórn kennir sig við "vinstri" eða "félagshyggju", eða eitthvað annað. Eins og við vitum þó vinnast engir sigrar án markvissrar baráttu. Í samfélagi þar sem réttur auðmagnsins til ávöxtunar hefur forgang umfram allt annað, kosta einfölldustu og sjálfsögðustu mannréttindi þrotlausa baráttu.
- S.J.K.

Wednesday, November 4, 2009

Flokksþing RS í Stokkhólmi.

Síðastliðinna helgi sótti greinarhöfundur flokksþing Rattvisepartiet-Socialisterna (nafnið mætti þýða sem Sósíalíski Réttlætisflokkurinn) í Stokkhólmi. Var það bæði hressandi og fróðlegt. Það er mjög lærdómsríkt að fá innsýn í hvernig skipulaggður, alvöru sósíalistaflokkur starfar, sérstaklega fyrir ungan mann sem hefur enga reynslu af starfi Marxískrar hreyfingar nema í mýflugumynd. Þingið stóð yfir í þrjá daga, frá föstudegi til sunnudags. Var fundað frá kl. 9 á morgnanna og fram á kvöld, nema á sunnudaginn þegar þinginu var slitið um hádegisbilið á viðeigandi hátt, þ.e. sungu Internationalinn. Í fyrstu málstofunni var rætt um hina alþjóðlegu fjármálakreppu, mismunandi birtingarmyndir hennar í ólíkum löndum, allt frá Svíþjóð og Bretlandi til Suður Afríku og Nígeríu. Hélt greinarhöfundur stutt innslag um kreppuna og pólitíska landslagið á Íslandi í þeirri málstofu. Mikil umræða fór fram um hvernig verkafólk af erlendum uppruna fer sérstaklega illa út úr kreppunni í V- Evrópu. Það hefur unnið lægst launuðu störfin, er jafnvel fyrst til að missa vinnuna og er yfirleitt mismunað eða hundsað af stéttarfélögum. Síðar fór fram lífleg umræða um málefni samkynhneygðra. RS í Svíþjóð hefur látið sig þau mál mikið varða og innan flokksins starfar hópur samkynhneygðra sósíalista. Fyrir þinginu lá ályktun um stefnu og sjónarmið í þessum málaflokki. Meðal þess sem löggð var áhersla á í þeim umræðum var nauðsyn baráttu gegn hatursglæpum og hvernig jafnréttissinnuð lagasetning ein og sér sé ekki nægileg. Staðan er sú á vesturlöndum í dag að eini hópurinn sem getur "komið út úr skápnum" er fólk úr efri millistéttum, fjölmiðlafólk, tónlistarmenn (þ.e. frægir og vel stæðir) o.s.frv. Mun erfiðara er fyrir fólk úr launþegastéttum að opinbera kynhneygð sína, það verður frekar fyrir fordómum og aðkasti, jafnvel frá fulltrúum stéttarfélaga. Veldur þetta oft einangrun þessara einstaklinga, þau upplifa sig jafnvel ein og yfirgefin. Um er að ræða grafalvarlega brotalöm samfélagsins, sem sýnir sig m.a. í því hversu há sjálfsvígstíðni er meðal ungra samkynhneygðra. Skoðanaskiptin um þessa tillögu voru lífleg. Nokkrir félagar voru ósammála, töldu tillöguna einkennast af "hugsjónamennsku" (ídealisma) og hana skorta stéttabaráttusjónarmið. Fannst þeim sem hér ritar sjónarmið þessara félaga oft einkennast af hálfgerðum dólga- marxisma. Hvað sem því lýður var ánægjulegt að sjá að pláss er fyrir skoðanaágreining innan flokksins. Síðasta málstofa föstudagsins var um umhverfis- og loftslagsmál. Þar voru Þrír framsögumenn. Var fyrst um að ræða kynningu á loftslagsmálaráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember, og þeim helstu grasrótaraðgerðum sem þar verða skipulaggðar. RS kemur til með að senda fólk á þá ráðstefnu. Félagi Arne Johansson flutti innlegg um þá vá sem vofir yfir lífríki okkar verði ekkert að gert, innihélt það erindi stóran skammt af ógnvænlegum upplýsingum og tölfræði. Claire Doyle frá Sósíalistaflokki Englands og Wales (Bretlandsdeild CWI) flutti flotta ræðu þess efnis að lífríki okkar þoldi ekki til lengri tíma sóun og rányrkju kapítalismans á auðlinum jarðar, eða þá mengun sem henni fylgja. Lýðræðislegur sósíalismi þyrfti að leysa kapítalismann af hólmi. Sá skrifræðislegi áætlunarbúskapur sem stundaður var í Austur Evrópu, Kína o.s.frv. hefði ekki síður reynst lífríkinu skaðlegur og kapítalisminn. Eru ástæður þess að finna í þeim skorti á lýðræði sem þar ríkti auk þess sem efnahag þeirra landa var stjórnað af skrifræðisklíku sem þurfti ekki að bera neina ábyrgð gagnvart almenningi. Laugardagurinn hófst á málstofu um efnahagsmál og málefni launafólks í Svíþjóð. Um þessar mundir vex atvinnuleysir hratt þar í landi. Í Svíþjóð er auðvelldara að reka fólk en í flestum löndum V- Evrópu. Talað er jafnvel um að atvinnuöryggi sé minna aðeins í Bretlandi og Danmörku sé horft til V- Evrópu. Bitnar það sérstaklega á ungu launafólki, sem nýtur takmarkaðri réttinda á vinnumarkaði. Atvinnuleysisbætur höfðu sömuleiðis verið lækkaðar áður en kreppan skall á auk þess sem reglur um úthlutun atvinnuleysisbóta hafa verið þrengdar.Svíþjóð hefur undanfarið verið að þróast meira í áttina að láglaunamarkaði. Þróun kreppan hefur hraðað talsvert. Fólk sem missir ágætlega borguð störf t.d. í bílaiðnaði stendur oft eingöngu til boða illa borguð störf hjá skyndibitakeðjum. Verkamönnum af erlendum uppruna er bæði mismunað á vinnumarkaðnum og í velferðarkerfinu. Þeir fá almennt takmarkaðri og lakari aðstoð en aðrir sem þurfa að leyta á náðir velferðarkerfisins sökum atvinnumissis eða veikinda. Einnig hefur verið þrengt meira að hælisleytendum í Svíþjóð eftir að kreppan skall á. Ekki veit ég hvort þetta er það norræna velferðarsamfélag sem Steingrímur J. Sigfússon og forysta VG, telur sig ætla að koma hér á undir stjórn Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Allavega sýnir stefna þeirra í ríkisstjórninni að svo sé. Að þeirri málstofu lokinni voru málefni flokksins rædd, bæði innra skipulag og starfsemi þeirra útávið. Var þar farið yfir starf flokksins í kjarabaráttu, baráttu gegn rasisma, fyrir réttindum flóttamanna og réttindum samkynhneygðra svo eitthvað sé nefnt. Sat ég málstofu um hvernig sé best að ná til ungs fólks. Var þar löggð áhersla á reglulega virkni, vera sýnileg og mikilvægi þess að leggja áherslu á sjálfstæði og virkni félaga. Sósíalískur flokkur þarf á öflugri og virkri grasrót að halda þar sem hin almenni meðlimur tekur frumkvæði. Meðal baráttumála sem aðvellt hefur verið að ná til ungs fólks í gegn um er barátta gegn rasisma, fyrir réttindum flóttamanna, femínismi/kynjapólitík og réttindi samkynhneygðra. Einnig er mikilvægt að vera virk og sýnileg í skólum og á vinnustöðum. Útbreiða þarf skilning meðal fólks að í gegn um baráttuna geta allir haft áhrif. Samræmi þarf líka að vera milli þess sem við segjum og þess sem við gerum. Eftir kvöldmatarhlé fór fram umræða um reynsluna af framboði til Evrópuþingsins, sem RS stóð fyrir ásamt Sósíalistaflokknum (deild 4. alþjóðasambandsins í Svíþjóð) og nokkrum forystumönnum úr stéttarfélagi námuverkamanna. Voru um málið skiptar skoðanir. Sumir vildu meina að þetta framtak hefði haft lítið að segja, meðan aðrir vildu meina að með þessu framboði hefði flokkurinn náð til fólks með sína pólitík á breiðari grundvelli. Lauk svo þinginu á laugardeginum með yfirferð yfir fjármál flokksins. Á sunnudeginum fór fram umræða um alþjóðamál og þá sérstaklega starfsemi CWI í hinum ýmsu löndum. Var þar fjallað um baráttu stúdenta í Austurríki, Frakklandi og Belgíu fyrir breytingum á skólakerfinu, verkfallsbaráttu í ýmsum löndum og baráttuna í löndum rómönsku ameríku, svo eitthvað sé nefnt. Eins og áður sagði var þetta þing mikil vítamínsprauta fyrir þann sem hér ritar. Verkefni okkar hér á Íslandi er núna að byggja upp virka og baráttuglaða sósíalistahreyfingu sem hefur skýra sýn og er í alþjóðlegum tengslum.

Monday, November 2, 2009

sosialisk syn a kreppu kapitalismans a islandi fra agust 2009

Eins og allir vita rikir mikil reidi og oanaegja medal flestra islendinga vegna krofu breskra og hollenskra yfirvalda, um ad islenskir skattgreidendur thurfi ad borga milljarda fyrir fjarmalasukk islenskra banka og audmanna i evropu. Icesafe malid svokallada er med theim umdeildari a Islandi i dag. Samsteypustjorn Samfylkingar og Vinstri graenna hefur latid naer algerlega undan krofum theirra og samthykkt rikisabyrgd a skuldum bankanna i Evropu. Vid eigum ad borga skuldir oreidumanna moglunarlaust. Erfidlega hefur samt gengid ad mobilisera andstodu vid malid. Thann 13. agust motmaeltu 3000 reidir Islendingar fyrir utan Althingi gegn akvordun stjornarinnar um ad samthykkja rikisabyrgd a skuldunum. Skuldum sem islenskt verkafolk og millistettarfolk stofnudu ekki til heldur famennur hopur fjarfesta. Motmaelum sem thessum hefur tho thvi midur ekki verid haldid afram ad radi, thratt fyrir ad um 70% islendinga seu a moti rikisabyrgd. Gylfi Magnusson let thad ut ur ser ad eins vitlaut framtak og Icesafe reikningarnir voru, hafi their verid framtak islendinga og thvi thurfi islendingar ad borga brusan. Thetta er rangt hja honum. Islenskt verkafolk stofnadi ekki til thessara skulda heldur litill hopur kapitalista. Eftir hrun bankanna thriggja i oktober 2008, lenntu skuldir a islenska rikid upp a 600 milljarda isl. krona, a innan vid viku. Rikisstjorn Samfylkingar og Vinstri Graenna var fljot, eftir ad hun tok vid voldum, ad lata AGS og Evropusambandid sannfaera sig um ad thad vaeri i verkahring islenskra skattgreidenda a borga thessar skuldir. Skuldir upp a utb. 60 milljarda. Stor lan voru tekinn til ad borga brusan og sett i gang svokollud adgerda/vidreisnaraaetlun, sem m.a. felur i ser mikinn nidurskurd i velfedarkerfinu og tap a storfum. Krafa fulltrua AGS og ESB er thjodnyting thessara skulda, med tilheyrandi skattahaekkunum og nidurskurdi. Morg heimili hafa thurft ad bregdast vid stodunni med thvi ad ganga a sparife sitt og lifeyri. Um mitt sumar hafdi Johanna Sigurdardottir forsaetisradherra tilkynnt nidurskurd upp a 30% af opinberum utgjoldum. Radherralidi Samfylkingarinnar vard ad sinni heitustu osk, thegar samthykkt var i stjorninni ad saekja um adild ad ESB. Hefur thad ordid til ad auka enn frekar a thristinginn a ad thessar skuldir seu borgadar. Hollensk stjornvold hafa hotad ad hindra umsoknarferlid a vettfangi ESB verdi ekki gengid ad krofum theirra. AGS hefur somuleidis haldid lanautborgun sinni til islands i gislingu verdi ekki gengid ad krofunum. Thessi svokallada vinstristjorn var fljot ad afhjupa getuleysi sitt og politiskan gunguskap, og eins thversagnakennt og thad hljomar, hefur taekifaerissinnadri stjornarandsstodu Sjalfstaedismanna tekist ad nyta ser oanaegju almennings med undirlaegjuhatt stjornarinnar. Stjornin hefur lika latid thad vera sitt forgangsverkefni ad afletta hoftum a fjarmagnsflutningum. Hoftum sem sedlabankinn throadi i kjolfar neydarlaganna. Fyrst var hoftum a verslun med islenskar eignir aflett. Sidan voru fjarmagnsflutningar fra landinu leyfdir. Verid er ad skapa umhverfi fyrir brunautsolur. I juli var samthykkt ad veita 270 milljordum krona til ad "endurreysa" bankanna. Thegar frettastofa Ruv birti frettir um vafasamar lanveitingar i Kaupthingi fyrir hrun var talad um "upplysingaleka", og frekari umfjollun um malid bonnud. Morg thessara fyrirtaekja og audmanna sem fengu thessi lan eru enn vidskiptavinir bankans, hefur thetta aukid medal annars reidi folks i gard thessara fjarfesta og bankamanna. Thaer and-kapitalisku tilhneygingar og vidhorf sem einkenndu busahaldauppreisnina eru sannarlega enn til stadar. Thaer beinast i dag gegn stofnunum altjodakapitalismans eins og AGS og ESB. Thessi reidi beinist lika gegn adgerdum rikisstjorna eins og theirri bresku i kjolfar beitingu theirra a hrydjuverkalogunum gagnvart Islandi. Su hreyfing hefur verid svikin allharkalega af baedi Vinstri graenum og Borgarahreyfingunni, sem hefur afhjupad getuleysi sitt og hringlandahatt i stjornarandstodu. Thad er grafalvarlegt mal, thvi su haetta skapast ad oanaegjan leiti i farveg thjodernishyggju og afturhalds ef vinstrihreyfingin bregst. Financial Times hefur meira ad segja borid tha horku sem stofnanir althjodakapitalismans hafa synt gagnvart islandi, saman vid adgerdirnar gagnvart Thyskalandi a 3. aratugnum. Thvi er naudsynlegt ad halda byggja sosialiska hreyfingu og setja fram sosialiska stefnuskra. Borgaralegar tulkanir a kreppuni a Islandi eru tvenns konar. Thegar hin svokolludu "Tigra hagkerfi" hrundu i Sudaustur Asiu, var malid einfalldad sem spurning um spillta stjornmalamenn og misheppnada peningamalastefnu. Eins skrifast kreppan a Islandi a spillta og graduga bankamenn. Stadreyndin er samt su ad fra thvi a 9. aratugnum hafa rikisstjornir og fjarmalafyrirtaeki farid i einu og ollu eftir kreddum nyfrjalshyggjunar. Island er enginn undantekning. Innherjavidskipti, spilling og graedgi eru bara hluti af gagnverki kapitalismans og stefnu nyfrjalshyggjunar. Vid sosialistar fordaemum allar tilraunir til ad lata vinnandi folk og adra hopa almennings borga fyrir kreppu kapitalismans. Kapitalistar og smair fjarfestar hafa thegar fengid sitt tap borgad fra rikisstjornum Bretlands og Hollands. Thessar rikisstjornir sem islendingum er aetlad ad borga bera lika abyrgd a nyfrjalshyggjustefnunni sem leiddi til kreppunnar. Mikill meirihluti Islendinga vill ad Icesave "samkomulaginu" verdi hafnad. Thad vaeri ekki i fyrsta skipti sem thjodir hafa farid gegn krofum AGS og neitad ad borga. Fyrir utan diplomatiskar adgerdir vaeru afleidingarnar adeins thaer ad Island fengi ekki er erlend lan. Til ad bjarga efnahag landsins, binda enda a lifskjaraskerdingar og atvinnuleysi, og afskrifa skuldir vinnandi folks er thorf a sosialiskri stefnu, eins og thjodnytingu a storydju, fiskidnadi og orkufyrirtaekjum. Bankarnir aettu ad vera afram i eigu rikisins, en undir lydraedislegri stjorn starfsfolks, ofugt vid thad hvernig theim er stjornad i dag.
- Mattias Bernardsson, agust 2009.

Friday, July 24, 2009

Rauðir dagar í Reykjavík og andstaðan gegn ESB aðild.

Nú standa yfir Rauðir dagar í Reykjavík á vegum Rauðs vettfangs. Fyrsti dagskrárliður þeirra fór fram í gærkvöldi, en var þar um að ræða fund gegn ESB aðild undir yfirskriftinni "ESB? Nei takk." Var fundurinn haldinn í MÍR salnum á Hverfisgötu. Framsögumenn voru þau Páll Vilhjálmsson, blaðamaður og stjórnarmaður í Heimssýn, og Mona Jensen, sem er meðlimur í dönsku alþýðuhreyfingunni gegn ESB og ritstjóri dagblaðsins Arbejderen, sem gefið er út af Kommunistisk parti í Danmörku. Fóru svo fram umræður að loknum framsögum þeirra. Talaði Mona um reynslu Dana af ESB aðild og um ástæður þess að Íslendingar ættu að hafna slíkri aðild. Frá 1974 hafa sífellt fleiri og stærri ákvarðanir um innanríkismál Danmerkur verið teknar í Brussel. Danska þingið hefur því sífellt verið að færast nær því að vera stimpill fyrir tilskipanir Evrópusambandsins. Hún hrakti mýtuna um ESB sem einhvert friðarpróject, með því að tala um hinar sameiginlegu varnir sem Lisbon sáttmálin kveður á um og framkvæmd þeirra, en í dag býr Evrópusambandið yfir 60.000 hermönnum og er með bardagasveitir á sínum snærum sem notaðar hafa verið í íhlutanir í Afríku á vegum sambandsins. Með inngöngu í ESB göngumst við inn á Lisbon sáttmálan eins og hann leggur sig. Evrópusambandið sé ekki einhvert hlaðborð þar sem hver og einn getur valið það sem hann vill. Páll fór í erindi sínu aðeins sögulega yfir stofnun ESB, út frá því hvernig sambandið hefði verið stofnað í kjölfar heimstyrjaldanna til að samræma viðskiptahagsmuni Þjóðverja og Frakka, og tryggja þannig frið í Evrópu meðal annars. Ákvarðanir sem teknar væru í Brussel tækju síður en svo tillit til aðstæðna í hverju landi, og væri því fáránlegt að ætla að það kæmi íslendingum til góða að ætla að færa ákvörðunarvaldið yfir sínum málum til Brussel.
Öflugustu áhrifavaldarnir og þrýstihóparnir á stefnu ESB eru stórfyrirtæki og evrópskt einokunarauðvald. Þar viðgengst hin versta sort jafnaðarstefnu sem hugsast getur, þ.e. jafnaðarstefna "frjálshyggjunar" og hægri jafnaðarmanna Samfylkingarinnar. Sú jafnaðarstefna er að jafna lífskjör Vestur- og Norður evrópsks verkafólks niður á við á hið sama plan og það gerist lakast í Suður- og Austur evrópu. Slíkar kjaraskerðingar eru réttlættar með frösum um samkeppnishæfni. Þannig er eining hinnar evrópsku verkalýðsstéttar klofin einokunarauðhringjum í hag, í stað þess að verkafólk evrópu stilli saman strengi sína í baráttu fyrir bættum kjörum þvert á landamæri, og verkafólk landa Suður- og Austur evrópu myndi í sameiningu með stéttabræðrum sínum vestar í álfuni berjast fyrir kjörum á við það sem gerist meðal betur settra verkamanna álfunnar.
Í kvöld verður svo fundur á vegum Rauðs Vettfangs í Friðarhúsi kl. 20: 00, í Friðarhúsi. Umræðuefnið er "Leiðin út úr kreppu auðvaldsins og uppbygging byltingarhreyfingar". Framsögumenn verða þeir Vésteinn Valgarðsson og Þorvaldur Þorvaldsson, félagar í Rauðum Vettfangi.
Á mogun (lau. 25 júlí) mun svo fara fram útifundur á Austurvelli kl. 15: 00 gegn ESB aðild og Icesafe samkomulaginu. Kl. 17:00 sama dag verður svo hugmyndasmiðja, kvöldverður og menningardagskrá á vegum Rauðs Vettfangs.

Friday, June 12, 2009

Um erindi Peter Hallward

Í gær flutti breski heimspekingurinn og bókmenntafræðingurinn Peter Hallward erindi í Odda, Háskóla Íslands. Þema erindis hans var pólitískur vilji, eða hvaða merkingu leggja mætti í hugtakið og hvers vegna það væri mikilvægt í stjórnmálabaráttu líðandi stundar. Til að skýra hvaða merkingu ætti að leggja í hugtakið fór Hallward yfir skilgreiningar jafn ólíkra hugsuða og Jean- Jacques Rousseau til Frantz Fanon. Hann dvaldi einnig nokkuð við skilning Jakobínanna og annara þátttakenda í frönsku byltingunni á pólitískum vilja, og skoðaði einnig í því samhengi þrælauppreisnina á Haítí og sjálfstæðisbaráttu landsins, en Hallward hefur mikið fengist við eftirlendufræði. Hann tók einnig fyrir gagnrýni Marxismans á fulltrúalýðræði, sem og hugmyndir bæði Lenin og Che Guevara um almannavilja. Það er algeng ranghugmynd að Lenin hafi verið elítisti sem aðhylltist að lítil menntamannaklíka tæki völdin "í þágu alþýðunnar". Þvert á móti varð Lenin sífellt gagnrýnni á slíkar hugmyndir með árunum. Hallward fór einnig á sannfærandi hátt yfir þær aðferðir sem ráðandi öfl nota til að friðþægja fjöldan og draga úr honum bæði baráttukjark og trú á eigin getu til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Meginniðurstaða erindis Hallward var að verkefnið fælist í að endurvekja trú fólks á getu þess til að hafa áhrif á umhverfi sitt og virkja það í baráttunni fyrir hagsmunum sínum og réttlátara samfélagi. Peter Hallward er skýr og skilmerkilegur fyrirlesari og var erindi hans ánægjulegt og upplífgandi á að hlýða.
-S.J.K.

Thursday, June 11, 2009

Flóttamenn hugsanlega sendir til Grikklands.

Dómsmálaráðuneytið hefur nú ákveðið að byrja aftur að senda flóttamenn sem hér eru staddir til Grikklands. Kemur fram að sú ákvörðun sé tekin á grundvelli Dyflinnarsamkomulagsins. Í nýlegri skýrslu sem unnin var á vegum dómsmálaráðuneytisins kemur m.a. fram um aðstæður í Grikklandi:

Í skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) frá 15. apríl 2008 er gerð grein fyrir afstöðu stofnunarinnar til endursendinga til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Í skýrslunni er lýst áhyggjum af stöðu hælismála í Grikklandi og þeim aðstæðum sem hælisleitendur þar í landi búa við. Í grófum dráttum má skipta athugasemdum stofnunarinnar í þrennt. Í fyrsta lagi er talið að aðgangur hælisleitenda að hælisumsóknarkerfinu sé ekki nægilega vel tryggður. Í öðru lagi eru gerðar athugasemdir við afgreiðslu grískra yfirvalda á umsóknum um hæli, áfrýjunarmöguleika og málsmeðferðartíma. Í þriðja lagi eru gerðar athugasemdir við aðstæður hælisleitenda í Grikklandi. Í skýrslunni er jafnframt vísað til þess að grísk yfirvöld hafi gripið til aðgerða í því skyni að efla hælisumsóknakerfi sitt í samræmi við alþjóðlegar og evrópskar kröfur og að stofnunin hafi og muni leitast við að aðstoða grísk yfirvöld í þeim efnum.
Með hliðsjón af þeim annmörkum sem stofnunin telur vera á gríska hælisumsóknakerfinu hvetur hún aðildarríkin til þess að endursenda ekki hælisleitendur til Grikklands á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og til að nýta sér heimild 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar til að taka til meðferðar umsókn um hæli jafnvel þótt viðkomandi ríki beri ekki ábyrgð á umsókninni.
Þar sem dóms- og kirkjumálaráðuneytið þarf nú að taka afstöðu til endursendingar hælisleitenda til Grikklands var beint fyrirspurn til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna um hvort sú afstaða sem fram kemur í ofangreindri skýrslu hafi tekið einhverjum breytingum. Í bréfi stofnunarinnar, dags. 3. mars 2009, kemur fram að afstaða hennar hafi ekki breyst. Hins vegar er tekið fram að grísk yfirvöld hafi stigið fjölda mikilvægra skerfa til að styrkja hælisleitendakerfi sitt þannig að það sé í samræmi við alþjóðlega og evrópska staðla og aukið samstarf sitt við stofnunina. Meðal annars hafi gríska ríkið sett reglur sem innleiði fyrrgreindar tilskipanir Evrópubandalagsins um hælismál og sett á fót vinnuhóp í samstarfi við stofnunina til að endurskoða kerfið. Þá var tekið fram að fulltrúar stofnunarinnar og gríska innanríkismálaráðuneytisins hefðu farið í vettvangsferð í september 2008 sem hafi leitt til fjölda tillagna um breytingar á hælisumsóknakerfinu. Sé vonast til þess að aðgerðaáætlun í þessu skyni verði bráðlega samþykkt. Þrátt fyrir þessi jákvæðu skref telur stofnunin að þörf sé að ýmsum breytingum, einkum hvað varðar meðferð hælisumsókna og aðstæður hælisleitenda, áður en hún geti breytt þeirri
afstöðu sinni til endursendingar hælisleitenda sem fram kemur í skýrslu hennar frá 15. apríl 2008.


Mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins, Thomas Hammarberg, kannaði aðstæður hælisleitenda í Grikklandi í heimsókn sinni til landsins 8. – 10. desember 2008.
Í skýrslunni sem er frá 4. febrúar 2009 er fjallað ítarlega um aðstæður hælisleitenda þar í landi og sjö sérstakir efnisþættir teknir til skoðunar. Mannréttindafulltrúinn fagnar jákvæðri þróun löggjafar í Grikklandi á sviði hælismála og innleiðingu tilskipana Evrópubandalagsins í grískan rétt. Þá er því lýst í skýrslunni að í samtölum við mannréttindafulltrúann hafi grísk yfirvöld lýst yfir vilja til að bæta hælisumsóknakerfið og tryggja að það sé í fullu samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í samningum Evrópuráðsins.
Það er útskýrt í skýrslunni að aukning hælisumsókna sem berast grískum yfirvöldum hafi verið gífurleg síðastliðin fjögur ár og lagt þungar fjárhagslegar byrðar á Grikkland. Mannréttindafulltrúinn tekur undir margt sem fram kemur í ofangreindri skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna frá 15. apríl 2008 og gerir margvíslegar athugasemdir við meðferð hælisumsókna og aðstæður hælisleitenda í Grikklandi. Þá eru grísk yfirvöld hvött til að koma á fót skilvirkri aðgerðaáætlun í því skyni að ná fram úrbótum á þessu sviði og ýmsar sértækar tillögur settar fram.
Rétt er að taka fram að Grikkland skilaði athugasemdum vegna skýrslunnar þar sem sjónarmið ríkisins eru sett fram. Þar er meðal annars vísað til þeirra breytinga sem urðu á grískri löggjöf á sviði hælismála árin 2007 og 2008 og þess markmiðs laganna að tryggja ótakmarkaðan aðgang að hælisumsóknakerfinu. Jafnframt er vísað til þess að tilskipanir Evrópubandalagsins nr. 2005/85/EB og 2003/9/EB sem ætlað er að tryggja lágmarkskröfur til afgreiðslu hælisumsókna og aðstæðna hælisleitenda hafi verið innleiddar í grískan rétt. Þá eru sértækar úrbætur sem grísk yfirvöld hafa gripið til á þessu sviði taldar upp í átta öðrum liðum.


Því hefur verið fleygt fram hér á landi að vegna þeirrar efnahagskreppu sem fjármálaauðvaldið kom landinu í geti íslendingar ekki tekið við flóttafólki. Þetta er fyrirsláttur af verstu sort því á gróðæristímanum fengu ekki fleiri flóttamenn hæli hér heldur en nú. Margir þeirra flóttamanna sem hér eru staddir hafa dvalið í flóttamannabúðurm á Grikklandi og er sú reynsla allt annað en góð. Eins og segir í skýrslunni hefur gríska stjórnkerfið ekki burði til að standa straum af hinni gífurlegu aukningu hælisumsókna, sem rekja má til þess að norður- og vestur evrópuríki mörg hver misnota Dyflinnarsamkomulagið til að koma vandanum yfir á aðra, þ.e. Grikki. Staðsetningar sinnar vegna er Grikkland oft fyrsta ríki Evrópu sem flóttamenn koma til. Íslensk stjórnvöld eiga að sjá sóma sinn í að leggja sitt að mörkum til að hjálpa fólki í neyð, í stað þeirrar eigingirni sem fellst í því að ætla að velta vandanum yfir á aðra. Vonbrigðin með ríkisstjórn svokallaðra vinstri flokka eru sár í þessum efnum. Ætli stjórn sem þykist standa fyrir jöfnuð og félagslegt réttlæti að sýna það í verki, væri gott fyrir hana að breyta stefnunni í málefnum hælisleitenda.

skýrsluna má lesa í heild sinni á: http://this.is/refugees/

Thursday, June 4, 2009

20 ár frá fjöldamorðunum á Torgi hins Himneska Friðar: Baráttan heldur áfram!

-Ríkisstjórn Kína óttast fjöldabaráttu-
Tuttugu ára afmæli fjöldahreyfingarinnar sem lauk með fjöldamorðunum í Peking sýnir að arfleið baráttu þeirrar hreyfingar lifir í Kína og Hong Kong. Þrátt fyrir viðleitni kínverskra valdhafa til að eyða allri almennri umræðu um atburðina og eyða „4,6.“ úr sögunni, er ný kynslóð að vakna til vitundar um mikilvægi atburða ársins 1989. Stærsta minningarganga um fórnarlömb fjöldamorðanna sem farið hefur fram í Hong Kong í 15 ár, skapar hvetjandi fordæmi fyrir áframhaldandi baráttu fyrir lýðræðislegum réttindum í Kína.
Hin glæsilega hreyfing námsmanna og verkafólks náði til 100 borga í landinu árið 1989, færði milljónir manna út á göturnar, verkafólk skipulagði verkföll með kröfum um lýðræðisleg réttindi, og í tíu daga stóð yfir uppreisn innan hersins. Það er enginn furða að kínverskir ráðamenn neiti að viðurkenna þessa hreyfingu- sem þróaðist yfir í byltingarsinnaða hreyfingu sem var nálægt því að steypa hinni spilltu einræðisstjórn hins svokallaða „kommúnista“ flokks. Sérstaklega var stofnun sjálfstæðra verkalýðsfélaga í lok maí 1989, hvati fyrir Deng Xiaoping til að brjóta hreyfinguna á bak aftur með valdi. Deng dró með blóði línu sem verkafólk, stúdentar og jafnvel andstöðuöfl innan flokksins skyldu ekki voga sér að fara yfir. Eins og Deng lýsti sjálfur yfir, var hann tilbúinn til að myrða 200 þúsund manns ef það færði landinu 20 ár af stöðugleika.
-Enginn samhljómur, enginn jöfnuður!-
Þessi barátta- gegn flokkseinræði og ofbeldisfullu ríkisvaldi- stendur enn yfir í dag. Á valdatíma Deng, var „markaðsvæðingu“ kínversks efnahagslífs hrint í framkvæmd, sem hefur gert Kína að einu mesta ójafnaðarsamfélagi jarðar. Aðeins 1,5 milljón fjölskildna, eða 0,4% af íbúum landsins, á 70% af auðævum Kína í dag. Á sama tíma lifa 248 milljónir Kínverja við örbirgð. Kína var aldrei sú „Paradís Verkamanna“, sem hin gamla stjórn Maóista hélt fram að það væri, en í dag er landið tvímælalaust helvíti á jörðu fyrir verkafólk landsins, sérstaklega þær 100 milljónir sem starfa í „blóð og svita“ verksmiðjunum á ömurlegum kjörum og með nánast engan frítíma. En hvað með lýðræðið? Þeir sem halda að markaðurinn (auðvaldið) og lýðræði fari saman eins og hanski á hönd eiga erfitt með að útskýra hvað gerst hefur í Kína. Hvers vegna „kínverska módelið“- þar sem verkalýðsfélög og öll sjálfstæð samtök eru brotin á bak aftur með valdi- er svona vinsælt hjá fjölþjóðlegum stórfyrirtækjum. Þau taka það fram yfir lönd þar sem lýðræðisleg réttindi, réttindi vinnandi fólks og mannsæmandi launakjör, eru til staðar. Þrátt fyrir að Kína sé kapítalískara, er það ólýðræðislegra en það var á níunda áratugnum. „Kína er orðið að loftþéttum járnklefa“, samkvæmt Tiananmen mæðra baráttuhópnum, sem var gert að yfirgefa Peking fyrir 4. Júní. Engar minningarathafnir eru liðnar á meginlandinu, og jafnvel boð um að klæðast hvítu sem leið til þögulla mótmæla, hafa orðið til þess að stjórnvöld hafa hótað refsiaðgerðum. Handtökur og ofsóknir gagnvart stjórnarandstæðingum eru umfangsmeiri í dag en á meðan Ólympíuleikunum stóð. Hin þungi armur kínverska ríkisins er studdur af mörgum stærstu fjölþjóðafyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Cisco, og Yahoo, sem sjá kínversku lögreglunni fyrir fullkomnasta ritskoðunarbúnaði sem völ er á, til að kæfa skoðanaskipti á netinu. Með hjálp Wall Street hefur kínverska ríkið orðið „fágaðra“ í kúgun sinni en alveg jafn vægðarlaust. Allt tal um stöðugleika í Kína eru tálsýnir. Í landinu fara fram um 600 fjöldaóeirðir á dag. Vinnudeilur jukust um 98% á síðasta ári. Mál hinnar 21 árs gömlu Deng Yujiao, sem stakk embættismann til bana sem reyndi að nauðga henni, undirstrika hversu hötuð yfirvöld eru í Kína. Gríðarlegur stuðningur við Deng var sjáanlegur a netinu þar til yfirvöld skrúfuðu fyrir aðgang að internetinu því þau óttuðust götumótmæli. Í tilfellum sem þessum má vísi að nýrri 1989 hreyfingu. Því lengur sem stjórnvöld í Kína herða tökin, þeim mun meira aukast líkurnar á samfélagslegum mikla hvell. Allt tal um að Kínverjar þurfi „styrka stjórn“ eða séu „ekki tilbúnir fyrir lýðræði“ sýnir aðeins fyrirlitningu elítunnar á almenningi. Til að heiðra minningu þeirra sem létust fyrir 20 árum þarf að skipuleggja nýja fjöldabaráttu fyrir breyttu samfélagi. Eins og Joe Hill sagði réttilega, „Ekki syrgja, skipuleggið ykkur!“

-Um er að ræða þýðingu á hluta úr grein sem birtist á chinaworker.info, fimmtudaginn 4. júní '09.

Thursday, May 28, 2009

ríkissjónvarpið kannski ekki lengur bláskjár.

Í gærkvöldi sýndi ríkissjónvarpið góða heimildarmynd eftir tíufréttir. Hún er þýsk, heitir Der große Ausverkauf og er frá árinu 2007. Myndin er eftir Florian nokkurn Opitz, og er þetta hans eina kvikmynd hingað til. Myndin skoðar afleyðingar af einkavæðingu og áhrifa hennar á líf einstaklinga. Nálguninn er þannig að skoðuð eru dæmi frá fjórum löndum. Afleiðingar einkavæðingar rafmagnsveitu eru skoðaðar í Soweto, Suður Afríku. Við fylgjumst þar með hvernig fátækir íbúar svæðisins eru útilokaðir frá notkun rafmagns í kjölfar einkavæðingarinnar, vegna mikillar hækkunar á kostnaði. En einnig fylgjumst við með andhófi íbúa svæðisins. Afleiðingar einkavæðingar lestarkerfisins í Bretlandi eru sömuleiðis skoðaðar, að miklu leyti út frá reynslu lestastjóra, sem hafa þurft að sætta sig við lægri laun, lengri vinnutíma og verri starfsskilyrði í kjölfar einkavæðingarinnar. Hinu fræga einkavæðingarhneyksli í Cochabamba, Bólivíu, er sömuleiðis gerð skil. Þar voru vatnsveiturnar eins og frægt er orðið seldar bandaríska auðhringnum Bechtel. Það leiddi til þess að stór hluti íbúanna hafði ekki aðgang að vatni, og var í ofanálag bannað að safna regnvatni. Með þrautsegri baráttu tókst alþýðu Cochabamba að fá þessa svívirðu dregna til baka, en sú barátta kostaði því miður mannslíf þar sem auðvaldsstjórnin lét hart mæta hörðu. Áhrifamesta og jafnframt mest sláandi frásögn myndarinnar er þó frá Filippseyjum. Í þeim hluta myndarinnar fylgjumst við með baráttu konu á miðjum aldri til að útvega nýrnaveikum syni sínum þá læknisaðstoð sem hann þarfnast. Heilbrigðisþjónusta Filippseyja var að miklu leyti einkavædd á tíunda áratugnum, sem hefur leitt til þess að fátækir íbúar landsins eru án heilbrigðisþjónustu. Samhliða þeirri þróun hafa risið dýrir einkaspítalar fyrir hina ríku, sjúkrahótel með tilheyrandi lúxus og dekri. Bæði í tilfelli Bólivíu og Filippseyja var þessi einkavæðing framkvæmd vegna þrýstings frá alþjóðastofnunum heimsauðvaldsins eins og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans. Myndin hefst á viðtalsbroti við Joseph Stiglitz, fyrrum aðalhagfræðings Alþjóðabankans. Hann kemur með áhrifamikinn punkt sem setur tóninn fyrir framhald myndarinnar, en þar ber hann saman þá efnahagsstefnu sem myndin ætlar sér að afhjúpa við nútíma hernað. Í umfjöllun um nútíma stríðsrekstur fáum við að vita allt um hernaðartaktíkina og alla þá tækni sem beitt er við að murka lífið úr fólki. Við getum meira að segja fengið að fylgjast með sprengjum falla yfir borgir fjarlægra landa í sjónvarpinu. Hins vegar fáum við minna að vita um allt það fólk sem lét lífið eða örkumlaðist af völdum stríðsrekstursins- það sama gildir um fórnarlömb Milton Friedmann hagfræðinnar.


Wednesday, May 27, 2009

Hardt og Negri

Í gærkvöldi fóru fram áhugaverðir fyrirlestrar á Háskólatorgi Háskóla Íslands. Félagið Níhil stendur um þessar mundir fyrir fyrirlestraröð, þar sem erlendir róttækir fræðimenn halda erindi. Sá fyrsti í þeirri fyrirlestraröð, sem ber yfirskriftina "Sagan er hafin á ný", samanstóð af erindum frá bandaríska bókmenntafræðingnum Michael Hardt og ítalska heimspekingnum og aktívistanum Antonio Negri. Voru erindi beggja hin áhugaverðustu. Hér mun ekki vera ráðist í neina kynningu á þessum ágætu fræðimönnum, en margir þekkja bókina "Empire" sem þeir skrifuðu saman. Erindi Hardt snérist um inntak kommúnismahugtaksins, en samkvæmt hans túlkun á kommúnisma felur það í sér sameign, sem andstæð sé bæði einkaeign og ríkiseign. Hann talaði um vanhæfni hins kapítalíska hagkerfis til að tryggja eignarhald yfir hugverkum og launa mönnum vinnu sem ekki væri efnisleg. Auðvaldskerfið hefði skapað sinn nýja banamann, sem í þessu tilfelli væru þær uppfinningar mannsins sem ekki er hægt að tryggja eignarrétt á. Antonio Negri fjallaði um í sínu erindi hvað fælist í því að vera kommúnisti í dag. Hann bennti réttilega á að sem kommúnisti væri maður andvígur ríkisvaldinu, og liti ekki á ríkiseign sem almenningseign. Nútíma ríkisvald er stéttavald, sem aldrei getur endurspeglað hagsmuni verkalýðs eða annarar alþýðu. Negri talaði sömuleiðis um að í stéttabaráttu nútímans þyrtir að losa sig við alla framvarðarsveitahugsun, því slíkur flokkur væri ekki alltaf í þeim tengslum við verkalýðsstéttina sem hann segðist vera, og talaði gjarnan máli hennar án þess að hafa umboð. Nánar verður fjallað um afstöðu okkar til framvarðarhugmyndina síðar á þessum vef. Þekktar eru hugmyndir Negri um upplausn þjóðríkisins vegna hinnar svokölluðu hnattvæðingar, þar sem lög þjóðríkisins nái ekki lengur utan um fjölþjóðleg stórfyrirtæki. Sósíalísku réttlæti þykir þó í kenningum Negri full mikið gert úr hinni svokölluðu hnattvæðingu. Ásýnd hins heimsvaldasinnaða kapítalisma hefur vissulega breyst þannig, að stórfyrirtæki spila stærra hlutverk en herir heimsvaldaríkjanna, þegar kemur að því að svegja efnahag snauðari landa undir sig. Þó eru landamæri þjóðríkja heldur betur staðreynd fyrir þá sem neyðast til að flýja heimalönd sín vegna átaka eða ofsókna. Um er að ræða formbreytingu en ekki eðlisbreytingu þar sem sama efnahagsaflið knýr hina svokölluðu hnattvæðingu áfram og kallað hefur á innrásir herja heimsvaldaríkja inn í vanþróuð lönd- auðmagnið.
-SJK

Thursday, May 7, 2009

Nokkur orð um stöðu hælisleitenda á íslandi

Á undanförnum mánuðum hefur ný hreyfing risið á Íslandi, hreyfing hælisleitenda.Á meðan hinir hefðbundnu stjórnmálaflokkar landsins voru uppteknir við að veiða atkvæði í aðdraganda kosninga, var lítið sem ekkert rætt um ömurlega stöðu hælisleitenda á Íslandi.Rúmlega 30 flóttamenn hafa beðið hér hugsanlegs brottflutnings til átakasvæða á borð við Írak, Afganistan og Kósovó. Í átökunum sem átt hafa sér stað í þessum þremur löndum, hefur íslenska ríkið tekið þátt, með svokölluðum friðargæsluliðum eða með öðrum stuðningi. Íhaldsstjórn Sjálfsstæðisflokksins studdi innrásirnar í Afganistan og Írak á sínum tíma, af sínum gamalkunna sleikjuskap við bandaríska heimsvaldastefnu. Sá stuðningur var réttlættur með ,,mannúðarsjónarmiðum“, eða að innrásirnar væru til þess gerðar að hjálpa íbúum þessara landa. Hver heilvita maður sér hins vegar að „hjálp“ er þarna rangnefni. Undanfarin 17 ár hefur 601 flóttamaður sótt um hæli á Íslandi. Af þeim hefur aðeins einn hlotið hæli. Aðeins 53 hafa hlotið tímabundin dvalarleyfi. Flóttamennirnir sem í dag bíða hugsanlegs brottflutnings, hafa beðið hér í 1.- 2. Ár. Þeir eru geymdir í niðurnýddu gistiheimili á Suðurnesjum. Á vefsíðu gistiheimilisins er meira segja staðhæft þess helsti kostur sé hversu stutt það sé frá Keflavíkurflugvelli, eða „aðeins 10 mínútna akstur“.Haft er eftir Bryndísi Björgvinsdóttur, ritstjóra Stúdentablaðsins og einni af forsvarskonum hælisleitendahreyfingarinnar; „að flóttamennirnir hafi verið hér árum saman, en verið ósýnilegir- þeim hefur verið haldið fjarri Reykjavík, öllum fjölmiðlum og aktívistum. Það lýtur út fyrir að ríkisstjórnin hafi verið að reyna að fela þau, og viljað geyma þau þarna eins nálægt flugvellinum og mögulegt er.“ Hælisleitendurnir lifa á 2500 krónum á viku, sem er ekki einu sinni nóg fyrir rútuferðum til Reykjavíkur og til baka. Þeim er vanalega hvorki leyft að stunda vinnu né nám, auk þess að vera neitað um lágmarks heilbrigðisþjónustu. Hassan Akbari, sem flúði fótgangandi frá Afganistan, og gekk alla leið gegn um Pakistan, Íran, Azerbaijan, Tyrkland Rúmeníu, Búlgaríu og Grikkland, hefur nú búið á Íslandi í ár. Hann handleggsbrotnaði í Grikklandi í fyrra, og þarf á skurðaðgerð að halda en hefur ekki fengið neina læknisaðstoð á Íslandi. Slík framkoma af hálfu Íslenskra stjórnvalda er til skammar. Hræsni þeirra er botnlaus. Þeim þykir eðlilegt og sjálfsagt að íslenska fjármálaelítan kaupi upp fyrirtæki um allar jarðir. Þeim finnst það heilög skylda sín að vera klappstýrur bandarískrar heimsvaldastefnu á alþjóðavettfangi. Aftur á móti finnst þeim við hæfi að nýðast á fólki sem flýr heimalönd sín og leita hingað í neyð. Róttækar breytingar þurfa að eiga sér stað á stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum hælisleitenda og það strax.
M.B & S.J.K.

Tuesday, April 21, 2009

Um stöðu mála

Eftir fall hægristrjórnarinnar í Janúar, vegna þrýstings frá fjöldahreyfingu íslensks almennings, trúðu margir því að komandi kosningar myndu færa okkur breytingar. Margir óvinsælustu valdhafar á Íslandi sögðu af sér, eins og Geir Haarde fyrv. forsætisráðherra, Davíð Oddson seðlabankastjóri og Ingibjörg S. Gísladótti fyrv. utanríkisráðherra. Vera má að við munum sjá jákvæðar breytingar í kjölfar þingkosninganna, en margt bendir hins vegar til þess að við munum sitja uppi með sama fólkið við stjórnvölin og sömu auðvaldsþjónkunarstefnuna. Hálfu ári eftir bankahrunið rambar þjóðarbúið á barmi gjaldþrots, 40% heimila landsins eru á hausnum og uppsagnir eiga sér stað í viku hverri. Atvinnuleysi hefur aukist um 207% frá síðasta fjórðung ársins 2008, er nú 7,1% og heldur áfram að aukast. Raunverulegt atvinnuleysi er hins vegar mun hærra í dag, eða um 10%. Starfsmenn 120 kjörbúða fengu t.d. fregnir í síðustu viku um mögulegar fjöldauppsagnir á næstu vikum.
Mörg sveitarfélög ramba á barmi gjaldþrots. Á Akureyri hefur bæjarstjórnin innleitt launalaust leyfi í einn dag handa starfsmönnum sveitarfélagsins. Að sögn Sigrúnar Bjargar Jakobsdóttur, bæjarstjóra á Akureyri hefur verið skorið inn að beini, og er þar vísað til umfangsmikils niðurskurðar í skólakerfi og annari samfélagsþjónustu. Enn er fjárlagahallin þó mikill. Sífellt fleiri sveitarfélög hafa gripið til ráðstafana eins og að taka frekari lán til að geta staðið skil á launagreiðslum ofl.
Ólafur Hr. Sigurðsson bæjarstjóri á Seiðisfyrði hefur gagnrýnt nýju ríkisstjórnina fyrir sambærilega vanrækslu gagnvart sveitarfélögum landsbyggðarinnar, og hjá þeirri síðustu. Enginn frekari fjárframlög hafa skilað sér til hinna illa stöddu sveitarfélaga, en hin nýja ríkisstjórn virðist samt átta sig á að nýjar fjöldauppreisnir eins og sú sem átti sér stað í Janúar gætu orðið að veruleika. Til dæmis var stór hluti niðurskurðaráætlana síðustu ríkisstjórnar í heilbrigðiskerfinu dregnar til baka af sitjandi ríkisstjórn. Setuverkfall stúdenta við Háskóla Íslands snemma í apríl, bar þann árangur að ríkisstjórnin gaf eftir, og ákvað að leggja 6oo milljóna króna aukafjárveitingu svo hægt væri að bjóða upp á sumarnámskeið (og meðfylgjandi námslán) við háskólann.
Tortryggni í garð auðmanna og auðmagns er víðtæk í samfélaginu um þessar mundir. Meira að segja hefur Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra kallað íslensku bankanna ,,hin nýju Enron“. Ein af mörgum staðreyndum sem enn ekki hafa verið rannsakaðar, er hvernig enginn hefur gefið því gaum að helmingur af lánum bankanna er til þeirra eigin dótturfélaga. Einnig vekur furðu að enginn setji spurningamerki við það að Kaupþing hafi borgað fjárfestum frá Katar úr eigin vasa til að fjármagna kaup þeirra á stórum hlut í bankanum.
Þær nefndir sem settar hafa verið á fót til að rannsaka bankahrunið og aðdraganda þess hafa þann eina tilgang að sannfæra okkur um að orsök hrunsins sé að finna hjá fáum gráðugum kapítalistum, vandamálið séu nokkur skemmd epli, en ekki auðvaldskerfið sjálft. Þess vegna verða sósíalistar að krefjast þess verkamönnunum sjálfum, stéttarfélögunum og öðrum grasrótarhópum verði opnaður aðgangur að bókhaldi og gögnum bankanna, og annara stórfyrirtækja til rannsóknar, auk opinberra gagna stjórnvalda. Niðurstaða slíkrar rannsóknar, sem væri sjálfstæð gagnvart ríkisstjórninni, stórfyrirtækjum og annara ríkisstjórna, hlýtur að leiða til þeirrar niðurstöðu að verkamenn, vinnandi alþýða, þurfi sjálfir að taka yfir stjórn alls samfélagsins.
Hannes H. Gissurarson, þekktur sérvitringur í íslensku samfélagi og hávær talsmaður svokallaðrar ,,nýfrjálshyggju“, rataði í fjölmiðla er hann kom með sínar skíringar á hvað hefði farið úrskeiðis og hvernig hefði mátt koma í veg fyrir það. Samkvæmt honum hafði verið skapað ákveðið andrúmsloft þar sem ,,athafnamönnum“ , stórfyrirtækjum og fólki sem tók yfir fyrirtæki til að rýja þau eignum, hefði verið gert hátt undir höfði. Óbeint tók hann á sig hluta af sökinni, en aðallega væri hún hjá vinstrisinnuðum menntamönnum sem hefðu ekki brugðist við til að stöðva þessa þróun í tæka tíð. Hann hélt því fram að áróðurinn fyrir ,,frjálsu“ markaðskerfi hefði borið of mikin árangur. ,,En þetta var heljarinnar þeysireið“ endaði kappinn á að segja. Margir hafa eflaust brosað af ummælum Hannesar, en hann hefur þó rétt fyrir sér þar sem andstaða svokallaðra vinstri manna við ríkjandi stefnu á þessum tíma var afar veikburða og hugmyndasnauð. Kannski er hún það enn. Kosningabaráttan sem nú stendur yfir virðist að mestu vera einræður stjórnmálamanna til kjósenda í formi sjónvarpsauglýsinga og litskrúðugra plakata. Það er eins og stjórnmálamenn vilji ekki lengur ræða við fólk á vitsmunalegum grundvelli.
Samfylkingin notar aðallega frasa og klisjur um ,,vinnu og velferð“. Einu raunverulegu aðgerðirnar sem þau leggja til eru skattahækkanir, innganga í Evrópusambandið og upptaka Evru. Með öðrum orðum er um að ræða uppskriftir að því hvernig skuli láta verkafólk og miðstéttina borga fyrir kreppu auðvaldsins. Hér höfum við enn eitt dæmið um hvernig kratar færast alltaf sí lengra til hægri. Því miður virðist sama þróun eiga sér stað hjá Vinstri Grænum. Þau virðast tilbúinn til eins mikilla málamiðlanna og seta í næstu ríkisstjórn kostar. Sé það raunin er þörf á nýju stjórnmálaafli sem á rætur sínar að rekja til stéttabaráttunar og grasrótarinnar. Það sem þarf er nýr verkalýðsflokkur sem hefur virkan stuðning verkafólks og ungs fólks. Hefur Rauður vettfangur, samfylking íslenskra sósíalista barist fyrir slíkum samtökum. Slíkur flokkur þarf , í ljósi fyrri reynslu svika og útvötnunar, að setja sér þær reglur að stjórnmálafólk innan sinna raða muni ekki þiggja hærri tekjur en sem nema venjulegum varkamannalaunum. Hinir almennu félagsmenn þurfa að stýra flokknum og þeim þarf að vera kleyft að skipta út fulltrúum sem stunda eiginhagsmunapot, fyrir aðra sem munu standa vörð um hagsmuni verkalýðsins. Aðeins með sósíalísku prógrammi er hægt að vinna bug á kreppunni; niðurfelling skulda almennings og heimila á einn eða annan hátt, yfirtaka eigna og auðs sköpuðum af arðráni auðvaldsins, þjóðnýting alls iðnaðar og náttúruauðlinda, sex stunda vinnudagur verði innleiddur án kaupskerðingar, komið verði á fót nefndum verkamanna í öllum fyrirtækjum og öllum sviðum samfélagsins. Leyfum hinum raunverulegu sérfræðingum (ekki óreyndum verðbréfabröskurum) að taka yfir stjórn samfélagsins, þ.e. hinni vinnandi alþýðu. Aðeins þannig getur framleiðsla hagkerfisins tekið mið af hagsmunum samfélagsins, einstaklinganna og umhverfisins, í stað fárra auðmanna.

Friday, April 10, 2009

Félagsrými hefur verið yfirtekið við Vatnsstíg 4


"Alstaðar eru hús á hús ofan sem standa auð, hús sem átti að rífa fyrir verslunarmiðstöðvar, hús sem átti að leigja á okurverði, hús sem áttu að gera ríka ríkari og samfélagið menningarsnauðara.
Við spurðum hvorki kóng né prest hvort við mættum brúka þetta hús, við þurfum ekki leyfi þeirra sem þykjast geta ráðskast með líf og land í krafti peninga. Við tökum ekki þátt í því kerfi.
Við tökum það sem réttilega er okkar og sköpum í þessu húsi félagslegt rými þar sem fólk getur hist og notað rýmið á þá vegu sem því finnst skipta máli; t.d. halda fræðslukvöld, elda mat, koma á fót leshringjum, stunda pólitískt starf gegn auðvaldinu og til hvers konar sköpunnar auk hverra þeirra uppákoma sem fólk kærir sig um að halda.Kapítalismi gerir fólki kleift að eiga hús, en láta þau standa auð þrátt fyrir að fjölda vanti heimili og viðverustaði. Bankarnir eiga flest tómu húsana og ætlast er til þess að við fólkið borgum fyrir þá svikamyllu sem viðgekkst „fyrir hrun“. Það verður ekki liðið lengur.
Hústöku þessari er stefnt gegn yfirvaldi, auðhyggju og hverskonar valdabrölti. Húsið okkar verður laust við ríkjandi yfirvöld hér á landi og laust við alla yfirvaldsbygginu að okkar hálfu."

hér að ofan er yfirlýsing aktívistanna er standa að hústökinni að Vatnsstíg 4. Íslandsdeild CWI lýsir yfir ánægju sinni með þetta glæsilega framtak og heitir fullum stuðningi. Öll viðleytni gegn kúgun og valdboði einokunarauðvaldisns er af hinu góða, auk þess sem full þörf er á rými þar sem fólk getur stundað stjórnmála- og menningarstarfsemi án þess að vera upp á náð og miskun gróðaaflanna komið.

Wednesday, April 1, 2009

Marx2009 Stokkhólmi

Þann 28 mars sl. hélt Sósíalíski Réttlætisflokkurinn, deild CWI í Svíþjóð, tveggja daga ráðstefnu undir yfirskriftinni ,,Marx hafði rétt fyrir sér 2009". Sendinefnd frá Íslandi var viðstödd ráðstefnuna og laggði sitt af mörkum til umræðunnar. Fyrr um daginn var einnig haldinn stofnfundur kosningabandalags Sósíalíska Réttlætisflokksins, annara vinstri hópa og stéttarfélaga til Evrópusambandsþingsins. Allt að 140 manns tóku þátt í ráðstefnunni sem þótti heppnast afar vel.

Tuesday, March 31, 2009

Kapítalisminn í krísu – Berjumst fyrir Sósíalískum valkosti!


Efnahagskreppan sem nú ríður yfir Ísland, og hið kapítalíska kerfi á heimsvísu, er ekki náttúruhamfarir heldur mannana verk. Kreppan er aðeins rökrétt afleiðing þess að við búum við kerfi, þar sem valdastéttin krefst margfallt meiri ágóða en framleiðni hagkerfisins gefur tilefni til. Því meira svigrúm sem auðvaldið fær til að drottna yfir samfélaginu þess dýpri og harkalegri verða kreppurnar. Fullyrt var að útþennslustefna íslensku fjármálaelítunar erlendis, hin svokallaða ,,útrás”, myndi færa íslenskum almenningi ótakmarkaða velsæld. Við sjáum það hins vegar greinilega nú að þetta var innantómt orðagjálfur og lygi.

Stórir hópar samfélagsins urðu aldrei varir við hið svokallaða góðæri, nema í formi blaðafyrirsagna og sjálfumglaðra yfirlýsinga stjórnmálamanna. Nú er þessu fólki sagt að þad þurfi að taka á sig frekari kjaraskerðingar vegna óráðsíu fjármálaelítunnar. Málpípur fjármálaelítunnar reyna af veikum mætti að telja okkur trú um að við séum ,,öll á sama báti”. Í framkvæmd virkar það þannig að vinnandi fólk þarf að taka á sig birgðarnar, á meðan valdastéttin hefur það náðugt. Íhaldið, sem færdi okkur 5 milljarða dala skuld við Alþjóða gjaldeyrissjóðin, staðhæfir í hroka sínum og sjálfumgleði að stefna þess í efnahagsmálum hafi ekki brugðist heldur fólkið. Í fyrringu sinni lýta þessir erindrekar frjármálaelítunnar svo á að passi veruleikinn ekki við kenninguna sé eitthvað að veruleikanum.

Veruleikinn er hins vegar sá að kapítalisminn er efnahagskerfi sem ávallt kemur til með að bregðast vinnandi fólki og annari alþýðu. Meira en 200 ára reynsla af auðvaldskerfi og stéttabaráttu í heiminum sína það og sanna. Þótt Ísland sé fámenn eyja gilda hér sömu efnahagslögmál og í öðrum audvaldsríkjum. Kapítalisminn er alþjóðlegt kerfi og efnahagskreppur þess eru líka alþjóðlegar. Þess vegna telur Sósíalískt Réttlæti að baráttan fyrir sósíalisma á Íslandi sé nátengd stéttabaráttu og baráttunni fyrir sósíalisma í öðrum löndum.

Samsteypustjórn Samfylkingar og Vinstri grænna er vissulega skref í rétta átt frá þrálátri valdasetu íhaldsins. Þó skulum við ekki búast við miklu frá kratastjórninni. Til dæmis staðhæfði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að Áætlun AGS á íslandi væri hornsteinn efnahagsstefnu stjórnarinnar. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn er ekki alþjóðleg góðgerðarstofnun eins og íslenskir fjölmiðlar virðast halda. Hlutverk sjóðsins er fyrst og fremmst að tryggja yfirráð fjölþjóðlegra stórfyrirtækja yfir efnahagslífi þjóða.

Í öllum löndum þar sem sjóðurinn hefur komið að málum hefur stefna hans eingöngu aukið á neyð og örbirgð almennings. Svokölluð vinstri stjórn mun ekki reynast þess megnug að standa upp í hárinu á alþjóðabatteríi heimsauðvaldsins, né mun hún hafa mikin áhuga á því þegar til lengdar lætur. Þegar hin nýja ríkisstjórn fer að afhjúpa getuleysi sitt fyrir almenningi er mikilvægt að til sé raunhæfur valkostur við hið sósíaldemókratíska miðjumoð. Sósíalískt réttlæti ætlar sér að skapa slíkan valkost fyrir verkafólk, stúdenta og öryrkja hér á landi.

Samtökin fyrir Alþjóðasambandi Verkafólks(CWI) eru alþjóðleg baráttusamtök sósíalista sem starfa í yfir 40 löndum. SAV eru þátttakendur í baráttunni gegn alræði stórfyrirtækja og fyrir afnámi heimskapítalismans. Við berjumst fyrir lýðræðislegu sósíalísku samfélagi á alþjóðlegum grundvelli. Taktu þátt!

socialistworld.net


Upphafsorð

Þetta blogg er málgagn Íslandsdeildar CWI. CWI eru alþjóðleg baráttusamtök sósíalista með deildir í yfir 40 löndum. Í gær (30. mars) var stofnuð Íslandsdeild CWI í Gautaborg, Svíþjóð. Samtökin heita Sósíalískt Réttlæti, á Íslandi. Markmið Þeirra er að leggja sitt að mörkum í stéttabaráttuni og baráttuni fyrir sósíalisma á Íslandi, og annars staðar í heiminum. Við teljum að Baráttan fyrir sósíalisma og gegn yfirráðum heimskapítalismans sé alþjóðleg barátta. Stéttabaráttuna og baráttuna fyrir sósíalisma þarf að heyja á alþjóðlegum grundvelli. Allar tilraunir til að reka ,,sósíalísk" eyríki innan hins hnattræna kapítalíska kerfis eru dæmdar til að mistakast, eins og hin bitra reynsla frá síðustu öld sannar. Við erum hreyfing sem tekur mið af sögulegri reynslu af stéttabaráttu og byltingarbaráttu, hvort sem er á Íslandi eða í öðrum löndum.