Tuesday, April 21, 2009

Um stöðu mála

Eftir fall hægristrjórnarinnar í Janúar, vegna þrýstings frá fjöldahreyfingu íslensks almennings, trúðu margir því að komandi kosningar myndu færa okkur breytingar. Margir óvinsælustu valdhafar á Íslandi sögðu af sér, eins og Geir Haarde fyrv. forsætisráðherra, Davíð Oddson seðlabankastjóri og Ingibjörg S. Gísladótti fyrv. utanríkisráðherra. Vera má að við munum sjá jákvæðar breytingar í kjölfar þingkosninganna, en margt bendir hins vegar til þess að við munum sitja uppi með sama fólkið við stjórnvölin og sömu auðvaldsþjónkunarstefnuna. Hálfu ári eftir bankahrunið rambar þjóðarbúið á barmi gjaldþrots, 40% heimila landsins eru á hausnum og uppsagnir eiga sér stað í viku hverri. Atvinnuleysi hefur aukist um 207% frá síðasta fjórðung ársins 2008, er nú 7,1% og heldur áfram að aukast. Raunverulegt atvinnuleysi er hins vegar mun hærra í dag, eða um 10%. Starfsmenn 120 kjörbúða fengu t.d. fregnir í síðustu viku um mögulegar fjöldauppsagnir á næstu vikum.
Mörg sveitarfélög ramba á barmi gjaldþrots. Á Akureyri hefur bæjarstjórnin innleitt launalaust leyfi í einn dag handa starfsmönnum sveitarfélagsins. Að sögn Sigrúnar Bjargar Jakobsdóttur, bæjarstjóra á Akureyri hefur verið skorið inn að beini, og er þar vísað til umfangsmikils niðurskurðar í skólakerfi og annari samfélagsþjónustu. Enn er fjárlagahallin þó mikill. Sífellt fleiri sveitarfélög hafa gripið til ráðstafana eins og að taka frekari lán til að geta staðið skil á launagreiðslum ofl.
Ólafur Hr. Sigurðsson bæjarstjóri á Seiðisfyrði hefur gagnrýnt nýju ríkisstjórnina fyrir sambærilega vanrækslu gagnvart sveitarfélögum landsbyggðarinnar, og hjá þeirri síðustu. Enginn frekari fjárframlög hafa skilað sér til hinna illa stöddu sveitarfélaga, en hin nýja ríkisstjórn virðist samt átta sig á að nýjar fjöldauppreisnir eins og sú sem átti sér stað í Janúar gætu orðið að veruleika. Til dæmis var stór hluti niðurskurðaráætlana síðustu ríkisstjórnar í heilbrigðiskerfinu dregnar til baka af sitjandi ríkisstjórn. Setuverkfall stúdenta við Háskóla Íslands snemma í apríl, bar þann árangur að ríkisstjórnin gaf eftir, og ákvað að leggja 6oo milljóna króna aukafjárveitingu svo hægt væri að bjóða upp á sumarnámskeið (og meðfylgjandi námslán) við háskólann.
Tortryggni í garð auðmanna og auðmagns er víðtæk í samfélaginu um þessar mundir. Meira að segja hefur Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra kallað íslensku bankanna ,,hin nýju Enron“. Ein af mörgum staðreyndum sem enn ekki hafa verið rannsakaðar, er hvernig enginn hefur gefið því gaum að helmingur af lánum bankanna er til þeirra eigin dótturfélaga. Einnig vekur furðu að enginn setji spurningamerki við það að Kaupþing hafi borgað fjárfestum frá Katar úr eigin vasa til að fjármagna kaup þeirra á stórum hlut í bankanum.
Þær nefndir sem settar hafa verið á fót til að rannsaka bankahrunið og aðdraganda þess hafa þann eina tilgang að sannfæra okkur um að orsök hrunsins sé að finna hjá fáum gráðugum kapítalistum, vandamálið séu nokkur skemmd epli, en ekki auðvaldskerfið sjálft. Þess vegna verða sósíalistar að krefjast þess verkamönnunum sjálfum, stéttarfélögunum og öðrum grasrótarhópum verði opnaður aðgangur að bókhaldi og gögnum bankanna, og annara stórfyrirtækja til rannsóknar, auk opinberra gagna stjórnvalda. Niðurstaða slíkrar rannsóknar, sem væri sjálfstæð gagnvart ríkisstjórninni, stórfyrirtækjum og annara ríkisstjórna, hlýtur að leiða til þeirrar niðurstöðu að verkamenn, vinnandi alþýða, þurfi sjálfir að taka yfir stjórn alls samfélagsins.
Hannes H. Gissurarson, þekktur sérvitringur í íslensku samfélagi og hávær talsmaður svokallaðrar ,,nýfrjálshyggju“, rataði í fjölmiðla er hann kom með sínar skíringar á hvað hefði farið úrskeiðis og hvernig hefði mátt koma í veg fyrir það. Samkvæmt honum hafði verið skapað ákveðið andrúmsloft þar sem ,,athafnamönnum“ , stórfyrirtækjum og fólki sem tók yfir fyrirtæki til að rýja þau eignum, hefði verið gert hátt undir höfði. Óbeint tók hann á sig hluta af sökinni, en aðallega væri hún hjá vinstrisinnuðum menntamönnum sem hefðu ekki brugðist við til að stöðva þessa þróun í tæka tíð. Hann hélt því fram að áróðurinn fyrir ,,frjálsu“ markaðskerfi hefði borið of mikin árangur. ,,En þetta var heljarinnar þeysireið“ endaði kappinn á að segja. Margir hafa eflaust brosað af ummælum Hannesar, en hann hefur þó rétt fyrir sér þar sem andstaða svokallaðra vinstri manna við ríkjandi stefnu á þessum tíma var afar veikburða og hugmyndasnauð. Kannski er hún það enn. Kosningabaráttan sem nú stendur yfir virðist að mestu vera einræður stjórnmálamanna til kjósenda í formi sjónvarpsauglýsinga og litskrúðugra plakata. Það er eins og stjórnmálamenn vilji ekki lengur ræða við fólk á vitsmunalegum grundvelli.
Samfylkingin notar aðallega frasa og klisjur um ,,vinnu og velferð“. Einu raunverulegu aðgerðirnar sem þau leggja til eru skattahækkanir, innganga í Evrópusambandið og upptaka Evru. Með öðrum orðum er um að ræða uppskriftir að því hvernig skuli láta verkafólk og miðstéttina borga fyrir kreppu auðvaldsins. Hér höfum við enn eitt dæmið um hvernig kratar færast alltaf sí lengra til hægri. Því miður virðist sama þróun eiga sér stað hjá Vinstri Grænum. Þau virðast tilbúinn til eins mikilla málamiðlanna og seta í næstu ríkisstjórn kostar. Sé það raunin er þörf á nýju stjórnmálaafli sem á rætur sínar að rekja til stéttabaráttunar og grasrótarinnar. Það sem þarf er nýr verkalýðsflokkur sem hefur virkan stuðning verkafólks og ungs fólks. Hefur Rauður vettfangur, samfylking íslenskra sósíalista barist fyrir slíkum samtökum. Slíkur flokkur þarf , í ljósi fyrri reynslu svika og útvötnunar, að setja sér þær reglur að stjórnmálafólk innan sinna raða muni ekki þiggja hærri tekjur en sem nema venjulegum varkamannalaunum. Hinir almennu félagsmenn þurfa að stýra flokknum og þeim þarf að vera kleyft að skipta út fulltrúum sem stunda eiginhagsmunapot, fyrir aðra sem munu standa vörð um hagsmuni verkalýðsins. Aðeins með sósíalísku prógrammi er hægt að vinna bug á kreppunni; niðurfelling skulda almennings og heimila á einn eða annan hátt, yfirtaka eigna og auðs sköpuðum af arðráni auðvaldsins, þjóðnýting alls iðnaðar og náttúruauðlinda, sex stunda vinnudagur verði innleiddur án kaupskerðingar, komið verði á fót nefndum verkamanna í öllum fyrirtækjum og öllum sviðum samfélagsins. Leyfum hinum raunverulegu sérfræðingum (ekki óreyndum verðbréfabröskurum) að taka yfir stjórn samfélagsins, þ.e. hinni vinnandi alþýðu. Aðeins þannig getur framleiðsla hagkerfisins tekið mið af hagsmunum samfélagsins, einstaklinganna og umhverfisins, í stað fárra auðmanna.

Friday, April 10, 2009

Félagsrými hefur verið yfirtekið við Vatnsstíg 4


"Alstaðar eru hús á hús ofan sem standa auð, hús sem átti að rífa fyrir verslunarmiðstöðvar, hús sem átti að leigja á okurverði, hús sem áttu að gera ríka ríkari og samfélagið menningarsnauðara.
Við spurðum hvorki kóng né prest hvort við mættum brúka þetta hús, við þurfum ekki leyfi þeirra sem þykjast geta ráðskast með líf og land í krafti peninga. Við tökum ekki þátt í því kerfi.
Við tökum það sem réttilega er okkar og sköpum í þessu húsi félagslegt rými þar sem fólk getur hist og notað rýmið á þá vegu sem því finnst skipta máli; t.d. halda fræðslukvöld, elda mat, koma á fót leshringjum, stunda pólitískt starf gegn auðvaldinu og til hvers konar sköpunnar auk hverra þeirra uppákoma sem fólk kærir sig um að halda.Kapítalismi gerir fólki kleift að eiga hús, en láta þau standa auð þrátt fyrir að fjölda vanti heimili og viðverustaði. Bankarnir eiga flest tómu húsana og ætlast er til þess að við fólkið borgum fyrir þá svikamyllu sem viðgekkst „fyrir hrun“. Það verður ekki liðið lengur.
Hústöku þessari er stefnt gegn yfirvaldi, auðhyggju og hverskonar valdabrölti. Húsið okkar verður laust við ríkjandi yfirvöld hér á landi og laust við alla yfirvaldsbygginu að okkar hálfu."

hér að ofan er yfirlýsing aktívistanna er standa að hústökinni að Vatnsstíg 4. Íslandsdeild CWI lýsir yfir ánægju sinni með þetta glæsilega framtak og heitir fullum stuðningi. Öll viðleytni gegn kúgun og valdboði einokunarauðvaldisns er af hinu góða, auk þess sem full þörf er á rými þar sem fólk getur stundað stjórnmála- og menningarstarfsemi án þess að vera upp á náð og miskun gróðaaflanna komið.

Wednesday, April 1, 2009

Marx2009 Stokkhólmi

Þann 28 mars sl. hélt Sósíalíski Réttlætisflokkurinn, deild CWI í Svíþjóð, tveggja daga ráðstefnu undir yfirskriftinni ,,Marx hafði rétt fyrir sér 2009". Sendinefnd frá Íslandi var viðstödd ráðstefnuna og laggði sitt af mörkum til umræðunnar. Fyrr um daginn var einnig haldinn stofnfundur kosningabandalags Sósíalíska Réttlætisflokksins, annara vinstri hópa og stéttarfélaga til Evrópusambandsþingsins. Allt að 140 manns tóku þátt í ráðstefnunni sem þótti heppnast afar vel.